Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 52
Inngangur hlutverk bráðageðdeilda er að annast móttöku og meðferð sjúklinga með bráð geðræn einkenni sem eru taldir hættulegir sjálfum sér, umhverfi sínu eða öðrum (Salzmann-Erikson, Lutzen, ivarsson og Eriksson, 2008). Ofbeldi, hegðunartrufl- anir og sjálfsvígshætta eru algengustu ástæður fyrir innlögn á bráðageðdeildir og ofbeldishegðun er algengasta ástæða fyrir þvingandi meðferð á geðdeildum (Bowers, 2014; Bowers o.fl., 2008; happell og gaskin, 2011). Sjúklingar á bráðageðdeildum eru því í aukinni hættu á að vera beittir þvingandi meðferð (Bowers o.fl., 2008). helstu meðferðarúrræði á geðdeildum á Íslandi sem fela í sér þvingun eru nauðungarvistun, nauðung- arlyfjagjöf, einangrun og að halda sjúklingum kyrrum með lík- amsafli. Einnig má rökstyðja að náið eftirlit starfsfólks þar sem gát (öryggismeðferð) er höfð á sjúklingum, læstar dyr geð - deilda og markasetning sé ákveðin þvingun. Tilgangur þessara úrræða er að minnka eða fyrirbyggja truflandi hegðun óró- legra sjúklinga með það að markmiði að tryggja öryggi, ró og meðferðarvænt deildarumhverfi (ryan og Bowers, 2005). Meðferð sem felur í sér þvingun getur verið afar erfið fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðstandendur. Því er talið mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að skapa aðstæður sem koma í veg fyrir eða lágmarka þvingandi meðferð á geðdeildum. Þrátt fyrir það að ekki séu notaðar ólar eða belti á geð deildum á Íslandi þá hefur þvingandi meðferð á geðdeildum hér á landi verið gagnrýnd. Meðal annars gerði Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum og ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu athugasemdir um skort á skráningu þvingandi meðferðar á geðdeildum á Íslandi árið 2012 (Council of Eu- rope, 2013). úrbætur hafa í framhaldinu verið gerðar varðandi skráningu og framkvæmd nauðungarvistunar og upplýsinga- gjöf til þeirra sem eru nauðungavistaðir. auk þess voru, á fyrri hluta árs 2019, gerðar umfangsmiklar breytingar á verklagi um gát eða öryggismeðferð sjúklinga á geðdeildum Landspítala. Þær breytingar voru gerðar til þess að auka gæði náins eftirlits með sjúklingum, auka öryggi sjúklinga, draga úr þvingunum og bæta alla skráningu. Ástæða er til enn frekari aðgerða og því vert að huga að umhverfi sjúklinga og þeim þáttum sem geta haft áhrif á líðan þeirra og meðferð. Safe wards-líkanið um öruggar sjúkradeildir byggist á fjölmörgum rannsóknum síðustu áratuga sem gerðar voru til að kanna tengsl mismun- andi þátta við þvingandi meðferðarúrræði og hvaða leiðir væru færar til þess að draga úr notkun hennar. Safewards-lík- anið er því hannað til þess að draga úr atvikum er geta leitt til þvingandi meðferðar (Bowers, 2014). Með þessari grein er leitast við að varpa ljósi á siðfræði þvingandi meðferðar á geðdeildum og þeim tengdu þáttum sem Safewards-líkanið felur í sér. Safewards-líkanið bendir á þá þætti legudeilda sem hafa áhrif á atvik sem leiða til árekstra og þvingandi meðferðar. Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa á geðdeildum að þekkja þessa þætti og hvernig hægt er að vinna með þá til að draga úr árekstrum og spennu á deildum sem leitt geta til þvingandi meðferðar sjúklinga. Þvingandi meðferð á geðdeildum Tilgangur þvingandi meðferðar á geðdeildum hefur skýra til- vísun í kenningar atferlismótunar innan sálfræðinnar. kenningar atferlismótunar fjalla um tengsl mismunandi áreitis við breyt- ingar á hegðun og hvernig unnt er að stjórna áreiti til að hafa áhrif á hegðun. Þær eru í raun námskenningar þar sem áhrif umbunar og refsingar eru í aðalhlutverkum. rannsóknir hafa sýnt að með því að veita umbun fyrir ákveðna hegðun eykst sú hegðun í framtíðinni en þá er um jákvæða styrkingu að ræða. refsing er hins vegar þegar ákveðinni hegðun fylgir neikvætt áreiti, eins og skammir, og leiðir það til þess að hegðunin minnk - ar (Martin og Pear, 1992). Þvingandi meðferð sem hefur neikvæð áhrif á sjúklinga getur því fallið undir skilgreiningu sem refsi - meðferð innan atferlismótunar (rachman, 1996). Sýnt hefur verið fram á að jákvæð skilyrðing gefur mun betri árangur en refsimeðferð. refsingar geta haft í för með sér neikvæð viðbrögð eins og reiði og ofbeldi. neikvæð hegðun minnkar hratt við 52 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Hjúkrun á geðdeildum — siðferðilegar mótsagnir þvingandi meðferðar og líkan um öruggar sjúkra- deildir Eyrún Thorstensen, hjúkrunarfræðingur, MSc, verkefnastjóri1; Helga Bragadóttir, hjúkrunar- fræðingur, PhD, FAAN, prófessor, forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrunarstjórnun1,2 1 Landspítala 2 hjúkrunarfræðideild, heilbrigðisvísindasviði, háskóla Íslands v/hring- braut, 101 reykjavík Þrátt fyrir það að ekki séu notaðar ólar eða belti á geð deildum á Íslandi þá hefur þvingandi meðferð á geðdeildum hér á landi verið gagn - rýnd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.