Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020
Akureyringar standa nú
frammi fyrir hneykslismáli sem
mun ekki jafna við Lúkasarmálið
í írafári og skelfingu, en gæti
jafnað við það í fáránleika. Ég er
auðvitað að tala um derhúfu-
hneykslið sem er nú til umræðu
á öllum samfélagsmiðlum og
betri kaffistofum. Eða kannski
bara á meðal þeirra sem ég sjálf-
ur fylgi á Twitter. Annað hvort.
Þórsarar mættu nokkrir í við-
töl eftir fótboltaleik fyrir norðan
á dögunum, allir með höfuðfat
skreytt merkjum einhvers er-
lends veðmálafyrirtækis. Ekki
var löng bið eftir því að lögfróðir
menn bentu á að auglýsingar um
slík happdrætti væru bönnuð.
Norðanmenn gripu til þess
ráðs að friðþægja reiðilegan lýð-
inn með yfirlýsingu þess efnis að
félagið hafi aldrei og muni aldrei
þiggja greiðslur frá umræddu
fyrirtæki. Um mistök hafi verið
að ræða og stjórn Þórs þyki
þetta allt saman leitt.
Málið var þó ekki úr sögunni.
Í gær kom í ljós að stuðnings-
mannakort Þórs, sem gefin voru
út fyrir tímabilið, eru öll skreytt
stóru vörumerki fyrrnefndrar
veðmálasíðu. Ekki hefur þessum
auglýsingum verið komið fyrir af
manngæskunni einni og sér, fyrir
vesalings fjárhættustarfsemina?
Sigurvegarinn í þessu öllu
saman er svo auðvitað pen-
ingaspilið sjálft, sem fær þessa
umræðu frítt. Öll umfjöllun er
góð umfjöllun sagði einhver.
Þeim getur svo látið sér fátt um
finnast þótt KSÍ hafi sektað Þór
um einhvern fimmtíu þúsund
kall. Þeir hefðu borgað meira
fyrir aðra eins auglýsingu! Af
hverju gátu Þórsarar ekki bara
byrgt fyrir sólu með sjoppu-
derhúfunni hans Ólafs
Jóhannessonar? Aldrei olli hún
slíku fjaðrafoki og var glæsileg í
þokkabót.
BAKVÖRÐUR
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Tveir reyndir
knattspyrnu-
menn hafa slas-
ast illa í bikar-
leikjum með
liðum sínum og
óttast er að þeir
hafi báðir slitið
krossband í hné.
Reynist það rétt
spila þeir ekki
meira á þessu
tímabili og ferillinn gæti verið í
hættu hjá þeim báðum.
Gunnar Þór Gunnarsson, varnar-
maður KR, slasaðist á hné í bikar-
leik gegn Vængjum Júpíters í
Egilshöll í fyrrakvöld.
Hallgrímur Jónasson, varnar-
maður KA, varð fyrir því sama í
bikarleik gegn Leikni frá Reykja-
vík á Akureyri í gærkvöld. „Okkur
grunar sterklega að hann sé með
slitið krossband,“ sagði Óli Stefán
Flóventsson, þjálfari KA, við
Morgunblaðið í gærkvöld.
Tveir reyndir
úr leik?
Hallgrímur
Jónasson
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar karla, 3. umferð:
Ólafsvík: Víkingur Ó. – Víkingur R..... 19.15
Kópavogsv.: Breiðablik – Keflavík ..... 19.15
Enski boltinn á Síminn Sport
Southampton – Arsenal ............................ 17
Burnley – Watford .................................... 17
Chelsea – Manchester City ................. 19.15
Í KVÖLD!
BIKARINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
FH og Fjölnir knúðu fram nauma
sigra á 1. og 2. deildarliðum Þróttar
úr Reykjavík og Selfoss í þriðju um-
ferð bikarkeppni karla í knatt-
spyrnu, Mjólkurbikarsins, í gær-
kvöld.
FH sótti Þrótt heim í Laugardal-
inn og sigraði 2:1 þar sem Morten
Beck Guldsmed skoraði bæði mörk-
in, á 5. og 55. mínútu. Djordje Panic
jafnaði fyrir Þróttara eftir hálftíma
leik og staðan var því 1:1 í hálfleik.
Fjölnir tók á móti 2. deildarliði
Selfoss í Grafarvogi og komust
gestirnir tvisvar yfir í fyrri hálfleik
með mörkum Guðmundar Tyrfings-
sonar og Valdimars Jóhannssonar.
Ingibergur Kort Sigurðsson og
Viktor Andri Hafþórsson jöfnuðu
jafnóðum fyrir Fjölnismenn og stað-
an var 2:2 í hálfleik. Jón Gísli Ström
skoraði síðan sigurmark Fjölnis,
3:2, á 68. mínútu.
Tveir fengu rauða
spjaldið eftir hálftíma
Tveir leikmenn Leiknis úr
Reykjavík, Sólon Breki Leifsson og
Brynjar Hlöðversson, fengu rauða
spjaldið eftir aðeins hálftíma leik
gegn KA á Akureyri. Báðir fengu
sitt annað gula spjald. Þar með voru
úrslitin ráðin, staðan var 1:0 fyrir
KA sem bætti við fimm mörkum
gegn níu Leiknismönnum og vann
6:0. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði
tvö marka KA og Mikkel Qvist,
Hallgrímur Mar Steingrímsson,
Gunnar Örvar Stefánsson og Stein-
þór Freyr Þorsteinsson eitt hver.
Magni úr 1. deild tók á móti úr-
valsdeildarliði HK á Grenivíkurvelli
og náði forystunni með skallamarki
Gauta Gautasonar á 17. mínútu.
Staðan var 1:0 þar til Birnir Snær
Ingason jafnaði metin fyrir Kópa-
vogsliðið á 68. mínútu. HK fékk síð-
an vítaspyrnu á 87. mínútu þegar
Ásgeir Börkur Ásgeirsson var felld-
ur og úr henni skoraði Atli Arnar-
son sigurmark HK, 2:1.
Þór úr 1. deild lenti í miklum
vandræðum með 3. deildarlið Reyn-
is úr Sandgerði, sem komst snemma
yfir með marki frá Elton Barros.
Sölvi Sverrisson jafnaði á 78. mín-
útu og Sigurður Marinó Kristjáns-
son skoraði sigurmark Þórs úr víta-
spyrnu rétt fyrir lok framlengingar,
2.1.
Þremur leikjum var ekki lokið
þegar blaðið fór í prentun í gær-
kvöld. Mikil spenna var í Safamýri
þar sem 2. deildarlið Kórdrengja
komst tvisvar yfir gegn úrvals-
deildarliði Skagamanna en staðan
var 2:2 eftir venjulegan leiktíma.
Úrslitin má sjá á mbl.is/sport/
fotbolti.
Stóru liðin sluppu vel
FH, Fjölnir og HK með nauma sigra gegn mótherjum úr 1. og 2. deild í
bikarkeppninni og Þór þurfti framlengingu gegn 3. deildarliði Reynismanna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framlengt Kórdrengir og Skagamenn áttust við í tvísýnum bikarslag í
Safamýri í gærkvöld þar sem grípa þurfti til framlengingar.
Sandra María Jessen, landsliðskona
í knattspyrnu, hefur samið að nýju
við þýska félagið Bayer Leverkus-
en til eins árs en Leverkusen skýrði
frá þessu á heimasíðu sinni í gær.
Sandra lék fyrst með Leverkusen
seinni hluta tímabilsins 2015-16 en
kom síðan aftur til félagsins frá
Þór/KA í árslok 2018. Hún hefur
spilað 29 leiki með liðinu í efstu
deild og skorað tvö mörk. Lever-
kusen nánast gulltryggði sér
áframhaldandi sæti í deildinni á
sunnudaginn með sigri á Köln í
botnslag, 3:1.
Sandra áfram
í Leverkusen
Ljósmynd/Leverkusen
Leverkusen Sandra María Jessen
fagnar marki í leik í Þýskalandi.
Hólmbert Aron Friðjónsson tryggði
nýliðum Aalesund fyrsta stig sitt í
norsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í gær þegar hann jafnaði
metin í 2:2 gegn Brann á heima-
velli, tíu mínútum eftir að hafa
komið inn á sem varamaður. Þetta
var kærkomið stig fyrir Aalesund
sem hafði fengið á sig ellefu mörk í
fyrstu tveimur leikjunum. Matthías
Vilhjálmsson skoraði mark Våler-
enga í 4:1 tapi gegn Odd en Emil
Pálsson hjá Sandefjord var rekinn
af velli eftir klukkutíma leik þegar
lið hans tapaði fyrir Stabæk, 2:0.
Hólmbert tryggði
fyrsta stigið
Ljósmynd/aafk.no/Srdan Mudrinic
Skoraði Hólmbert Aron Friðjóns-
son jafnaði metin gegn Brann.
ENGLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Liverpool er með níu fingur á Eng-
landsmeistarabikarnum eftir stór-
sigur gegn Crystal Palce í ensku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu á Anfield
í Liverpool í gær, 4:0.
Það voru þeir Trent Alexander-
Arnold, Mohamed Salah, Fabinho
og Sadio Mané sem skoruðu mörk
Liverpool í leiknum en eftir að Alex-
ander-Arnold kom Liverpool yfir á
23. mínútu var aldrei spurning
hvoru megin sigurinn myndi lenda.
Liverpool er nú með 86 stig í efsta
sæti deildarinnar og hefur 23 stiga
forskot á Manchester City, sem er í
öðru sæti deildarinnar. City mætir
Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í
London og gæti sá leikur orðið ör-
lagavaldur í titilbaráttunni.
Fari svo að Chelsea vinni leikinn
verður Liverpool enskur meistari
heima í stofu, líkt og gerðist tíma-
bilið 2015-2016, þegar Leicester
varð Englandsmeistari 2. maí 2016
eftir að Chelsea og Tottenham
gerðu 2:2-jafntefli á Stamford
Bridge í London.
Liverpool varð síðast enskur
meistari árið 1990 en hefur aldrei
unnið ensku úrvalsdeildina frá
stofnun hennar árið 1992 og er biðin
fyrir stuðningsmenn liðsins því orð-
in ansi löng.
Þrenna á Old Trafford
Anthony Martial gerði sér lítið
fyrir og skoraði þrennu fyrir lið sitt
Manchester United þegar Sheffield
United mætti í heimsókn á Old
Trafford í Manchester.
Martial skoraði tvívegis í fyrri
hálfleik og bætti svo þriðja markinu
við á 74. mínútu en United stjórnaði
ferðinni frá A til Ö, allt frá fyrstu
mínútu.
Þetta var fyrsta þrennan sem
leikmaður United skorar í ensku úr-
valsdeildinni síðan 2013. Hollenski
framherjinn Robin van Persie gerði
það síðast í stjóratíð Sir Alex
Ferguson gegn Aston Villa á Old
Trafford.
Loksins vann Everton
Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á
varamannabekk Everton þegar liðið
heimsótti botnlið Norwich á Carrow
Road í Norwich.
Gylfi kom inn á sem varamaður í
hálfleik og tíu mínútum síðar skor-
aði Michael Keane sigurmark leiks-
ins eftir sendingu frá Lucas Digne.
Þetta var fyrsti sigurleikur Ever-
ton síðan 8. febrúar, en liðið vann þá
Crystal Palace 3:1 á Goodison Park.
Liverpool í
kjörstöðu
Getur orðið meistari í kvöld
AFP
Sigur Mohamed Salah, Roberto Firmino, Jordan Henderson og Fabinho
fagna einu markanna gegn Crystal Palace á Anfield í gærkvöld.