Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 10
að hún ætti að hætta meðan hún væri enn það ung að hún gæti gert eitthvað skemmtilegt því hún sá sig ekki sitja heima og prjóna. „já, mér fannst ég ætti að láta gamlan draum rætast og kíkja í háskóla Íslands til að láta reyna á það hvernig væri að verða nemandi aftur. Ég vildi velja mér fag þar sem ég gæti svarað nokkrum spurningum sem ég sat uppi með eftir starf mitt á 32E og mannfræði varð fyrir val- inu. Mér hefur fundist hjúkrun og mannfræði eiga samleið, þetta eru hvoru tveggja fög sem fjalla um manninn, en mér fannst ég frekar geta svarað þeim spurningum sem ég vildi reyna að svara með því að fara í mannfræðina. Ein spurning lá mér sér- staklega á hjarta: „hvers vegna gengur konum svona erfiðlega að verða edrú?“ Mér fannst alltaf að konunum sem komu til mín upp á göngudeild gengi verr en körl- unum að ná edrúmennsku,“ segir Björk. námið hennar gekk framar vonum enda stóð hún sig frábærlega þó það hafi eðlilega tekið hana nokkurn tíma að aðlagast náminu. „Það var aldrei meiningin að verða doktor í mannfræði og heldur ekki að ljúka við Ma-námið, en mér gekk ágætlega í náminu og fannst gaman að vera í skól- anum og þess vegna kláraði ég hvort tveggja,“ segir hún og hlær. Forvitin um lífið og tilveruna Þegar Björk er spurð að því hvort hún hafi alltaf átt auðvelt með að læra segist hún ekki vera viss um það en að hún hafi alltaf verið forvitin um lífið og tilveruna. „Ég nota ekki neinar sérstakar lærdómsaðferðir því ég lít á nám sem hverja aðra vinnu sem byggist á seiglu en einnig áhuga fyrir að læra meira.“ Björk vill koma þessum skilaboðum til unga fólksins sem hefur ekki ákveðið hvað það vill læra. „hjúkrunarnámið er mjög gott veganesti út í lífið. námið býður upp á magnús hlynur hreiðarsson 10 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Björk var alltaf ákveðin í að læra hjúkrun og hefur aldrei séð eftir því. Eftir að hún lét af störfum fór hún í frekara nám í Háskóla Íslands.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.