Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Qupperneq 206
205RITDÓMUR: MENNINGARARFUR Á ÍSLANDI
beinlínis fáránlegt. Það var engin nostalgía í þessu fólki – fyrir þeim var
fortíðin fjarlæg og furðuleg eins og geðveik amma á háaloftinu sem allir
skömmuðust sín fyrir. Best að láta sem hún væri ekki til.
Það er merkilegt að hugsa til þess að það geti hafa verið tímar þar sem
fólk lifði í þannig algeru jafnvægi við hefðir og siði að það upplifði ekkert
af því sem arf sem hefði gildi og þyrfti að hampa og varðveita, að það væri
engin sameiginleg reynsla sem skilgreindi það sem hóp, engin tákn eða
minni sem gæfu tilveru þess gildi. Í byrjun 19. aldar sátu Íslendingar ennþá
við og skrifuðu upp handrit og ortu rímur, og ennþá voru meira að segja
skrifaðar Íslendingasögur, en þetta var allt meira eins og af ódrepandi vana
en að það þætti einhver sérstakur þjóðarsómi.
Hin stórskemmtilega bók, Menningararfur á Íslandi – Greining og gagn rýni,
sem Valdimar Hafstein og Ólafur Rastrick ritstýrðu, fjallar ekkert um fyrri
hluta 19. aldar en hún dregur athyglina kirfilega að því að menningararfur
er af leiðing af breytingum, af rofi. Það er ekki fyrr en að breytingar verða
sem við skynjum að hlutirnir hafa gildi. Það var í raun offramboð af fortíð
í lífi Íslendinga í byrjun 19. aldar. Merkin um þá fortíð voru alls staðar
og alltumlykjandi og svo samofin samtímanum að hvergi sást í saumana.
Það sem maður ekki sér getur manni ekki þótt merkilegt. En um leið
og breytingar fara af stað, og jafnvel þótt þær liggi bara í loftinu, vakna
upp tilfinningar á borð við eftirvæntingu, kvíða, feginleika og eftirsjá.
Í breytingum felst að það sem var verður ekki lengur, að minnsta kosti
ekki eins. Þverstæðan sem margar af greinunum í þessari bók glíma við
er að við það að missa gildi sitt geta hlutir öðlast gildi. Það er útbreiddur
misskilningur – sem margir greinarhöfundar ráðast til atlögu gegn – að
með því að varðveita gamla hluti, hvort sem það eru hús eða föt eða
orðfæri eða matur, sé verið að viðhalda gildi þeirra. Það er ekki þannig.
Ef upp kemur sú þörf eða skoðun að nauðsynlegt sé að varðveita einhvern
hlut þá er það vísbending um að hann hafi glatað upphaf legu gildi sínu.
En um leið hefur hann, með því að vera skilgreindur sem menningararfur,
öðlast nýtt og öðruvísi gildi. Að hluta til er þetta spurning um framboð
og eftirspurn. Fágæti eitt og sér getur valdið því að hlutir eru skilgreindir
sem menningararfur, eitthvað sem eftirsóknarvert er að eiga og varðveita,
og í stigveldi menningararfs er fágæti einmitt ein mikilvægasta breytan.
Því fágætari og einstakari, þeim mun meiri ástæða til að varðveita. En
þetta er f lóknara mál. Í raun er fullt af hlutum sem úreldast, hverfa og
gleymast sem aldrei ná því að verða menningararfur. Það eru hlutir sem
fáum dettur í hug að sjá eftir. Það geta verið fyrirbæri eins og þrælahald