Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Síða 100
99GUFUSKÁLAR Á SNÆFELLSNESI: FORNLEIFARANNSÓKN 2008-2015
Gufuskálajörðin
Jörðin Gufuskálar er utarlega á norðanverðu Snæfellsnesi, rétt vestan við
Hellissand. Þar má finna minjar frá ýmsum tímum sem bera vott um mikil
umsvif á svæðinu allt frá 10. öld3 og fram til 21. aldar. Í Landnámu er
þess getið að Ketill gufa Örlygsson hafi haft vetursetu á Gufuskálum4 en í
skiptabréfi frá árinu 1465 er Gufuskála fyrst getið sem verstöðvar.5
Nú er ekki ljóst hvenær útgerð hófst á Gufuskálum. Ýmsar kenningar
hafa verið um uppruna Gufuskálaheitisins og hefur Gufu- forskeytið t.d.
verið rakið til saltmyndunar á klettum, öldulöðurs eða brimreyks eða að
það gæti verið dregið af viðurnefni landnámsmannsins Ketils gufu.6 Skála-
endingin er þá talin eiga við skýli eða búðir en í Landnámu koma skálar við
sögu í merkingunni fiskiskálar eða verskálar. Þetta gæti því bent til þess að
útgerð hafi hafist snemma á Gufuskálum og hugsanlega verið grundvöllur
byggðar á staðnum. Þess má geta að á loftmynd af einum af bæjarhólunum
má sjá skálalaga mannvirki fast norðvestan við hólinn en það hefur ekki
verið rannsakað með uppgrefti.
Á Gufuskálum var lengi tvíbýli. Kirkjan á Staðastað átti annan
helminginn en Helgafellsklaustur hinn. Við siðaskipti tók konungur yfir
hlut klaustursins en Staðarkirkja hélt áfram sínum.7 Þurrabúðir voru á
báðum helmingum og hafa þær verið allt að átta á 18. öld.8 Lendingin á
Gufuskálum var ein af fjórum helstu lendingum í hreppnum og var útræði
þaðan mikið. Á 15. öld voru á Gufuskálum allt að 14 verbúðir og mátti
hver hafa eitt skip.9 Lendingarnar þóttu hættulegar vegna brims10 og hefur
það hugsanlega átt sinn þátt í að lendingar við Gufuskála lögðust af og Rif
tók við, enda var þar betra skipalægi. Útróður leið undir lok á Gufuskálum
snemma á 20. öld en árið 1912 drukknaði Sæmundur Guðmundsson, bóndi
á Gufuskálum, ásamt áhöfn við Gufuskálavör. Eftirlifandi eiginkona hans,
Elínborg Magnúsdóttir, bjó áfram á staðnum til ársins 1948 og komst þá
jörðin í eigu ríkissjóðs.11 Árið 1959 var byggð þar lóran-fjarskiptastöð sem
Póstur & sími rak fyrir bandarísku strandgæsluna og NATO en um 1950
3 Bjarni F. Einarsson 2000.
4 Íslendingabók. Landnámabók 1968, bls. 167.
5 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn [hér eftir D.I.] V, bls. 444-445.
6 Þórhallur Vilmundarson ritstj. 1980, bls. 94-98.
7 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 5. bindi, bls. 200.
8 Sama heimild, bls. 201-202.
9 D.I. V, bls. 444-445.
10 Kristinn Kristjánsson 1977, bls. 148.
11 Byggðir Snæfellsness 1977, bls. 375.