Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 42
Á stöðinni er rými með myndgreiningartæki, en Baldur læknir tekur myndir sem eru sendar á Sjúkrahúsið á akureyri. Ég spyr Steinunni hvort það megi ekki segja að þetta sé vísir að fjar- heilbrigðisþjónustu og tekur hún undir það. Skrifstofa Baldurs er við hlið aðalskiptistofunnar þar sem finna má ýmis tæki og hluti til hjúkrunar, lækninga og rannsókna, sem tilheyrir rými sem gegnir í raun svipuðu hlutverki og bráðamóttaka á spítala: „Við notum bæði þessa skiptistofu, en Baldur fyrst og fremst í tengslum við sína læknatíma. Þannig að ég reyni að bóka á hana þegar hann er með símatíma eða strax eftir hádegi svo að tímarnir okkar skarist ekki. Það er líka stundum hóað í mig og ég beðin um að taka hjartalínurit eða setja „holter“ á fólk. Svo er líka önnur skiptistofa hérna við hliðina og hún er í raun- inni mæðraskoðunarherbergi, en hér starfar ljósmóðir í verk- töku sem annast mæðraskoðanir og ég nýti það sem skiptistofu líka. En aðstaðan er ekki eins góð, og þá þarf ég að hlaupa eftir umbúðum og fleiru af því að það er allt hérna á aðalskiptistof- unni. Og ég þarf að gæta þess að það sé allt til af öllu!“ Sama á við um hjúkrunarlagerinn sem er sneisafullur af vörum, skipu- lega raðað í hillur. „já, ég ber ábyrgð á hjúkrunarlagernum, að það sé alltaf allt til, og ég reyni að eiga allt sem þarf, sem er auðvitað svo ótrúlega mikið.“ Lyfjaherbergið og rannsóknarstofan eru saman í litlu rými: „Það er í rauninni ótrúlega mikið umstang í kringum lyfja - lagerinn okkar. Við erum með rafrænt birgðakerfi, alfa, og ég þarf að taka á móti öllum vörum sem koma inn í kerfið, halda vel utan um fyrningarlistann, lyfin í ísskápnum, eiturskápnum, vökvana sem þarf að hafa eftirlit með og svo læknatöskuna og aðra tösku sem er í sjúkrabílnum. Ég fer sem sagt í hverjum mánuði yfir allt saman: fyrningu, töskurnar báðar og panta og fylla á ef þarf. Við erum líka með bóluefni hérna, neyðarlyf og einnig geyma skjólstæðingar, sem eru á föstum lyfjagjöfum, lyfin sín hjá okkur. Og svo má ekki gleyma að við erum auð - vitað með skráningu á öllu: hitastigi ísskápsins, atvikaskrán- ingu ef það verður eitthvert frávik og svo er ég líka með þrif lista sem er krafa frá lyfjaeftirlitinu. Það þarf að fara yfir allt, þrífa hillurnar, bekkina og skrá allt.“ Ég get ekki varist þeirri hugsun að kröfurnar um skráningu séu meðal annars tilkomnar til að gæta að öryggi og gæðum, en um leið er verið að setja enn meiri ábyrgð á herðar hjúkrunarfræðings — og það gæti komið niður á öryggi og gæðum ef ábyrgðin verður of mikil. Skjólstæðingar stöðvarinnar koma að jafnaði í bókaðar blóðprufur á miðvikudögum og sér læknirinn yfirleitt um að taka þær en hjúkrunarfræðingur sinnir þeim líka, sérstaklega þegar margir koma í blóðprufu eða þegar afleysingalæknar þurfa aðstoð. hjúkrunarfræðingur sér svo um að ganga frá blóðprufunum, setja þær í skilvindu, pakka þeim og skrá. Sumar prufur fara í Blóðbankann, til Íslenskrar erfðagrein- ingar eða í veirufræðirannsóknir. „Þetta getur alveg verið kaótískt ástand hérna stundum,“ segir Steinunn, „sérstaklega ef það eru margir í blóðprufu þar sem því fylgir ákveðin tíma- pressa. Stundum liggur við að ég loki hurðinni á þessari litlu rannsóknarstofu til þess að ná öllu!“ segir hún og hlær. Við erum stofnunin hérna Í ljósi aukinnar umræðu um viðbrögð á landsbyggðinni vegna slysa sem meðal annars má rekja til fjölgunar ferðamanna, þá spyr ég hvernig því sé háttað hjá þeim á Vopnafirði. hún segir þau taka þátt í hópslysaæfingum sem eiga sér stað og hún þurfi að gæta þess að það sé alltaf allt til reiðu á stöðinni: „Ef það er slys, þá náttúrlega þarf maður að rífa allt með sér, allar slysa- töskurnar og allt sem til er.“ Baldur læknir er sá aðili sem er alltaf á bakvakt en Steinunn er í 70% starfshlutfalli og tekur engar bakvaktir. Einnig er móttöku- og læknaritari á heilsu- gæslunni sem er mikilvægur hlekkur á litlum vinnustað og þarf að kljást við ófyrirséð verkefni enda fyrsti starfsmaðurinn aðalbjörg stefanía helgadóttir 42 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 „Ég er svona að fara úr einu í annað því að tím- inn er líka svo mikilvægur, og sinna mjög ólíkum verkefnum yfir daginn. Já, og svo er ég líka deildarstjóri yfir sjálfri mér!“ Heilsugæslustöðin á Vopnafirði er nyrsta starfsstöð Heilbrigðisstofn- unar Austurlands — HSA — sem nær yfir sveitarfélögin Vopnafjarðar- hrepp, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshrepp, Borgarfjarðarhrepp, Seyðis - fjarðar kaupstað, Fjarðabyggð, Breiðdalshrepp, Djúpavogshrepp og fyrr- verandi Skeggjastaðahrepp.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.