Morgunblaðið - 29.10.2020, Page 20

Morgunblaðið - 29.10.2020, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 BUXUR 30% STRETCH Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 8400 www.martex.is martex@martex.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrirtækið Qair Iceland ehf. hefur birt tillögu að matsáætlun fyrir upp- byggingu vindorkugarðs á Gríms- stöðum í Meðallandi í Skaftárhreppi. Vindmyllurnar verða 24 talsins og afl hverrar vindmyllu verður 5,6 megavött. Heildarafl vindorku- garðsins verður því um 135 MW. Er það svipað afl og frá Sultartanga- stöð, en uppsett afl hennar er 125 MW. Qair Iceland er nú þegar með tvö önnur verkefni á sviði vindorku í gangi á Íslandi. Annað er vindorku- garður á Sólheimum á Laxárdals- heiði en hitt er vindorkugarður á Hnotasteini á Melrakkasléttu. Unn- ið er að mati á umhverfisáhrifum fyrir bæði verkefnin. Qair hefur val- ið tvö ráðgjafarfyrirtæki til þess að vinna að mati á umhverfisáhrifum fyrir vindorkugarðinn á Gríms- stöðum, Mannvit hf. og alþjóðlega fyrirtækið Biotope. Svæðið sem horft er til er talið til- valið fyrir vindorkugarð þar sem um er að ræða flatlendi, fjarri fjöllum og vindasamt. Það er tiltölulega vel gróið en söndugt, á milli Kúðafljóts í vestri og Eldvatns í austri. Áin Höfðakvísl rennur um land Gríms- staða. Sunnan við svæðið er Meðal- landssandur. Allt að 200 metra háar myllur Fram kemur í drögum að mats- áætlun að vindmyllunum verður komið fyrir þannig að tekið verði til- lit til vindaðstæðna og annarra um- hverfisaðstæðna með það að mark- miði að lágmarka umhverfisáhrif. Koma þarf fyrir undirstöðum þar sem vindmyllurnar verða reistar, en gera má ráð fyrir að þær verði um 150-200 metrar á hæð miðað við spaða í hæstu stöðu. Landið Grímsstaðir er skilgreint sem mikilvægt fuglasvæði. Rat- sjármælingar á fuglum eru nú þegar í gangi á svæðinu. Vindafar á fyrirhuguðu fram- kvæmdasvæði á Grímsstöðum í Meðallandi hefur verið metið út frá nokkrum þáttum, t.d. gögnum frá Veðurstofu Íslands. „Í stuttu máli má segja að niðurstöður hermunar af vindgarðinum skilgreini mögu- lega orkuframleiðslu sem mjög góða, eða 8,7 m/s meðalvindhraða í 100 metra hæð,“ segir í drögunum. Til að staðfesta áætlaðan vind og/ eða fá áreiðanlegri upplýsingar um vindinn er hann mældur með lidar laser-mælitæki sem mælir vind í allt að 200 metra hæð. Gert er ráð fyrir að ítarlegri gögn um vindafar á framkvæmdasvæðinu liggi fyrir þegar kemur að gerð frummats- skýrslu. Þar verður m.a. fjallað um veðurfarslegar aðstæður og ísing- arhættu og hvort þörf verði á af- ísingarbúnaði. Í því samhengi verð- ur kannað hvert þol fyrirhugaðra vindmylla er gagnvart aftakaveðri sem og hvort hætta sé á ískasti frá vindmyllunum. Í frummatsskýrslu verður fjallað um fjarlægð vind- orkugarðs í ratsjár- og fjarskipta- möstur og hvort hætta sé á að þau valdi truflunum. Sérstakur kafli verður um náttúruvá þar sem fjallað verður um hvort á þessu svæði sé hætta á eldgosi, jarðskjálftum eða annarri tegund náttúruvár og hvort þessir þættir gætu sett verkefninu skorður. Vindmyllurnar verða tengdar saman með jarðstrengjum sem verða plægðir niður og staðsettir eins og kostur er í vegstæði til þess að lágmarka rask. Safnstöð raforku, þar sem spennan verður hækkuð, verður innan vindorkugarðsins. Hann verður tengdur úr safnstöð raforku við spennistöð Landsnets við Prestsbakka. Í beinni línu er vegalengdin um 30 kílómetrar en um 45 km ef núverandi vegum er fylgt. Ekki hefur verið ákveðið hvort teng- ingin verði með loftlínum eða sem jarðstrengur en líklegast er að hún verði sambland af hvoru tveggja. Ábendingar frá almenningi Drögin eru nú til almennrar kynn- ingar á netinu í tvær vikur á mann- vit.is. Öllum er frjálst að senda inn ábendingar og athugasemdir fyrir 16. nóvember nk. Gert er ráð fyrir að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun liggi fyrir í desember 2020. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafið við Búrfell Landsvirkjun hefur frá árinu 2013 rekið tvær vindmyllur í Búrfellslundi og er uppsett afl þeirra 1,9 MW. Áformað er að fjölga myllum. Ljósmynd/Mannvit Meðalland Fyrirhugað framkvæmdasvæði á Grímsstöðum. Ratsjármælingar á fuglum eru nú þegar hafnar. Áforma að reisa 24 vindmyllur  Vindorkugarður undirbúinn á Grímsstöðum í Meðallandi  Heildarafl garðsins verður 135 MW Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vegagerðin fer nú vandlega yfir nýja skýrslu um óháða úttekt á fram- kvæmd og nýtingu Landeyjahafnar. „Við erum mjög ánægð með að það skyldi vera farið af stað við að skoða Landeyjahöfn. Það er tæpt á mörgu í skýrslunni sem menn hafa haft í huga og gjarnan viljað skoða frek- ar,“ sagði Berg- þóra Þorkelsdótt- ir, forstjóri Vegagerðarinnar. Hún sagði að breytingar sem orðið hafa við Landeyjahöfn væru umhugsun- arefni. „Höfnin hefur breytt um hegðun, ef má orða það þannig. Hún safnar í sig minni sandi en hún gerði. Það er ef til vill of nýskeð til að hægt sé að draga af því ályktanir. En á yf- irstandandi ári hefur dýpkunarþörf, miðað við skilgreint dýpi í höfninni, verið miklu minni en áður. Auk þess þarf nýi Herjólfur minna dýpi en eldra skipið. Höfnin er því yfirleitt opin nema þegar veður hamlar.“ Bergþóra sagði að menn veltu því fyrir sér hvort breytingar á sand- burði í höfnina gætu tengst eldsum- brotunum í Eyjafjallajökli 2010. Einnig hvort þetta ástand yrði til framtíðar eða bara einhverjir dyntir í náttúrunni. Breytingin væri greini- lega mikil og dýpkunarþörfin nú að- eins um þriðjungur af því sem áður var, miðað við skilgreint dýpi. Bent er á það í skýrslunni að erfitt sjólag og ölduhæð komi stundum í veg fyrir siglingar í höfnina. Berg- þóra sagði að það hefði verið vitað að veður gæti hindrað siglingar í Land- eyjahöfn þótt dýpið væri nóg. Hún sagði að í skýrslunni væri varpað fram hugmyndum sem áhugavert væri að skoða, t.d. varðandi brim- varnargarð og fleira. „Okkar sérfræðingar eru á því að ýmislegt megi skoða og rannsaka betur þótt slíkar hugmyndir séu langt frá því að vera grunnur að áformum um framkvæmdir, enda meira hugmyndir að rannsóknum en nokkuð annað,“ sagði Bergþóra. „Það er áhugavert að skoða til fram- tíðar hvað er hægt að rannsaka bet- ur til þess að auka nýtingu Land- eyjahafnar.“ Sandburðurinn hefur minnkað  Skýrsla um Landeyjahöfn skoðuð Bergþóra Þorkelsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.