Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 38
Siðfræði og líknardráp Siðferðilegi þátturinn er viðamikill þegar kemur að líknardrápi eða dánaraðstoð. „Það hefði verið mjög auðvelt að fara um víðan völl við skrif á siðferðilegum þáttum sem tengjast líkn- ardrápi og dánaraðstoð og höfðum við gaman af því að velta þeim fyrir okkur. Við þurftum hins vegar að setja okkur tak- mörk. Okkar helstu niður stöður benda til þess að þegar ein- staklingar velja þessa leið getur það reynst sérstaklega læknum erfitt því það markar viss endalok á meðferð. Einnig hefur umræðan snúist um að þjónustan stangist á við læknaeiðinn og siðferðisreglur líkt og frelsisreglu john Stuart Mill um að valda ekki skaða. að sama skapi getur einstaklingur hafnað björgunarmeðferð kjósi hann það. Það væri hægt að fara í marga hringi með þetta en þegar á hólminn er komið snýst þetta fyrst og fremst um hver vilji þess veika er og hverjar framtíðarhorfur hans eru,“ segir rakel og vekur athygli á því í leiðinni að það hafi tekið hollendinga 30 ár að sníða lög og reglur í kringum líknardráp og dánaraðstoð. Þeirra lög og reglur gera miklar kröfur svo að hver sem er geti ekki sóst eftir líknardrápi eða dánaraðstoð á röngum forsendum. Fólk á að fá að ráða dauða sínum guðfinna, hanna María, rakel og Þórhildur guðbjörg starfa allar sem hjúkrunarfræðingar. Þegar þær eru inntar eftir sinni persónulegu skoðun á viðfangsefninu segjast þær vera í grunn- inn sammála um að sjúklingar eigi að fá að ráða eigin lífs- lokum. „Við teljum það hafa gríðarlega mikil andleg áhrif ef svo er ekki, bæði fyrir sjúklinginn sjálfan og aðstandendur hans sem sitja eftir í sorginni. að sama skapi teljum við mikil- vægt að enginn sé tilneyddur til þess að veita deyðandi með - ferð,“ svarar Þórhildur. Binda vonir við nýja kjarasamninga guðfinna Ýr, hanna María og rakel vinna á bráðamóttöku Landspítalans í fossvogi en eru allar búsettar í hveragerði. Þórhildur vinnur á lyflækningadeildinni á heilbrigðisstofnun Suðurlands en hún er búsett á Selfossi. Þrátt fyrir að vera ánægðar í sínum störfum og hlakka til vinnudagsins eru þær á einu máli að margt mætti betur fara þegar kemur að heil- brigðiskerfinu, þá sér í lagi þegar kemur að kjaramálum hjúkr- unarfræðinga, og binda þær miklar vonir við nýja samninga. „Það þarf að fá þá hjúkrunarfræðinga til starfa sem hafa farið annað og halda þeim sem eru starfandi í starfi. Við teljum að það þurfi að bæta hag og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga til að stemma stigu við þessu mikla álagi sem er oft svo mikið að stundum næst aðeins að sinna brýnustum þörfum skjól - stæð inganna. fyrir okkur, sem erum nýkomnar inn í stéttina, ferskar og fullar tilhlökkunar að veita framúrskarandi hjúkrun, er þetta erfitt, en ömurlegast er þetta fyrir skjólstæðingana,“ segir rakel fyrir hönd hópsins. Áhugasamir geta lesið verkefnið í Skemmunni á slóðinni: https://skemman.is/handle/1946/33918. Viðtal: Magnús Hlynur Hreiðarsson magnús hlynur hreiðarsson 38 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Þórhildur Guðbjörg starfar sem hjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðis- stofnun Suðurlands á Selfossi. Guðfinna, Rakel og Hanna vinna allar saman á bráðadeild Land - spítalans í Fossvogi.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.