Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 31
konu í Áfram-myndunum, vinsælum enskum gamanmyndum sem tröllriðu myndbandaleigunum þegar ég var barn. En þessi hughrif, sem brjótast fram þegar ég heyri orðið, framleiða hratt óljósar minningar um svo margar hjúkrunar- konur í miðlum og myndum; yfirleitt tvenns konar, annað - hvort stórgerðar og skapvondar eða með útstæð, dúnmjúk brjóst í stuttum kjól og með eins konar kappa á höfðinu. Þannig hafa hjúkrunarfræðingar svo oft verið fram settir í menningu okkar. Ýmist strangar eða sexí, skapaðar úr klénum hugmyndum um konur. Og af því að innræting æskunnar getur lúrt svo djúpt innra með okkur, þá er í raun og veru skiljanlegt að hún kraumi enn þá í samfélaginu, þó að við vitum betur. Ást á orði Meðvitund er eitt, rótgrónar ímyndir annað. Ímyndir eiga til að rista svo djúpt, dýpra en við gerum okkur grein fyrir, sama þótt við kærum okkur ekki um þær og þykjumst vita betur. En! Svo er það hin hliðin. Ég viðraði þessar vangaveltur við vinkonu mína, sem er gamalreyndur blaðamaður, og þá minnt ist hún þess að hafa eitt sinn tekið viðtal við eldri hjúkr- unarfræðing sem hefði beðið hana um að skrifa frekar hjúkr- unarkona en hjúkrunarfræðingur. Og ég gerði það! sagði vinkona mín. Því henni þótti svo vænt um orðið. Það bjó í minni viðmælandans, orðið sem fangaði minningar hennar og ást til starfsins sem hún hafði lengi gegnt. já, veruleikinn er flókinn. Og sjaldnast á einn veg. Orðið hjúkrunarkona er samgróið minni okkar, bæði á óæskilegan hátt en líka góðan. góðan — því við eigum svo mörg góða minningu um manneskju að hlúa að okkur, einhver tímann, þegar við kölluðum hana hjúkrunarkonu. En tungumálið er lifandi. Veruleikinn umbreytist og um leið tungumálið. Til að tungumálið nái að fanga veruleika okkar sem best þurfum við að endurnýja það og skipta út orðum fyrir önnur betri. Þannig hjúkrum við tungumálinu og áhrifamáttur þess verður sá að veruleikinn verður betri um leið. — heilbrigðari. hugmynd um brjóstgóðar konur tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 31 En tungumálið er lifandi. Veruleikinn umbreyt- ist og um leið tungumálið. Til að tungumálið nái að fanga veruleika okkar sem best þurfum við að endurnýja það og skipta út orðum fyrir önnur betri. Mi llimál uerní f ar TEINEFNIS& AMÍNVÍTTEINPRÓORKA . ÚTENSGL ÁN ÓSALAKT ÁN

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.