Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 45
Framtíðarsýn hjúkrunar er betra aðgengi Það er farið að líða að lokum heimsóknar minnar til Stein- unnar Birnu og eftir að hafa kynnst umfangsmiklu starfi hennar, sem hún sinnir að mestu leyti ein í síbreytilegu um- hverfi heilbrigðisþjónustunnar, liggur beinast við að spyrja hana hver framtíðarsýn hennar sé varðandi hjúkrunar- og heil- brigðisþjónustu á Vopnafirði? „Eins og þetta er í dag þá er heilsugæslan úti á landi undirfjármögnuð. Ég myndi vilja sjá lengri þjónustutíma. Mitt litla starfshlutfall er liður í sparn - aðaraðgerðum þar sem ekki er horft til þeirrar stefnu að við eigum að vera fyrsti viðkomustaður skjólstæðinga. Ég hef velt fyrir mér fjarlækningunum þó ég sé ekki alveg búin að sjá það fyrir mér í framkvæmd. nema að hér fá skjólstæðingar þjón- ustu sálfræðinga í gegnum Skype og það er mikilvægt skref. Ég tel að það væri mjög gott að færa sérfræðiþjónustu nær fólkinu, þá er ég líka að tala um að hér býr fólk sem á mjög erf itt með að fara af staðnum, til dæmis aldraðir sem dvelja hér í Sundabúð og hafa ekki aðgang að augnlækni af því að hingað kemur enginn augnlæknir. unga fólkið okkar hefur tækifæri til að fara í burtu og sækja þessa þjónustu en ég myndi vilja sjá betra aðgengi fyrir hópinn sem kemst ekki í burtu og það myndi nýtast öðrum íbúum líka. Ég held að ein af ástæð - um þess hvernig staðan er í sérfræðiþjónustu úti á landi sé að það er ekki skilgreint nákvæmlega hvaða þjónusta eigi að vera til staðar á ákveðnum stað eða innan ákveðins svæðis. Og ef þetta er ekki skilgreint þá fara heldur ekki fjárveitingar í þennan þjónustuþátt. En eins og þetta er núna þá greiða heil- brigðisstofnanirnar sjálfar fyrir þjónustu á ólíkum stöðum og líka eftir því hver hefðin hefur verið. En við hér á Vopnafirði erum út úr, staðsetning þorpsins er þannig að það þarf að hafa fyrir því að koma hingað. fallegi fjallgarðurinn hérna hinum megin við fjörðinn er hindrun!“ reynsla Steinunnar undangengin ár hefur leitt í ljós að það eru ekki einungis sérfræðilæknar sem þarf að auka aðgengi að: „Ég myndi vilja hafa meira aðgengi að sálfræðiþjónustu. Það er biðlisti til að komast að hjá sálfræðingunum á Egilsstöðum og þeir forgangsraða sínum verkefnum og beiðnum en að - gengið er ekki gott þó að málin séu sett í forgang. Þá þurfa skjól stæðingar að keyra til Egilsstaða til sálfræðings og fá svo Skype-viðtölin hér á stofunni hjá mér. Ég hefði viljað hafa betra aðgengi hér á staðnum, það hefði verið hægt að nýta það víðtækar í skólaheilsugæslunni líka, það er oft mikið álag hjá mér í viðtölum þar.“ nú er lítil stúlka komin í ungbarnaeftirlit ásamt móður sinni. Það er því tími til kominn fyrir mig að kveðja þennan skipulagða, fjölhæfa og lausnamiðaða hjúkrunarfræðing og deildarstjóra á Vopnafirði. Mávarnir kveðja mig sömuleiðis þegar ég stíg inn í bílinn. Enn virðist allt vera með kyrrum kjörum á heilsugæslustöðinni, en eftir að hafa kynnst starf- seminni hjá Steinunni Birnu og Baldri lækni veit ég að það er ekki allt sem sýnist. Viðtal: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir með marga hatta í fjölbreyttu og gefandi starfi tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 45 skoðunarmönnum fyrir kjörtímabilið 2020-2021. Stjórn félagsins: 3 stjórnarmenn og 1 varamaður. Ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga: 3 aðalmenn. Samkvæmt lögum félagsins er kosið til tveggja ára í senn nema í tilfelli skoðunarmanna, þar er kosið til eins árs í senn. Hámarksseta í nefndum og stjórn er ögur tímabil samfellt. Kosning fer fram á aðalfundi félagsins 7. maí 2020. Framboð tilkynnist til kjörnefndar á netfangið kjornefnd@hjukrun.is. Framboðsfrestur er til 1. apríl 2020 boðum Framboð í stjórn og ritnefnd

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.