Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 30
Læknanir koma eins og sviptivindar, í augum sjúklingsins, fara yfir athuganir hjúkr- unarfræðingsins og hverfa síðan aftur. En hjúkrunarfræðingurinn er sá sem hlúir að mér, skilur áhyggjur mínar, útskýrir það sem útskýra þarf og oft meira til, og er til staðar fyrir sjúklinginn — oftast með hlýju og athugulu viðmóti sem róar og græðir. Ég hafði aldrei almennilega hugsað út í þetta fyrr en þessi kunningjakona mín sagði þetta. Þegar ég hugsa út í það, þá hef ég svo oft tekið hjúkrunarfræðing í misgripum fyrir lækni og jafnvel sagt: já, hinn læknirinn sagði … — og verið leiðrétt: nei, það var hjúkrunarfræðingur. Hjúkrandi kona Þegar Birgitta haukdal gaf út barnabók, fyrir ekki svo löngu síðan, þar sem ein sögu- hetjan var kölluð hjúkrunarkona varð það, jafnt sem fleira í birtingamynd hjúkrunar - fræðingsins í bókinni, efni í áhugaverða umræðu. Orðið hjúkrunarkona, jafnt sem myndbirting og hlutverk hjúkrunarfræðingsins í verkinu, þóttu gefa villandi mynd af starfinu, jafnvel niðrandi. Vissulega var þessi birtingarmynd gamaldags og ekki í takti við raunveruleikann, reyndar minnir mig að bókin hafi verið uppfærð og endurprentuð. En um leið má segja að umræðan um verkið hafi orðið svo kröftug að á endanum hafi bókin leitt til góðs, þar sem um - ræðan skerpti meðvitund almennings um starfið og það hvernig innræting fyrri tíðaranda getur ruglað skilning okkar á eðli þess. umræðan fékk mig að minnsta kosti til að hugsa um hvort orðið hjúkrunarkona og hughrifin sem fylgdu því hér á árum áður hafi litað skilning minn á starfinu meira en ég gerði mér grein fyrir. af hverju hafði ég stundum haldið að hjúkrunarfræðingar væru læknar? Rótgrónar ímyndir getur verið að í gegnum tíðina hafi eitthvað blundað í mér sem fékk mig til að álykta að manneskjan sem hlúði að mér eða barninu mínu hlyti að vera læknir fyrst hún byggi yfir allri þessari þekkingu og getu til greininga — og það þrátt fyrir að ég ætti og teldi mig vita betur. já, fyrst hún var ekki í stuttum kjólgopa? kannski er ástæðan sú að í skynjun minni blundar staðalímynd hjúkrandi konu eins og hún hefur svo oft birst mér í bókum og kvikmyndum síðan ég var ómálga. Þegar ég hugsa um orðið hjúkrunarkona kemur strax upp í hugann mynd af skoplegri hjúkrunarkonu með stór brjóst í þröngum kjól. Þetta er eins konar skopmynd sem birtist stöðugt í fjölbreyttri en samt svo keim- líkri mynd í bókum, bíómyndum og á myndum. Í fljótu bragði man ég eftir hjúkrunar - 30 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Hugmynd um brjóstgóðar konur Auður Jónsdóttir Auður Jónsdóttir. Ég þekki konu sem er hjúkrunarfræðingur og í fjölskyldu með þó nokkrum læknum. Eitt sinn spurði ég hana hvort hún hefði aldrei spáð í að verða læknir. Hún svaraði: Nei, því ég vil vera í nálægð við manneskjuna. Þess vegna er ég hjúkrunarfræðingur. Þessi orð hennar fengu mig til að átta mig á að þegar ég hef dvalið á spítala, ýmist sjálf, með son minn eða fyrrverandi maka, þá hef ég aðallega átt í samskiptum við hjúkrunarfræðinga, oft í þeirri trú að þeir væru læknar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.