Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 49
Þannig að við erum ekki bara að sauma lök og vindpoka!“ segir astrid hlæjandi. hún bindur þó vonir við að snúningsteygjulökin muni ná útbreiðslu þar sem þau skipta máli varðandi lífsgæði þeirra sem þurfa á þeim að halda. Tosulak í vinnslu astrid sýnir mér tosulak sem þau hafa einnig verið að vinna að. Það er 120×80 cm að stærð, ætlað bæði fullorðnum og börnum og er haft ofan á venjulegu laki og nýtist til að færa þann sem í rúminu liggur upp og niður í rúminu, til dæmis þegar skjólstæðingurinn er ekki fær um að mjaka sér sjálfur upp þegar hann situr uppi í rúminu og hefur runnið niður. Í staðinn fyrir að umönnunaraðilar taka undir hand- legg skjólstæðingsins — það getur verið sársaukafullt — eru höld eða hankar á lakinu sem gera umönnunaraðilum kleift að taka í og lyfta skjólstæðingnum til á þægilegan hátt. hægt er að nota tosulökin sem undirlag fyrir skjólstæðinga sem þarf að flytja á milli í lyftara og nota þá höldin til að hengja á lyftarann. auk tosulakanna framleiðir jónsver einnig draglak sem er sett ofan á venjulegt rúmlak og notað til að snúa skjólstæðingi í rúminu. Draglökin gegna þá sama hlut- verki og hefðbundin renni- eða snúningslök. Þau er tvöföld og í stærðinni 192×142 cm. Betri svefn með snúningsteygjulökunum Snúningsteygjulökin koma í mismunandi stærðum og einnig er hægt að sérpanta ákveðnar stærðir. astrid sýnir mér eitt lak sem er alveg fullbúið. Það er eins og teygjulak nema í miðjunni er satínefni sem gegnir sama hlutverki og snúningslak. Þannig er lakið sett á rúm á sama einfalda hátt og teygjulak. Þessi lök hafa verið notuð með góðum árangri í Sundabúð og segir astrid aðalástæðuna vera þá að teygju snúningslökin haldast á sínum stað allan tímann á meðan skjólstæðingurinn er í rúminu og gegna þannig hlutverki sínu betur. Eiginmaður astridar hefur verið tilraunaskjólstæðingur en hann er með gigt. hann hefur sagt astrid að aðalmunur- inn felist í því að lakið haldist á sínum stað, hann hvílist því betur, nær lengri sam- felldum svefni í einu og hefur minni verkjum að morgni. astrid hefur verið í sambandi við Sundabúð varðandi gæði snúningsteygjulak- anna fyrir dvalargesti hjúkrunarheimilisins og í stuttu máli er almenn ánægja með þau. Við sem vinnum við hjúkrun gerum okkur grein fyrir hve miklu máli einföld og þægileg hjálpartæki eins og snúningslök skipta fyrir þá sem þurfa til dæmis að takast á við líkamlega verki og gigt og fyrir þungaðar konur. astrid sér fyrir sér að í framtíðinni geti snúningsteygjulökin orðið skrautfjöður framleiðslunnar í jónsveri. Bæði er um að ræða hönnun í samstarfi við notendur og mikið er lagt upp úr gæðum með vönduðum efnum og vinnslu. Við þetta má bæta að fyrir utanaðkomandi aðila þá vekur bæði ástríða astridar fyrir verkefninu og samtakamátturinn sem fram- leiðslan hefur hrint af stað í hreppnum athygli mína og færir heim sanninn um að bjargráðin, sem felast í samstöðu fólks, eru sterk og mikilvæg. Það á ekki síst í smærri byggðarlögum þar sem hver einstaklingur verður þeim mun stærri sem samfélögin eru minni. Viðtal: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir snúningsteygjulök sem stuðla að meiri lífsgæðum tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 49 Auk tosulakanna framleiðir Jónsver einnig draglak. Eiginmaður Astridar hefur verið tilraunaskjólstæðingur en hann er með gigt. Hann hefur sagt Astrid að aðalmunurinn felist í því að lakið haldist á sínum stað, hann hvílist því betur, nær lengri samfelldum svefni í einu og hefur minni verki að morgni.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.