Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 40
hlutverk hSa er, líkt og annarra heilbrigðisstofnana hérlendis, að veita almenna heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og er markmið heilsugæslustöðvanna, sem eru á skilgreindum starfsstöðvum innan umdæmanna, að tryggja landsmönnum fullnægj- andi heilsugæslu í heimabyggð og að vera fyrsti viðkomustaður skjólstæðinga. hjúkr- unarfræðingar á heilsugæslustöðvum annast mæðra- og ungbarnavernd, skólaheilsu - gæslu, heimahjúkrun, almenna heilsuvernd og móttöku sjúkra og slasaðra. Sömu- leiðis er hægt að bóka viðtalstíma við hjúkrunarfræðinga stöðvanna. afgreiðslutími heilsugæslunnar á Vopnafirði er mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00–12:00 og kl. 13:00–15:00 og á föstudögum kl. 8:00–12:00. Þess utan er læknir stöðvarinnar á stöð - ugri vakt allan sólarhringinn. Með þessar upplýsingar í farteskinu held ég til fundar við Steinunni Birnu aðal- steinsdóttur, hjúkrunarfræðing og deildarstjóra á heilsugæslustöðinni á Vopnafirði. Þorpið er ekki við þjóðveg 1 en ekið er inn á Vopnafjarðarheiði frá hringveginum rétt um miðja vegu milli Mývatns og Egilsstaða og þaðan eru ríflega 50 km til Vopna- fjarðar. flogið er til Vopnafjarðar frá akureyri einu sinni á dag, alla virka daga. Þannig eru samgöngumál íbúum ofarlega í huga líkt og á fleiri þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni. 1. janúar 2019 bjuggu 744 íbúar innan þjónustusvæðis heilsugæsl- unnar. Í þorpinu Vopnafirði er til dæmis matvöruverslunin kauptún, pósthús, hár- greiðslustofa, lyfsala, banki, bensínstöð og vínbúð, auk þess sem þar er grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli, líkamsræktarstöð, félagsheimili, menningarmiðstöðin kaupvangur, ungmennafélagið Einherji, sem er mjög virkt, og sundlaug er í Selárdal sem er mikið notuð bæði af heimafólki og vinsæll áfangastaður ferðamanna. Það er allt með kyrrum kjörum á heilsugæslustöðinni þegar ég geng inn til fundar við Steinunni Birnu. hún hefur verið í fastráðin í þessu starfi í ríflega fjögur ár eftir að hafa starfað á leikskólanum Brekkubæ á Vopnafirði í tæp tvö ár. Þar áður bjó hún ásamt fjölskyldu sinni, eiginmanni sínum Þórði Björnssyni og tveimur börnum, aðalsteini Birni og katrínu Líf, í reykjavík í fimmtán ár. hjónin eru bæði uppalin á Vopnafirði og það var því kærkomið þegar þau fengu tækifæri til að kaupa veiðihúsið hvammsgerði við Selá þar sem þau reka nú ferðaþjónustu. Það var því ekki starf hjúkrunarfræðingsins sem dró hana aftur heim þó hún hafi að vísu verið í afleys- ingum á Sundabúð til að byrja með. En þar sem atvinnuöryggi við ferðaþjónustuna var ótryggt þáði hún starf á leikskólanum sem henni líkaði vel. Þar kynntist hún stórum hópi samfélagsins sem hún þekkti ekki eftir að hafa búið í borginni í áraraðir eða eins og hún segir sjálf: „Þá kynntist ég bæði foreldrum og börnum og næ teng- 40 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Með marga hatta í fjölbreyttu og gefandi starfi — Viðtal við Steinunni Birnu Aðalsteinsdóttur Steinunn Birna Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Heilsugæslustöðinni á Vopnafirði. Heilsugæslustöðin á Vopnafirði er í lágreistri byggingu við sjóinn í miðju þorpinu og í næsta nágrenni við hjúkrunarheimilið Sundabúð, kirkjuna og safnaðarheimilið. Starfsemi heilsugæsl- unnar hefur tekið miklum stakkaskiptum á undangengnum misserum sem eru í megin- dráttum afleiðingar af setningu laga um heilbrigðisþjónustu frá árinu 2007. Þar er kveðið á um að skipta landinu upp í sjö heilbrigðisumdæmi: höfuðborgarsvæðið, Vesturland, Vestfirði, Norðurland, Austurland, Suðurland og Suðurnes. Heilsugæslustöðin á Vopnafirði er nyrsta starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) — sem nær yfir sveitarfélögin Vopnafjarðar- hrepp, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshrepp, Borgarfjarðarhrepp, Seyðisfjarðarkaupstað, Fjarða - byggð, Breiðdalshrepp, Djúpavogshrepp og fyrrverandi Skeggjastaðahrepp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.