Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 13
ingsviðræður um að þau meti framlag starfandi hjúkr - unarfræðinga sem skyldi. Þurfum að mennta fleiri Í upphafi kjörtímabils var tekin sú ákvörðun að fara í átak til að fjölga kennurum. Búið var til sérstakt umbunarkerfi fyrir þá sem fara í kennaranám enda fyrirsjáanlegur skortur í þeirri stétt. Ég tel nauðsynlegt að við gerum eitthvað sambærilegt til að laða fleiri í hjúkrunarnámið. frá árinu 2007 hafa að meðal- tali 117 hjúkrunarfræðingar útskrifast árlega og hefur aðsókn í námið verið mikil og það er mjög ánægjulegt en betur má ef duga skal. Þeir skólar sem mennta hjúkrunarfræðinga hafa því miður þurft að beita fjöldatakmörkunum vegna ónógra fjár- veitinga til skólanna sem og vegna skorts á klínískum plássum á heilbrigðisstofnunum landsins. fjárveitingar í verkefnið hafa verið ónógar en það má bæta með pólitískum vilja því það er skoðun mín að með því að spara fjármuni á þessum stað aukum við útgjöld verulega í dýrustu rými heilbrigðiskerfisins. Þá er einnig verulega óhagkvæmt að láta fólk bíða misserum saman á biðlistum eftir nauðsynlegum aðgerðum. góðu árin okkar kosta ríkissjóð minna en þau tímabil í lífi okkar þar sem við þurfum á aðstoð heilbrigðisstarfsfólks að halda og því er þetta að mínu mati einfalt reikningsdæmi. Svartsýni og bölmóður fleytir okkur stutt Það er alls ekki ætlun mín í þessari grein á sjálfu ári hjúkrunar- fræðinga að vera svartsýn og vonlaus enda þokumst við ekkert áfram á því, en við verðum að vera raunsæ og vinna að lausn - um og það strax. hjúkrunarfræðingar eru ein af mikilvægustu stéttum landsins og þess vegna nefni ég þá súrefnið í heil- brigðiskerfinu. Við verðum að þora að horfa á staðreyndir máls sem eru að þrátt fyrir að fjármagn hafi verið aukið til heil- brigðiskerfisins þá er það ekki nóg. Landsmönnum hefur fjölgað um 25% frá aldamótum en landsmönnum í aldurs- flokknum 65 ára og eldri hefur á sama tíma fjölgað um 60% með tilheyrandi þjónustuþörf. Í kjölfar hruns var heilbrigðis- kerfið skorið niður um rúm 20% og það hefur ekki enn verið bætt þrátt fyrir fjölgun verkefna og fordæmalausa hagsæld sem þakka má meðal annars ferðamönnum og almennum dugnaði landsmanna. Við aukum fjármuni en því miður miðar okkur allt of hægt. heilbrigðisstefna hefur vissulega verið samþykkt en í dag eru nærri ellefu mánuðir frá því kjarasamningar við hjúkrunar- fræðinga voru lausir og ef marka má fregnir mjakast lítið í viðræðum. krafan um styttingu vinnuviku, um að tillit sé tekið til vaktavinnufólks og að menntun sé metin til launa er ófrá- víkjanleg og að mínu mati fullkomlega eðlileg. Við þurfum á ykkur öllum að halda og þurfum sömuleiðis nýliðun í stéttina. Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur áhrif á gæði þjónust- unnar og öryggi sjúklinga að ónefndu því álagi sem á hjúkr- unarfræðingum er en það aftur leiðir til veikinda, kulnunar og mistaka. Það er til alls að vinna og ég leyfi mér nánast að full- yrða að hjúkrunarfræðingar njóta stuðnings meirihluta lands- manna varðandi kjör sín og starfsaðstæður. hjúkrunarfræðingar eru súrefnið tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 13 Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur áhrif á gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga að ónefndu því álagi sem á hjúkrunarfræðingum er en það aftur leiðir til veikinda, kulnunar og mistaka. ÞYKKTUR NÆR AKLINGA FYRIR EINST MEÐ YKKURINGARDR KYNGINGARÖRÐUGLEIKA n OG ANILLU V JARÐARBERJA kkal prótei efjar1. stig 306 12 g tr 4 g
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.