Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 27
skemmtilegast? að hitta frábært fólk og hlæja, ferðast og dansa eins og enginn sé að horfa. Hvaða eiginleika metur þú mest í fari vina? Einlægni. Eftirlætiskvik- myndin? The Lion king. Markmið í lífinu? Ég ætla að hlaupa hálfmaraþon innan tveggja ára. Eftirminnilegasti sjúklingurinn? Staldra lengst við þessa spurningu því ég á erfitt með að nefna einhvern einn sjúkling. Ég hugsa stundum til þess þegar ég vann á Landakoti sumarið áður en ég byrjaði í hjúkrunarfræði en þetta voru mín fyrstu kynni af hjúkrun og sótti ég um starfið til að fá staðfestingu á að þetta væri námið fyrir mig. Margir einstaklingar sem þar lágu eru mér í fersku minni. Óborg- anlegt að fá að kynnast eldra fólki svona vel og ætli þau hafi ekki kennt mér svolítið á lífið og tilveruna. Hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Á erfitt með að sjá mig í einhverju öðru en hjúkrun en finnst líklegast að ég myndi prófa kennarann, hef alltaf haft gaman af því að kenna öðrum. Eitthvað að lokum … Takk fyrir mig og gleðilegt ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra! Tugi ára í golfi og enn ekki hola í höggi! — Auður Elísabet Jóhannsdóttir Fullkomin hamingja er … bíddu … er hún til? Hvað hræðist þú mest? hamfara - hlýnun … flott orð. jú, er orðin ansi hrædd um að fara ekki holu í höggi þrátt fyrir tugi ára í golfi. Ég bara bíð og bíð og bíðððð. Fyrirmyndin? Margar fyrirmyndir, ég hef alltaf heillast mikið af Oprah Winfrey og faðir minn hefur verið fyrirmynd í að sjá það góða í hverri manneskju og vera létt í lund. Eftirlætismáltækið? „Það er alltaf bongó blíða á Sigló“ … Maður verður heilaþveginn þegar maður á föður sem er for- fallinn Siglfirðingur, „lókal djók“ á milli okkar í stórfjölskyldunni. Hver er þinn helsti kostur? já, nú vandast málið … kannski næmni, samningamaður, hæfilega kærulaus í sumu en mjög nákvæm í öðru. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung? Langaði mikið að vera dansari þegar var ung … en foreldrar mínir hefðu aldrei haft efni á að senda mig í samkvæmisdansa, fékk að fara í dansskóla heiðars Ástvalds (af því hann var Siglfirðingur, sko) en í forgangi voru skíði (faðir minn var og er tvöfaldur Ólympíu fari á skíðum, skíðakennari og -þjálfari). Eftirlætismaturinn? úuu, það er sko gaman að gefa mér að borða, elska fisk, síður kjöt en borða allt. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? undirförli og lygi. Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? koma þremur frambærilegum einstaklingum á legg, langlíft hjónaband og að hafa kynnst mörgum dýrmætum vinum á lífsleiðinni. Eftirminnilegasta ferðalagið? Þau eru mörg, nýjasta er stórafmælisferð; sigling þarsíðustu jól og ára- mót, fyrsta skipti sem ég fer í siglingu (ekkert golf eða skíði) og það var dá semd. Einnig fararstjóraferð með millistykkinu mínu (hk-fótbolti) í gothia cup, frábær hópur, úrslitakeppni og læti. Ógleymanlegt. Ofmetnasta dyggðin? Við erum svo duglegar, algjörlega ómissandi. Hver er þinn helsti löstur? Er stundum óþolinmóð, við vissar aðstæður. Hverjum dáist þú mest að? fólki sem fylgir hjarta sínu og lætur ekkert stoppa sig. Eftirlætishöfundurinn? Er alæta á bækur. hef lesið mjög mikið gegnum tíðina en það eru tveir höfundar sem ég les alltaf um jól og það er ragnar jónasson (Siglfirðingur!) og Yrsa Sigurðardóttir. Ofnotaðasta orðið eða orðatil- tækið? já, ok. Mesta eftirsjáin? Þýðir ekkert að horfa í baksýnisspegilinn þó maður geri það ósjálfrátt einstaka sinnum. Það er hægt að dvelja við sorgina, missi, en langar ekki að vera á þeim stað, frekar horfa fram á við, það er svo margt að vera þakklát fyrir. Eftirlætisleikfangið? golfsettið — hvað annað! Stóra ástin í lífinu? Þegar ég fékk frumburðinn í hendurnar, heilbrigt barn. Þvílík guðsgjöf að fá þann heiður að verða móðir en það tókst í fjórðu tilraun. Móðurást er ótrúlegt afl og alveg eins með hin tvö. Þakklæti efst í huga að fá þetta hlutverk að vera móðir og vonandi amma. Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? Ohh, hvað væri gaman að hafa bara brot af hæfileikum ara Eldjárns, hvernig hann hefur einstaka hæfileika að koma frá sér skemmtiefni. Þitt helsta afrek? fjórar fæðingar, miserfiðar. Menntun mín, öll verðlaun sem maður hefur fengið í gegnum árin: skíði, dans, fyrirsætukeppni, golf setið fyrir svörum … tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 27 Auður Elísabet Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabba- meinsfélaginu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.