Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 100

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 100
99GUFUSKÁLAR Á SNÆFELLSNESI: FORNLEIFARANNSÓKN 2008-2015 Gufuskálajörðin Jörðin Gufuskálar er utarlega á norðanverðu Snæfellsnesi, rétt vestan við Hellissand. Þar má finna minjar frá ýmsum tímum sem bera vott um mikil umsvif á svæðinu allt frá 10. öld3 og fram til 21. aldar. Í Landnámu er þess getið að Ketill gufa Örlygsson hafi haft vetursetu á Gufuskálum4 en í skiptabréfi frá árinu 1465 er Gufuskála fyrst getið sem verstöðvar.5 Nú er ekki ljóst hvenær útgerð hófst á Gufuskálum. Ýmsar kenningar hafa verið um uppruna Gufuskálaheitisins og hefur Gufu- forskeytið t.d. verið rakið til saltmyndunar á klettum, öldulöðurs eða brimreyks eða að það gæti verið dregið af viðurnefni landnámsmannsins Ketils gufu.6 Skála- endingin er þá talin eiga við skýli eða búðir en í Landnámu koma skálar við sögu í merkingunni fiskiskálar eða verskálar. Þetta gæti því bent til þess að útgerð hafi hafist snemma á Gufuskálum og hugsanlega verið grundvöllur byggðar á staðnum. Þess má geta að á loftmynd af einum af bæjarhólunum má sjá skálalaga mannvirki fast norðvestan við hólinn en það hefur ekki verið rannsakað með uppgrefti. Á Gufuskálum var lengi tvíbýli. Kirkjan á Staðastað átti annan helminginn en Helgafellsklaustur hinn. Við siðaskipti tók konungur yfir hlut klaustursins en Staðarkirkja hélt áfram sínum.7 Þurrabúðir voru á báðum helmingum og hafa þær verið allt að átta á 18. öld.8 Lendingin á Gufuskálum var ein af fjórum helstu lendingum í hreppnum og var útræði þaðan mikið. Á 15. öld voru á Gufuskálum allt að 14 verbúðir og mátti hver hafa eitt skip.9 Lendingarnar þóttu hættulegar vegna brims10 og hefur það hugsanlega átt sinn þátt í að lendingar við Gufuskála lögðust af og Rif tók við, enda var þar betra skipalægi. Útróður leið undir lok á Gufuskálum snemma á 20. öld en árið 1912 drukknaði Sæmundur Guðmundsson, bóndi á Gufuskálum, ásamt áhöfn við Gufuskálavör. Eftirlifandi eiginkona hans, Elínborg Magnúsdóttir, bjó áfram á staðnum til ársins 1948 og komst þá jörðin í eigu ríkissjóðs.11 Árið 1959 var byggð þar lóran-fjarskiptastöð sem Póstur & sími rak fyrir bandarísku strandgæsluna og NATO en um 1950 3 Bjarni F. Einarsson 2000. 4 Íslendingabók. Landnámabók 1968, bls. 167. 5 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn [hér eftir D.I.] V, bls. 444-445. 6 Þórhallur Vilmundarson ritstj. 1980, bls. 94-98. 7 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 5. bindi, bls. 200. 8 Sama heimild, bls. 201-202. 9 D.I. V, bls. 444-445. 10 Kristinn Kristjánsson 1977, bls. 148. 11 Byggðir Snæfellsness 1977, bls. 375.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.