Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 28
og mjög sæt síðustu verðlaunin þegar við urðum Íslandsmeistarar í sveitakeppni í
a-liði gr í golfi 2019. Eftirlætisdýrið? kókos, kisulingurinn okkar. Hvar vildir þú
helst búa? Þar sem ég bý. Hvað er skemmtilegast? að dansa (zumba, salsa), syngja,
hlæja og ferðast með fjölskyldu og góðum vinum. Hvaða eiginleika metur þú mest
í fari vina? Ég dregst ósjálfrátt af fólki í ljónsmerkinu (er sjálf ljón, arrrgg ) það er
eitthvað … glaðlyndi, húmor. Eftirlætiskvikmyndin? Elska ævintýramyndir, vil horfa
á bíó til að létta mér lundina. Síðasta myndin sem heillaði mig algjörlega er avatar.
Margar góðar myndir, erfitt að velja. Markmið í lífinu? Vil frekar eyða peningum í
minningar en hluti. Sátt og tileinka sér meiri þakklæti … hafa gaman! Eftir -
minnilegasti sjúklingurinn? Það eru tvær konur sem dóu með ca. viku millibili,
báðar fallegar ungar konur með ung börn og á álíka aldri og ég. „Lífið er núna!“
Hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? held ég hafi valið rétt
en það hefði nú verið gaman vera danskennari í nokkur ár. Mér fannst kvikmynda-
og auglýsingagerð mjög spennandi á sínum tíma þegar maður fékk að taka þátt í
nokkrum auglýsingum. Eitthvað að lokum. Tölum ekki niður hjúkrunarstarfið á
samfélagsmiðlum, verum stolt og stöndum saman.
Allt er fertugum fært!
— Jóhann Marinósson
Fullkomin hamingja er … að vera hraustur og eiga góða fjölskyldu. Hvað hræðist
þú mest? Snáka. Fyrirmyndin? Engin sérstök. Eftirlætismáltækið? allt er fertugum
fært. Hver er þinn helsti kostur? Erfitt að segja. aðrir meta það. Hvað vildirðu verða
þegar þú varst ungur? Bóndi. Var mikið í sveit og líkaði vel lífið í sveitinni sem er
mjög fjölbreytt. Eftirlætismaturinn? Borða allt. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola
í fari annarra? hroka. Hverju ertu stoltastur af að hafa áorkað? Mest krökkunum
mínum. Öllum gengið vel. Eftirminnilegasta ferðalagið? ferðast víða seinni ár. kína
og indland voru mikil upplifun. Ofmetnasta dyggðin? Dugnaður. Hver er þinn
helsti löstur? Stundum leti! Hverjum dáist þú mest að? Engum sérstökum. Eftir-
lætishöfundurinn? Yrsa. Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? Þau eru mörg. Mesta
eftirsjáin? Engin. Eftirlætisleikfangið? Á fá leikföng. Stóra ástin í lífinu? konan
mín. Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? Tala fleiri tungumál og vera betri á tölvu.
Þitt helsta afrek? að starfa sem hjúkrunarfræðingur í 48 ár. Eftirlætisdýrið? kisa.
Hvar vildir þú helst búa? Í Suður-Þýskalandi. Hvað er skemmtilegast? ferðast og
kynnast nýju fólki. Hvaða eiginleika metur þú mest í fari vina? Tryggð. hef átt sömu
vinina í áratugi, t.d. hollið mitt. Eftirlætiskvikmyndin? Evita Peron. Skemmtileg
mynd og falleg tónlist. Markmið í lífinu? Eiga góð ár fram undan og halda heilsu.
Eftirminnilegasti sjúklingurinn? ungur rússi sem ég hjúkraði í 2 mánuði á gjör-
gæsludeild í Þórshöfn í færeyjum fyrir 10 árum. hann var mikill brunasjúklingur
og við gátum ekki talað saman en tengdumst vel án þess að geta talað saman. Ári
eftir að hann fór heim kom bréf frá honum á deildina þar sem þakkaði fyrir hjúkr-
unina og lífið. hlýjaði mér aðeins að heyra það. hugsa stundum til hans. Hvaða
starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Bóndi.
setið fyrir svörum …
28 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020
Jóhann Marinósson, hjúkrunarfræð-
ingur á innkaupadeild Landspítala.