Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 37
Dauðinn sem viðfangsefni Titill lokaverkefnisins er bæði spennandi og áhugaverður — eitthvað sem marga þyrstir eflaust að fá að vita meira um, dauð - inn og allt það sem honum viðkemur. En af hverju ákváðu þær að velja þetta viðfangsefni sem lokaverkefni? Þær guðfinna Ýr, hanna María, rakel og Þórhildur guð - björg höfðu fyrir löngu ákveðið að vinna lokaverkefnið saman en þegar kom að því að ákveða hvaða efni skyldi taka fyrir kom á daginn að áhugasvið þeirra voru nokkuð ólík. Það var ekki fyrr en þær sóttu saman málþing um líknardráp hjá Endur- menntun háskóla Íslands haustið 2018 að efnið kom til þeirra. „Þar má segja að við höfum tekið endanlega ákvörðun um að velja þetta viðfangsefni í lokaverkefnið okkar. Dauðinn er hluti af lífi allra og höfðum við allar upplifað hann í okkar persónu- lega lífi og í starfi sem hjúkrunarnemar. Við höfum starfað á mismunandi sviðum en allar ann ast deyjandi skjól stæðinga, bæði unga sem aldna, og eigum eftir að annast miklu, miklu fleiri í framtíðinni,“ segir guðfinna Ýr. Einna áhugaverðast við viðfangsefnið voru þær siðferðilegu spurningar sem upp koma þegar fjallað er um líknardráp og dánaraðstoð, segir hanna María. Er þjónustan almennur rétt - ur, er hún forréttindi eða algjört glapræði? Þessar spurningar komu hvað eftir annað upp í huga okkar á meðan á skrifunum stóð, segja þær. Enn fremur er efnið svo margslungið og þarfir skjólstæðinga og fjölskyldna þeirra jafn breytilegar og einstak- lingarnir eru margir. „Við teljum þetta vera mikilvægt rann- sóknarefni því að þrátt fyrir að dauðinn sé jafn eðlilegur og lífið sjálft þá kallar hann fram sterkar tilfinningar. allir eiga rétt á að deyja með reisn, hver sem túlkun einstaklingsins á því er,“ segir hanna María enn fremur. Lítið rannsakað viðfangsefni hér á landi Í ljósi þess að viðfangsefnið hefur ekki verið rannsakað hér á landi ákváðu þær í samráði við leiðbeinda sinn, dr. Elísabetu hjörleifsdóttur, að gera rannsóknaráætlun. Það hafa verið gerðar kannanir og umræða hefur átt sér stað en að mati þeirra vantar að gera fræðilega rannsókn þar sem fram koma viðhorf allra sem eiga hlut að máli, þ.e. hjúkrunarfræðinga og lækna, sjúklinga og aðstandenda þeirra. Þá fjölluðu þær líka um sið - ferðilegan og lagalegan grundvöll þess að lögleiða líknardráp eða dánaraðstoð og er fræðilegi hlutinn byggður á nýjum og nýlegum rannsóknum um efnið. að lokum var fjallað um hvernig þjónustan er í sumum þeim löndum þar sem líknar- dráp eða dánaraðstoð er veitt nú þegar,“ segir rakel. Líknardráp á sér langa sögu Í sögulegu samhengi á líknardráp eða dánaraðstoð sér langa sögu og var meðal annars iðkað fyrir fæðingu krists. Í niður - stöðum þeirra kemur fram að hjúkrunarfræðingar eru al- mennnt hlynntari þjónustunni en læknar í þeim löndum þar sem þetta tíðkast ekki. Þeir sem voru hlynntir líknardrápi eða dánaraðstoð töldu þar rétt skjólstæðingsins til sjálfræðis og lausn undan þjáningu hafa mest vægi, segir Þórhildur. „Þeir sem voru hins vegar ekki hlynntir líknardrápi höfðu áhyggjur af svokölluðum fótfesturökum, þ.e. að heilbrigðisstarfsmaður framkvæmi verk nauðugur viljugur, að úrræðin samræmist ekki gildum heilbrigðisstarfsfólks, og að slík úrræði séu óþörf því líknandi meðferð sé alla jafna nægilega gott úrræði,“ segir Þórhildur enn fremur. fram kom í verkefninu að þar sem líknardráp eða dán- araðstoð er lögleg nú þegar styðja langflestir heilbrigðisstarfs- menn löggjöfina og telja hana styðja við sjálfræði, veita lausn undan þjáningum og vera heildræna meðferð. „Einstaklingar með ólæknandi sjúkdóma hræðast þjáningar sem fylgja versn- andi sjúkdómsástandi og telja sumir að þeir ættu að fá að ráða eigin lífslokum. aðstandendur sjúklinga sem gengið höfðu í gegnum líknardráp eða dánaraðstoð áttu auðveldara með að takast á við sorgarferlið en aðrir og fundu ekki fyrir eins mikilli streitu í kjölfar andlátsins,“ segir guðfinna. Dauðinn á ekki að vera bannorð Lög hér á landi heimila hvorki líknardráp né dánaraðstoð og hefur málefnið verið umdeilt, ekki síst siðferðilegar hliðar þess. „Það kom okkur í sjálfu sér ekkert mikið á óvart við niður - stöðurnar því þær eru í takt við umræðuna sem hefur verið í gangi hér á landi. Það má e.t.v. velta upp ástæðunni fyrir ólík - um skoðunum hjúkrunarfræðinga og lækna en hana má ef- laust að hluta rekja til ólíkra hlutverka þeirra í meðferð skjól - stæðinga og ábyrgð,“ segir hanna María. umræða um líknardráp hefur verið mjög viðkvæm á Ís- landi og það er ekki mikið fjallað um málið. Í okkar huga er það engin spurning að hefja eigi umræðuna um líknardráp og dánaraðstoð hér á landi, segir Þórhildur. Það þarf að ræða mál- efni sem þessi vegna þess að dauðinn er veigamikill í lífi allra. „Dauðinn á ekki að vera bannorð,“ segir Þórhildur. hanna María segir fólk yfirleitt vera áhugasamt um málefnið og flestir vilja kynna sér það nánar. „Okkar tilfinning er því sú að fólk sé yfirleitt jákvætt og forvitið um málefnið. Við höfum enn ekki rekist á neinn sem hefur sterkar neikvæðar skoðanir á viðfangsefninu en allir eru á því að að stíga þurfi varlega til jarðar og vanda vel lögleiðingu, verði hún að veruleika hér á landi, og læra af hinum,“ segir hanna María. hver er réttur okkar til að ráða eigin lífslokum? tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 37 „Við teljum þetta vera mikilvægt rannsóknar- efni því að þrátt fyrir að dauðinn sé jafn eðli- legur og lífið sjálft þá kallar hann fram sterkar tilfinningar. Allir eiga rétt á að deyja með reisn, hver sem túlkun einstaklingsins á því er.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.