Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Blaðsíða 155
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS154
helzt upphafstöfum nafns eigandans og optast með latínu letri, sömuleiðis
þeir hlutir, sem einhver á bænum á, eða fær að hafa einúngis handa sér,
svosem askur, spónn, orf, hrífa eða því um líkt. Stundum eru til marks
skornar stafamyndir í gotnesku frakturuletri, sem kallað er höfðaletur. Það
er opt skorið á smákistla, spæni, aska, lára, o.f l., sem tilheyrir kvennfólki,
helzt stúlkum eða úngum konum. Skýrsla um forngripasafn Íslands í
Reykjavík, sem nýlega er komin á prent frá hinu íslenzka bókmenntafélagi,
og eg læt hérmeð fylgja hefur ymsan vott um þesskonar fángamörk, og um
ymsar leturtegundir, sem hafa verið hafðar í eignarmörkum (yfirlit, bls.
147. 149. 151)99. Áhöld þau, sem heyra til skipa og veiðarfæra, eru almennt
merkt eigandanum. Sömuleiðis smíðatól og áhöld. Þó er ekki þetta svo
almennt, að ekki sé útaf því brugðið, heldur er það komið undir því hvernig
á stendur. Þar sem ekki eru margir saman, og ekki þarf að óttast að einn
taki frá öðrum, þar eru hlutirnir annaðhvort alls ekki merktir, eða einúngis
í stöku tilfellum. Þar sem margmenni er, þar eru aptur á móti f lestir hlutir
merktir. Þesskonar mark, sem vottar um eign einstaks manns á hlut eða
einræði yfir honum er kallað fangamark. Fángamörk á veiðarfærum hafa
haft á Íslandi mesta þýðing, þar sem þau standa á hvalaskutlum því skot í
hval helgaði skotmanni mikinn hlut í hvalnum, hvar sem hann rak á land,
ef skotmaður gat helgað sér skotið (Grág., Jónsb.)100 og helzt þessvegna var
hverjum þeim áríðanda, sem var hvalveiða maður, eða hvalskyti, að geta
helgað sér skot. Um þetta eru því settar reglur bæði í Grágás og Jónsbók,
og má rekja til þessa tíma. Í Grágás er gjört ráð fyrir mörkum á skotum
annaðhvort á tré eða á járni (Grág. Landlb. cap. 60)101 og skyldi maður sýna
þau að Lögbergi og lýsa þeim. Þetta eru kölluð þingborin skot. Í Jónsbók
er skipað að sýna mark á hvalskoti sex grönnum sínum, og síðan í lögréttu,
nema hann hafi keypt þingborið mark, eða honum það léð, gefið eða
goldið með vottum ( Jónsb. Rekab. c. 5).102 Þessu hefur ávallt verið fylgt,
og vottur þess er í alþíngisbókum sem til eru frá 1572 til 1800, og finnst
þar opt lýst hvalskeytum með mörkum á, og markið opt tilgreint. Það er
venjulegast nafn skotmannsins, optast með fullum stöfum. Á seinni tímum
láta skotmenn lýsa skeyti sínu og marki á héraðsþíngum í sýslunni eða í
næstu sýslum, og stundum láta þeir prenta auglýsíng um það í blöðum, því
nú fara engar þessháttar auglýsíngar fram á alþíngi.
99 Hér vísar Jón í Skýrslu um Forngripasafn Íslands í Reykjavík 1868.
100 Hér vísar Jón í Grágás: elzta lögbók Íslendinga [Hér eftir Grágás] 1952, og Lögbók Magnúsar konungs
lagabætis, handa Íslendingum, eður Jónsbók hin forna [Hér eftir Jónsbók] 1858.
101 Hér vísar Jón í Grágás 1852.
102 Hér vísar Jón í Lögbók Magnúsar konungs lagabætis, handa Íslendingum, eður Jónsbók hin forna 1858.