Morgunblaðið - 29.10.2020, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Skjótt skipast veður í lofti og í mars
voru komnar upp aðstæður sem
enginn hefði getað séð fyrir. Síðan
þá hafa fyrirtæki í veitingageir-
anum mörg hver róið lífróður en Jó-
hannes segir að það sé styrkur
Gleðipinna hversu fjölbreytta veit-
ingastaði fyrirtækið hefur og þegar
á móti blási sé lítið annað í boði en
að gefa vel í og reima á sig takka-
skóna.
Nú hafa Gleðipinnar opnað sinn
eigin banka þar sem gjaldmiðillinn
heitir gleðikrónur og er þeim ætlað
að efla andann og seðja hungur
landsmanna. „Þetta er í raun full-
komlega rökrétt ákvörðun. Við
ákváðum að það væri bráðsnjallt í
þessu ástandi að opna banka og gefa
út okkar eigin gjaldmiðil,“ segir Jó-
hannes brosandi og er greinilega
hæstánægður með framtakið.
„Þetta er Gleðibankinn – engir gulir
miðar og þú tekur bara út en leggur
ekkert inn.
Að öllu gríni slepptu þá höfum
lengi gælt við þá hugmynd að finna
leið til þess að viðskiptavinirnir
gætu valið á milli allra okkar staða
því styrkleikar okkar felast ekki síst
í því hvað fjölbreytnin er mikil. Við
vildum líka hafa þetta skemmtilegt í
leiðinni og það má segja að þetta sé
mjög falleg peningaútgáfa,“ segir
Jói og tekur fram að það sé engin
leið að ruglast á gleðikrónum og
hefðbundnum peningum.
Nú þegar séu gleðikrónurnar
komnar í töluverða dreifingu.
„Fyrirtæki hafa verið að nýta sér
þetta til að gleðja og hvetja starfs-
fólk sitt. Það hefur mikið mætt á
fólki, mikið rót og álag og það er
ánægjulegt að sjá hvað mörgum fyr-
irtækjum hefur verið umhugað um
að hlúa að starfsfólki sínu og verð-
launa það. Svo fer að bresta á með
jólagjafakaupum og ljóst að sam-
félagsleg ábyrgð er fyrirtækjum
hugleikin og því leitast þau við að
styrkja önnur fyrirtæki í greinum
sem eiga undir högg að sækja núna.
Mér finnst ótrúlega fallegt að sjá
hvernig erfiðleikar sem þessir kalla
fram það besta hjá fólki,“ segir Jó-
hannes sem almennt er talinn með
jákvæðari mönnum.
„Ég tamdi mér þá reglu að finna
mér eitthvað til að vera þakklátur
fyrir á hverjum morgni. Hugarfarið
skiptir svo gríðarlega miklu máli og
ég hef alveg þurft á því að halda eins
og sjálfsagt flestir,“ segir Jóhannes
og kveðst afar þakklátur fyrir teym-
ið í kringum sig. „Mér finnst magn-
að hvað fólk sýnir sínar bestu hliðar.
Það er svo auðvelt að detta í nei-
kvæðni og vonleysi en það er oft
þannig að þegar á móti blæs koma
bestu eiginleikar fólks í ljós og þá
sést hvað kjarninn í teyminu er
sterkur. Við erum sannarlega að
upplifa það hjá okkur og fyrir það er
ég gríðarlega þakklátur.“
Jói segir að veitingabransinn finni
sérstaklega mikið fyrir toppunum á
bylgjunum. Það sé þá sem reyni á út-
haldið en óvissan sé versti óvin-
urinn. „Við vonum að bóluefnið
komi sem fyrst þannig að lífið kom-
ist í eðlilegt horf. Við erum alveg til
í að fá nokkuð eðlileg jól og áramót.
Ég væri alveg til í kvitta upp á það
hér og nú,“ segir Jói og vonast – eins
og sjálfsagt flestir – eftir því að
bóluefni komi sem fyrst á markað
„og við getum siglt inn í næsta sum-
ar af dálitlum krafti. Það væri falleg
tímalína ef hún myndi standast“,
segir Jói að lokum og það er ekki
annað hægt en taka undir það.
Morgunblaðið/Eggert
Engir gúmmítékkar í Gleðibankanum Auðvelt er að ná sér í gjaldeyri í
Gleðibankanum en Jói segir best að óska eftir tilboði fyrir sinn hóp og því
verði svarað hratt og vel. Áhugasamir geta sent tölvupóst á gledikron-
ur@gledipinnar.is og eins er hægt að kynna sér nýja bankann og gjaldmið-
ilinn frekar á vefsíðunni, www.gledipinnar.is.
Ákváðu að opna
sinn eigin banka
Þegar American Style, Saffran, Hamborgara-
fabrikkan, Keiluhöllin, Shake&Pizza, Blackbox, Eld-
smiðjan, Aktu taktu og Pítan sameinuðust undir
nafni Gleðipinnar í vor varð til ein stærsta veit-
ingastaðakeðja landsins. Jóhannes Ásbjörnsson tók
sér sæti í brúnni og ekki var annars að vænta en
spennandi árs með nýjum og spennandi áskorunum.
"Svona kleinuhringi smakkaði ég
fyrst í uppáhaldsbakaríinu mínu hér á
Íslandi. Ég sver ég gat ekki hætt að
borða þá, þeir voru svo góðir. Þeir
eru enn þann dag í dag mitt helsta
uppáhaldsbakkelsi sem er fáanlegt á
Íslandi. Ég bjó til mína eigin útgáfu
af þeim og var heldur betur sátt.
Uppskriftina að vatnsdeiginu má
einnig nota á bolludaginn en þá slepp-
ir maður kanilnum og bakar deigið í
staðinn fyrir að djúpsteikja það."
12 kleinuhringir
150 ml mjólk
150 ml vatn
250 g smjör við stofuhita
10 g DanSukker-sykur
4 g salt
230 g Pillsbury-hveiti
3 g kanill
7 egg
ISIO-olía til steikingar
Kanilsykur til að velta kleinuhringj-
unum upp úr
Byrjið á því að skera bökunar-
pappír í ferninga.
Setjið mjólk, vatn, smjör, sykur
og salt í pott og hitið blönduna að
suðu.
Um leið og suðan kemur upp bæt-
ið þið hveitinu og kanilnum saman
við og ristið massann með því að
hræra vel og hratt allan tímann.
Massinn er tilbúinn þegar hann
Ljósmynd/Elenora Rós
Frábærar viðtökur Bókin BAKAÐ
með Elenoru Rós hefur fengið frá-
bærar viðtökur.
Þessir dásemdar vatnsdeigs-kanilkleinuhringir koma
úr smiðju Elenoru Rósar sem var að gefa út bókina
BAKAÐ með Elenoru Rós. Hér deilir Elenora uppskrift-
inni sem hún segir að sé í algjöru uppáhaldi hjá sér.
byrjar að losna frá hliðunum og er
kominn saman.
Þegar massinn er tilbúinn er
hann settur í hrærivélarskál og
hrærður hratt til að ná mestum
hita úr deiginu. Ástæðan fyrir því
að deigið er kælt niður áður en
eggin eru sett saman við er vegna
þess að annars eldast eggin. Gott
er að hafa deigið ylvolgt þegar
eggin fara saman við.
Þegar deigið hefur verið hrært í
smá tíma og er orðið volgt má
byrja að bæta einu eggi við í einu,
passið að hræra vel á milli og
skafa öðru hvoru niður hliðarnar.
Deigið er nú tilbúið og á að vera
silkimjúkt og renna fallega en ró-
lega niður.
Setjið deigið í sprautupoka og
sprautið hringi á pappírsfern-
ingana, sem þið klipptuð í byrjun.
Hitið olíuna í potti upp að
180°C. Þegar olían er orðin vel
heit er kleinuhringurinn settur of-
an í pottinn með pappírnum. Hann
mun losna frá um leið og hann
byrjar að steikjast og þá fjarlægið
þið pappírinn úr pottinum með
töng. Steikið kleinuhringinn þar
til hann er orðinn fallega brúnn
eða í um 30-60 sekúndur á hvorri
hlið.
Takið kleinuhringinn úr pott-
inum, leggið hann á eldhúspappír
og leyfið olíunni að renna af.
Á meðan kleinuhringirnir eru
enn þá volgir er þeim velt upp úr
kanilsykri og þá eru þeir tilbúnir.
Vatnsdeigskanilkleinuhringir
Hreinasta skemmtun Það er fátt skemmti-
legra en að dunda sér við bakstur heima.
ST.1 Hybrid Lite
Verð: 21.995.-
Vnr. E-83739401480
ST.1 Hybrid Lite
Verð: 19.995.-
Vnr. E-83725401001
ST.1 HYBRID
FALLEGIR OG LÉTTIR HERRASKÓR, MEÐ MJÚKUM SÓLA
ST.1 Hybrid
Verð: 27.995.-
Vnr. E-83642401001
ST.1 Hybrid
Verð: 27.995.-
Vnr. E-83642401053
S K Ó V E R S L U N
STEINAR WAAGE
KRINGLAN - SMÁRALIND