Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 11
fjölbreyttan vettvang í atvinnulífinu og mörg tækifæri, ekki eingöngu hér á landi heldur einnig utanlands. Íslenskir hjúkr- unarfræðingar úr háskóla Íslands eru eftirsóttir starfsmenn um allan heim.“ hefðbundinn dagur hjá Björk hefst á því að hún fer út að ganga, hvernig sem viðrar. Það er líkamsræktin hennar, hugleiðslan og afslöppunin. hún segist eiga mörg áhugamál sem hún reynir að sinna eftir bestu getu, en sum hefur hún í bið stöðu þar til tækifæri býðst. Björk er að lokum spurð að því hvernig henni lítist á stöðuna á Íslandi nú þegar árið 2020 er gengið í garð? „Mér líst vel á stöðu Íslands í dag og samfélagið sem við búum í. Menntun hefur fleygt fram og við eigum margt framúrskar- andi gott fólk. konur standa jafnfætis körlum á svo mörgum sviðum, en ég man hvað ég var lengi að fella mig við kven- presta þegar þær komu fyrst í kirkjurnar. Líklega hef ég verið fordómafull eða fundist að sérstök störf væru kynbundin. Þá langar mig til að segja frá því að ég var einu sinni á ferðalagi á grænlandi og hópurinn sem ég var með, ásamt áhöfn flugvél- arinnar sem kom á staðinn til að ná í okkur, gengum saman niður í þorpið. Ég horfði á eina konuna í áhöfninni og fannst svo flott að flugfélagið væri búið að setja strípur á armboðing- inn á frökkum flugfreyjanna. Mér kom aldrei til hugar að þetta væri sjálfur flugstjórinn fyrr en ég sá hana ganga í kringum vélina eins og flugstjórar gera áður en farið er í loftið. að lokum vil ég koma því á framfæri að þörfin fyrir hjúkrun verður alltaf til staðar og auðvelt er að breyta um svið innan hjúkrunarinnar og það er stór kostur,“ segir hún. Viðtal: Magnús Hlynur Hreiðarsson lauk doktorsprófi í mannfræði 78 ára gömul tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 11 Blánemar voru nemendurnir kallaðir sem hófu nám í hjúkrunarfræði 1960 en þessi mynd var tekin á fyrstu dögum námsins. Björk er næst veggnum í röð þrjú neðan frá. Allir félagsmenn hafa rétt til setu á aðalfundi. Atkvæðisrétt hafa félagsmenn með fulla aðild og fagaðild sem skrá sig til þátttöku á fundinn fyrir 1. maí. Aðrir fundarmenn hafa þar ekki atkvæðisrétt. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar á vefsvæði félagsins www.hjukrun.is Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn Fulla aðild hefur hjúkrunarfræðingur sem sótt hefur um aðild að félaginu, greiðir félagsgjöld samkvæmt ákvörðun aðalfundar af launum sínum og atvinnuveitandi greiðir tilskilin gjöld í sjóði félagsins fyrir hans hönd. * Aðalfundur Fíh

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.