Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 2

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 2
Ég minnist þess þegar ég heyrði fyrst sagt um hjúkrunarfræðinga að þeir væru hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu hvað mér þótti það skemmtileg samlíking. Enda gegna þeir mikilvægu hlutverki á öllum stigum heilbriðisþjónustunnar, fylgja lands- mönnum frá vöggu til grafar og sinna þeim jafnt á þeirra bestu og verstu stundum lífsins. En það eru fleiri stéttir sem grípa til þessarar myndlíkingar. Öflug bókmenning er hryggjarstykki íslenskunnar, fjölskyldan er hjartað og hryggjarstykkið og Borgarlínunni hefur verið líkt við hryggjarstykki. En það er einnig karpað um hryggi og hryggjarstykki, og þá í bókstaflegri merkingu! En þegar slegið er upp orðinu hryggjarstykki í íslenskri nútímamálsorðabók Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum kemur eftirfarandi fram: Orðið er í vinnslu! En það karpar enginn um mikilvægi hryggjarins enda gegnir hann margþættu og mikilvægu hlutverki. Og samlíkingin við hlutverk hjúkrunarfræðinga sem hryggjar - stykki heilbrigðiskerfisins kemur berlega í ljós á efnistökum í þessu fyrsta tölublaði 2020. Efnisyfirlitið er þó ekki með 33 liði eins og hryggurinn, og efnistök snúa ekki öll að hryggjarliðunum, en þegar kemur að fjölbreyttum sviðum heilbrigðiskerfisins þá á samlíkingin sannarlega vel við, og ekki síst þegar kemur að umönnun á erfiðum tímum í lífi fólks — og allt til endaloka. Þrátt fyrir að dauðinn sé óhjákvæmilegur er svo margt sem gerist á lífsleiðinni. Og lífið er svo langt frá því að vera búið þegar kemur að starfslokum. Þá er lífið rétt að byrja! Eða það tekur nýja og óvænta stefnu. Björk guðjónsdóttir ákvað að setjast aftur á skólabekk eftir 36 ára starf sem hjúkrunarfæðingur á geðdeildum Land - spítalans. Eftir starfslok brunnu á henni spurningar eftir áratuga starfsævi og til að leitast við að svara þeim skráði hún sig í mannfræði. fróður vill fræðast meira á með sanni vel við hjá Björk, en hún lét ekki staðar numið þegar meistaranáminu lauk heldur hélt áfram námi og lauk doktorsprófi í faginu í fyrravetur, þá 78 ára gömul. Mitt í kjarabaráttunni og áralangri baráttu fyrir mannsæmandi vinnuálagi þurfa hjúkrunarfræðingar að hlúa að sjálfum sér og vara sig á að kulna ekki í vinnu eða örmagnast af þreytu. Það er því miður allt of oft raunin. „hjúkrunarfræðingar eru ofurhetjur. Þeir eru eins og englar í stríði,“ sagði Paolo Bianka í vikulegu viðtali á af- mælisárinu sem leið. En ofurhetjur þurfa einnig að hlúa að sér! Ástrós Sverrisdóttir, sem lauk nýlega diplómanámi í jákvæðri sálfræði, fjallar einmitt um mikilvægi þess í pistli sínum að auka vellíðan og hamingju því hamingjan er jafn mikilvæg og lík- amleg og andleg heilsa. Það er hvergi betra að hlúa að sér en úti í náttúrunni og augljóst af þeim ljós- myndum sem bárust í ljósmyndasamkeppnina að hjúkrunarfræðingar sækja í nátt- úruna til að endurheimta orkuna. forsíðumyndin, sem tekin er af rudolf adolfssyni, er einmitt úr fjörunni á ingjaldssandi. 2 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Helga Ólafs ritstjóri. Ritstjóraspjall Hryggir og hryggjarstykki TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Suðurlandsbraut 22, 108 reykjavík Sími 540 6405 netfang helga@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður helga Ólafs Fagritstjóri hrund Scheving Thorsteinsson Ritnefnd aðalbjörg Stefanía helgadóttir, alda Ásgeirsdóttir, anna Ólafía Sigurðardóttir, hafdís Skúladóttir, hrund Scheving Thorsteinsson, Margrét hrönn Svavarsdóttir, Sigurlaug anna Þorsteinsdóttir Blaðamaður Magnús hlynur hreiðarsson Forsíðu mynd rudolf adolfsson Ljósmyndir Þorkell Þorkelsson o.fl. Yfirlestur og próförk ragnar hauksson Auglýsingar Erna Sigmundsdóttir sími 821 2755 Hönnun og umbrot Egill Baldurs son ehf. Prentun Prenttækni ehf. Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu ritstjori@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræði- greina er að finna á vefsíðu tímaritsins. iSSn 2298-7053
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.