Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 43
sem skjólstæðingar mæta þegar þeir koma á stöðina. En Baldur og Steinunn eru einu fastráðnu heilbrigðisstarfsmenn heilsu- gæslunnar. Eða eins og Baldur orðar það í stuttu samtali sem við eigum við hann á kaffistofunni: „Við erum bara hérna þrjú, má segja, erum bara stofnunin hérna. Ef fólk kemur með bráð veikindi inn á spítala þá eru 30 manns í kringum mann og allar bjargir og maður hefur allt upp á að hlaupa. En hér þurfum við bara að gera, hlaupa og gera.“ Og Steinunn bætir við: „já, vinna úr því sem hægt er og gera okkar besta. Maður gerir ekk- ert annað.“ Baldur segir þau yfirleitt senda alla bráð veika skjól - stæðinga á Sjúkrahúsið á akureyri, en fólk með höfuð- og hryggáverka, hjartaáfall, heilablæðingu og aðra háorkuáverka senda þau á Landspítalann. Þau segja heilbrigðisþjónustu snú- ast bæði um öryggi og gæði í minni byggðarlögum og svo sé einnig um pólítískt byggðamál að ræða. Stofnanir heilbrigðis - þjónustunnar eru líka vinnustaðir sem veita fjölda fólks at- vinnu í byggðarlögum þar sem atvinna er jafnvel af skornum skammti. Það sé auk þess dýrmætt fyrir fólk sem hefur sótt sér fagmenntun að geta unnið við sitt fag á heimaslóðum. Baldur bendir á að það sé algjörlega tvennt ólíkt að vera hjúkrunar- fræðingur á heilsugæslu í dreifbýli eða í þéttbýlinu og er óhætt að segja að heimsókn mín á heilsugæsluna á Vopnafirði sé að opna augu mín fyrir því svo um munar. Tíminn er mikilvægur Eftir að við höfum gengið um stöðina setjumst við inn á skrif- stofu Steinunnar sem hún deilir með annars vegar ljósmóður- inni sem hefur skrifstofuna eftir klukkan tvö á miðvikudögum og hins vegar með skjólstæðingum stöðvarinnar sem fá þjón- ustu sálfræðinga í gegnum Skype. Til að hún nái að komast yfir þau verkefni sem henni eru falin þarf hún að skipuleggja tíma sinn vel og segir hálfhlæjandi að það komi sér vel að hún skuli vera mikil listakona þar sem vinnudagarnir gangi upp vegna þess að hún sé skipulögð og setji allt upp á lista. hún vinnur klukkan átta til tvö mánudaga til fimmtudaga og klukkan átta til tólf á föstudögum. Á heilsugæslunni er skráð samkvæmt SÖgu-kerfinu, allir tímar eru skráðir þar og hreyfðir til ef þarf. hún bókar þar einnig tíma sem hún nýtir í skjala- vinnslu, pantanir, tölvupóst og annað: „Ég er svona að fara úr einu í annað því að tíminn er líka svo mikilvægur, og sinna mjög ólíkum verkefnum yfir daginn. já, og svo er ég líka deildar stjóri yfir sjálfri mér!“ segir Steinunn og hlær. Skóla- heilsugæslan er mikilvægur þáttur í starfi hennar, en heilsu- gæslan á Vopnafirði tekur þátt í austurlandslíkaninu, eða aLL-teymisvinnu sem er þverfaglegt samstarf félagsþjónustu, heilsugæslu og skóla sem styður við nemendur og foreldra með snemmtækri íhlutun samhliða því að vera stuðningur við starfsfólk skóla: „Mér hefur fundist skólaheilsugæslan tengjast svo mikið inn í allt samfélagið af því að maður hittir kannski foreldra í ungbarnaeftirliti og þeir eiga börn í skólanum og fara að tala við mann um barnið, þannig að þó ég reyni að halda mér inni í einhverjum línulegum kössum þá skarast þeir alltaf. Og þannig skarast önnur viðfangsefni við tímann hjá mér sem tengjast öðru hlutverki. Það má segja að maður sé með marga hatta sem gera starfið afskaplega fjölbreytt og gefandi. Og ég er með fólki bæði í gleði og sorg, eins og svo oft í hjúkrunar- starfinu.“ Samfélagið alltaf í kringum mig Ég segi við Steinunni að mér virðist að hún sem hjúkrunar- fræðingur heilsugæslustöðvarinnar sé hjartað í samfélaginu því flestir sem þar búa þurfi einhvern tímann á þjónustu hennar að halda. „já, það má kannski segja það. Ég held að allir viti hver ég er. Og auðvitað er ég stundum stoppuð úti í búð, ég held að það lendi allir í því sem eru í þessari stöðu á litlum stöðum. Þess vegna er kannski mesta vandamálið við starfið að aftengja sig. að fara úr vinnunni þegar ég kem heim. Ég stend mig oft að því að vera að hugsa um vinnuna þegar ég er komin heim, eiginlega meira heldur en þegar ég var í deildarvinnu. alveg merkilegt.“ Ég spyr hvort ástæðan fyrir því geti verið bæði sú að starfið er umfangsmikið og að hún búi á staðnum? „já, samfélagið sem ég annast er einhvern veginn alltaf í kringum mig, ég held að það sé að hluta til þess vegna. Ég er líka alltaf í þessu hlutverki sem hjúkrunarfræðingur, í vinn- unni og utan hennar.“ En gerir hún eitthvað til að greina á milli þessara tveggja hlutverka, hjúkrunarfræðingsins Steinunnar og einstaklingsins Steinunnar, og gæta þess að takmarka aðgengi skjólstæðinga að henni þegar hún er ekki í vinnunni? „ja, aðgengi að fólki er orðið svo gott í dag. facebook, Mess - enger, símar og allt þetta. Ég hugsa að það sé betra að hafa aðgengi að einhverjum þó svo að maður nýti það aldrei. Það kemur alltaf til góða. Og ég held að þessi tækni og krafan um að skilgreina vinnutíma sinn, við lærum þetta bara öll smám saman af reynslunni.“ Í ljósi þessa spyr ég hvort hún geri eitthvað til að sporna við ofþreytu og kulnun í starfi sínu? „góð spurning. Ég fékk handleiðslu þar sem mér var bent á að skilja við vinnuna þegar ég keyrði heim úr vinnunni og byrja vinnuna þegar ég keyrði í vinnuna. Mér hefur nú ekki lánast þetta enn þá, en mér tekst yfirleitt þegar ég fer í frí að kúpla mig alveg út. En ég held að þetta með að brenna út sé eitthvað sem við þurfum alltaf að vera að hugsa um. Við þurfum alltaf að velta því fyrir okkur hvernig við getum haldið okkur sjálfum gangandi í þeim verk- efnum sem við erum í. Ég er dugleg að minna mig á að ég reyni að gera mitt besta, maður þarf að gefa sér „kredit“ fyrir það; með marga hatta í fjölbreyttu og gefandi starfi tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 43 „Við þurfum alltaf að velta því fyrir okkur hvernig við getum haldið okkur sjálfum gang- andi í þeim verkefnum sem við erum í. Ég er dugleg að minna mig á að ég reyni að gera mitt besta, maður þarf að gefa sér „kredit“ fyrir það; maður gerir ekki meira en maður getur. Þannig að ég forðast sjálfsgagnrýni, en það er mikilvægt að skoða af hverju ég fer í hana og brjóta til mergjar.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.