Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 6
alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WhO) ákvað að tileinka
hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum árið 2020 og vill vekja
athygli á mikilvægi þessara stétta innan heilbrigðisþjónust-
unnar. WhO telur að þessar stéttir séu um helmingur heildar -
fjölda heilbrigðisstarfsmanna í heiminum. Til að ná heims -
mark miðum Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030 telur stofnunin
jafnframt að þörf sé á 9 milljónum hjúkrunarfræðinga og
ljósmæðra til viðbótar í heiminum en öll aðildarríki hafa
skuldbundið sig til að innleiða markmiðin sautján, þar með
talið Ísland. alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur því hvatt
þjóðir heimsins til að fjárfesta betur í störfum hjúkrunarfræð-
inga og ljósmæðra, hámarka framlag þessara tveggja stétta og
tryggja þannig öllu fólki heilbrigðisþjónustu án tillits til efna-
hags þeirra.
Markmiðið að bæta stöðu
og ímynd hjúkrunar
Árið 2020 er einnig síðasta árið í þriggja ára átakinu Nursing
Now sem alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og alþjóðaráð hjúkr -
unarfræðinga (iCn) hafa staðið fyrir. Markmið átaksins hefur
verið að bæta stöðu og ímynd hjúkrunar á alþjóðavettvangi og
valdefla hjúkrunarfræðinga. Því var sett af stað svonefnd
Nightingale-áskorun í ár í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli
florence nightingale sem hefur þann tilgang að ná til hjúkr-
unarfræðinga og ljósmæðra yngri en 35 ára og styðja næstu
kynslóð í að verða leiðtogar í sínu fagi. Sjá nánar á vefslóðinni
https://www.nursingnow.org/nightingale/.
Markmiðið er að a.m.k. 20.000 hjúkrunarfræðingar og
ljósmæður um heim allan njóti góðs af átakinu og a.m.k. 1.000
vinnustaðir taki þátt í verkefninu. nú þegar hafa yfir 20.000
hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á 572 vinnustöðum í 66
löndum hafið þátttöku í verkefninu. nightingale-verkefninu
hefur verið hrint af stað hér á landi og hafa heilsugæsla höfuð -
borgarsvæðisins, Landspítali og Sjúkrahúsið á akureyri þegar
skráð sig til leiks. félagið fagnar því og verður áhugavert að
fylgjast með hvernig þessir vinnustaðir vilja kljást við verk-
efnið, sem og hvort fleiri vinnustaðir á Íslandi muni ekki skrá
sig til leiks.
Markmiðið er að vekja athygli á
störfum hjúkrunarfræðinga
og ljósmæðra
félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Ljósmæðrafélag Íslands
hófu af þessu tilefni samstarf í haust vegna ársins og vilja vekja
saman athygli á árinu 2020. fjölbreyttir viðburðir verða á árinu
2020 ásamt því að ýmislegt verður gert til að vekja athygli á
störfum beggja stétta. Til dæmis fór fyrsti sameiginlegi við -
burður félaganna fram 16. janúar síðastliðinn í hallgríms-
kirkju þar sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hleyptu árinu
2020 af stokkunum af krafti. Einnig verða gefin út hlaðvörp
um störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á árinu og fyrir-
hugað er sameiginlegt málþing stéttanna sem haldið verður
12. nóvember næstkomandi. félag íslenskra hjúkrunarfræð-
inga og Ljósmæðrafélag Íslands hvetja yfirvöld og félagsmenn
sína til að fjölmenna á viðburði ársins og nýta árið til fullnustu
með betri heilbrigðisþjónustu að leiðarljósi fyrir alla lands-
menn og undirstrika mikilvægi þessara heilbrigðisstétta.
6 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020
2020 ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra
Hera Björk Þórhallsdóttir og Björn Thoroddsen fluttu tónlist á viðburði
félaganna í Hallgrímskirkju.