Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 25
sónulegum vexti, temja okkur hugarfar sem leiðir til þroska frekar en festu, finna tilgang með lífinu, hlúa að jákvæðum til- finningum, upplifa jákvæð félagsleg tengsl, vera virk, setja okkur markmið og takast á við erfið verkefni. að gera góðverk, t.d. vera í sjálfboðavinnu fyrir aðra, eykur eigin vellíðan. Andstaðan við að blómstra er að fölna jákvæð inngrip. Með vísindalegum aðferðum hefur verið sýnt fram á að ýmsar æfingar, svokölluð jákvæð inngrip, auka vel - líðan og hamingju. Þátttakendur stunduðu hverja æfingu viku í senn. Áhrifin geta varað allt að 6 mánuði (hækkun á ham- ingjukvarða og þunglyndiseinkenni minnkuðu marktækt). Dæmi um jákvæð inngrip eru að skrifa þakklætisbréf (til ein- hvers sem maður hefur ekki áður þakkað fyrir), þrír góðir hlutir, t.d. að skrifa hjá sér á hverju kvöldi í eina viku um þrjá góða hluti sem gerðust þann daginn (hvað olli þeim? hvert var þitt framlag?), stunda núvitund, greina sterku hliðarnar og prófa að nota eina þeirra á nýjan hátt. rannsóknir í jákvæðri sálfræði lúta m.a. að hvernig megi auka vellíðan, þ.e.a.s. fleiri í samfélaginu nái að blómstra og færri að fölna. Einstaklingur sem nær að blómstra hefur áhuga fyrir lífinu, nýtur sín, er virkur og á í jákvæðum samskiptum. andstæðan við að blómstra er að fölna. Slíkur einstaklingur nær ekki að njóta sín, finnur sig ekki, ákveðið tómarúm er til staðar og stöðnun. Þá er aukin hætta á að finna fyrir depurð og einkennum kvíða. Ef geðheilsan er sett á kvarða væri blómstr - un jákvæði endinn. Einkenni algengra geðtruflana, s.s. þung - lyndis og kvíða, væri á hinum enda geðheilsukvarðans, þar á eftir kæmi fölnandi hlutinn, svo almenn andleg líðan (þar sem flestir eru). Blómstrun væri því jákvæði endinn. Takist okkur að fjölga jákvæðu tilfinningunum á kostnað þeirra neikvæðu eru meiri líkur á að færast frá fölnandi ástandi yfir í blómstrandi. gefum jákvæðu tilfinningunum meira rými en þeim neikvæðu. hugarfar okkar skiptir máli. hvernig við tölum, hvað við lesum, hvað við hugsum. Við getum sjálf haft áhrif. „10 hamingjulyklar“, sem Vanessa king hefur sett saman, er góð samantekt á aðferðum til að auka hamingjuna. Vanessa king er sérfræðingur á sviði jákvæðrar sálfræði. Samantektin er byggð á gagnreyndri þekkingu. Á vefslóðinni actionfor- happiness.org eru m.a. upplýsingar um hamingjulyklana. félagslegi þátturinn er veigamikill þáttur í hamingju og vellíðan. Ég er þakklát að hitta reglulega javasystur mínar, eða hjúkkuklúbbinn minn, leshringinn minn, göngufélagana svo ekki sé minnst á að eiga góðar og innihaldsríkar stundir með fjölskyldunni. Þessir hlutir skipta miklu máli. góður vinnu- félagi er í þessu samhengi gulls ígildi. Hamingjan er jafn mikilvæg og heilsan Það er jafnmikilvægt að hlúa að hamingju og vellíðan eins og heilsunni. jákvæðar tilfinningar hafa góð áhrif á heilsuna. Þær styrkja ónæmiskerfið. Þá hefur verið sýnt fram á að jákvæðar tilfinningar hafi áhrif á hjarta- og æðakerfið með því að draga úr streitu. hamingjusamt fólk virðist hafa tilheigingu til að lifa heilsusamlegra lífi en hinir, eiga fleiri vini, ásamt jákvæðari og meira nærandi samskiptum. að lokum. höldum áfram að hugsa vel um heilsuna. hreyfum okkur daglega, fylgjumst með blóðþrýstingnum, förum reglulega í krabbameinsskoðun, ristil - speglun eftir fimmtugt, svo dæmi séu tekin. hugsum líka marg - visst um hamingju og vellíðan okkar. Ef hamingjan mín er röndótt mær ætla ég að hlúa að henni með aðferðum jákvæðrar sálfræði í þeirri von að skærgulu röndunum fjölgi og dökkbrúnu og svörtu röndunum fækki. Heimildir action for happiness (2016). 10 keys to happier Living. Sótt 23. febrúar 2019 á https://www.actionforhappiness.org/10-keys-to-happier-living. gable, S. L., og haidt, j. (2005). What (and why) is positive psychology? re- view of general Psychology, 9(2), 103–110, https://doi.org/10.1037/1089- 2680.9.2.103. hefferon, k., og Boniwell, i. (2011). Positive Psychology: Theory, research and applications. Bretlandi: Mcgraw-hill Education. huppert, f. a. (2009). Psychological well-being: Evidence regarding its causes and consequences. Health and Well-Being , 1(2), 137–164, https://doi.org/ 10.1111/j.1758-0854.2009.01008.x. huppert, f. a., Baylis, n., og keverne, B. (ritstj.) (2005). The science of well- being. Oxford: Oxford university Press. king, V. (2016). 10 keys to happier living. London: headline Publishing group. Peterson, C. (2006). a primer in positive psychology. new York: Oxford uni- versity Press. ryff, C. D. (1989). happiness is everything, or is it? Explorations on the meaning of psychological well-being. Journal of Personality and Social Psychology, 57(6), 1069–1081. Seligman, M. (2011). flourish. new York: free Press. Seligman, M. (2002). authentic happiness. London: nicholas Brealey Pub- lishing. Seligman, M. E. P., Steen, T. a., Park, n., og Peterson, C. (2005). Positive psychology progress: Empirical validation of interventions. The American Psychologist, 60(5), 410–421, https://doi.org/ 10.1037/0003-066X.60.5.410. Sheldon, k. M., og king, L. (2001). Why positive psychology is necessary. American Psychologist, 56(3), 216–217. röndótta mær tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 25 „Gefum jákvæðu tilfinningunum meira rými en þeim neikvæðu. Hugarfar okkar skiptir máli. Hvernig við tölum, hvað við lesum, hvað við hugsum. Við getum sjálf haft áhrif.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.