Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 32
Þegar ég útskrifaðist úr hjúkrun fyrir 25 árum var frekar sjald- gæft að á Landspítala legðust inn erlendir sjúklingar. Íslenskt samfélag hefur hins vegar breyst á mjög skömmum tíma úr einsleitu samfélagi í fjölþjóðlegt og við það breytist auðvitað sjúklingahópurinn sem við sinnum. Í dag eru um það bil 20% af sjúklingum á Landspítala af erlendum uppruna. Í þeirra hópi eru fyrstu kynslóðar innflytjendur, erlent vinnuafl, ferðamenn, kvótaflóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd. Bágborin heilbrigðisþjónustu í stríðshrjáðumlöndum umsækjendur um alþjóðlega vernd koma margir frá átaka - svæðum þar sem heilbrigðisþjónusta er í molum vegna stríðs - átaka. Á átakasvæðum er áhersla í heilbrigðisþjónustu á bráða - þjónustu á kostnað annarrar meðferðar. aðgengi að heil - brigðis þjónustu er því verulega skert og þess vegna greinast undirliggjandi heilsufarsvandamál oft ekki eða versna þegar lagt er á flótta. Í könnun sem alþjóðamálastofnun háskóla Íslands gerði árið 2017 meðal flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd töldu aðeins 36% þeirra sem svöruðu að þeir væru við góða heilsu. Það er lítið hlutfall, sérstaklega þegar litið er til þess að flestir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi eru ungir karlmenn. En jafnvel þó að einstaklingur sé við ágæta heilsu við komuna til landsins getur hún versnað hratt og það eru vísbendingar um að heilsu fari hrakandi strax frá upphafi búsetu í nýju landi, bæði líkamlegri og andlegri. Ástæður þessa eru meðal annars skertur aðgangur að heilbrigðiskerfinu vegna tungumálaerfiðleika, fjárhags og menningarlegra þátta og stöðu einstaklingsins í samfélaginu, en það er töluverður mun ur á rétti til heilbrigðisþjónustu eftir hópum og þar standa umsækj- endur um alþjóðlega vernd verulega höllum fæti. Það leikur ekki nokkur vafi á því að umsækjendur um alþjóð - lega vernd eru meðal viðkvæmustu einstaklinga sem sækja heil- brigðisþjónustu á Landspítala enda hópur með mjög flóknar heilsufarslegar og félagslegar þarfir. Oft þurfa þessir einstaklingar að takast á við áföll og missi og ofan á bætist óvissa um fram - tíðina. innan þessa hóps eru svo enn viðkvæmari hópar, eins og fólk með geðröskun, fylgdarlaus börn, konur sem eru einar á ferð eða barnshafandi konur. Sem dæmi má nefna að bresk rannsókn sýnir að konur í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd eru sjö 32 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Heilsa á flótta Áslaug Arnoldsdóttir Talið er að rúmlega 70 milljón manns séu á flótta í heiminum í dag. Flestir eru að flýja átök og sumir koma alla leið til Íslands. Árið 1956 fullgiltu íslensk stjórnvöld flóttamannasamning Sam- einuðu þjóðanna. Samkvæmt samningnum hafa Íslendingar skyldum að gegna gagnvart fólki á flótta, þar á meðal að veita heilbrigðisþjónustu. Í lögum um réttindi sjúklinga segir að veita skuli öllum bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni óháð þjóðerni, kynþætti og trú svo eitthvað sé nefnt. Áslaug Arnoldsdóttir. Ljósm./landspítali/Þorkell.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.