Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 36
Lög á Íslandi heimila hvorki líknardráp né dánaraðstoð, en hver og einn hefur ákveðin lagaleg réttindi sem heimila honum að hafna meðferð sem lengir líf hans ef hann er dauðvona og veita honum rétt til þess að fá að deyja með reisn. Siðferðilegt gildi þess að sinna líknardrápi eða veita dánaraðstoð út frá sjálfræði sjúklingsins, hlutverki heil- brigðisstarfsfólks og virð ingu fyrir lífinu er enn á umræðustigi hér á landi og er mál- efnið umdeilt. 36 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Hver er réttur okkar til að ráða eigin lífslokum? Hjúkrunarfræðingarnir Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir, Hanna María Alfreðsdóttir, Rakel Guð - mundsdóttir og Þórhildur Guðbjörg Hjaltadóttir réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar þær unnu lokaverkefnið sitt til BS-prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri síðasta vetur. Þær ákváðu að gera verkefni í formi rannsóknaráætlunar sem bar titilinn Réttur til að ráða eigin lífslokum; viðhorf til lögleiðingar líknardráps1 og dánaraðstoðar2 á Íslandi. Stoltir hjúkrunarfræðingar með lokaverk- efnið sitt frá Háskólanum á Akureyri. Frá vinstri: Hanna, Þórhildur, Rakel og Guðfinna. 1 Líknardráp (e. euthanasia): Það að gefa einstaklingi lyf sem bindur enda á líf hans að einlægri ósk hans og með upplýstu samþykki. 2 Dánaraðstoð (e. assisted death): Það að útvega einstaklingi lyf sem hann hefur verið upplýstur um hvernig hann geti notað til þess að binda enda á líf sitt.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.