Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 56
þar með að draga úr notkun þvingandi meðferðar (jón Snorra- son og guðrún úlfhildur grímsdóttir, 2019). Sjúklingar telja einnig að starfsfólk sem kemur fram af virðingu, umhyggju og nærgætni beiti síður þvingandi meðferð en annað starfsfólk (Ste wart o.fl., 2015). Þetta starfsfólk sýnir sjúklingum samhygð með því að gefa sér tíma til að hlusta, gefa góð ráð, veita upp - lýsingar og huggun og sýnir raunverulegan áhuga á að hjálpa sjúklingum hvort sem er með því að vera til taks, finna upp á dægra dvöl og dreifa athygli sjúklinga, nota snertingu og húmor eða að setja viðeigandi mörk án þess að beita valdi (Larsen og Terkelsen, 2014). Samhygð getur því dregið úr notkun þving - andi meðferðar og haft áhrif á batahorfur sjúklinga því hún hvetur sjúklinga til að breyta venjum, aðlagast sjúkdómi eða ástandi eða sinna meðferð sinni (hsu o.fl., 2012). jákvæð sam- skipti milli starfsfólks og sjúklinga geta því dregið úr atvikum sem leiða til þvingandi meðferðar. Því mætti segja að sá tími sem er varið í beina umönnun og samskipti sé mikil vægur í þessu samhengi. Þó eru niðurstöður mismunandi rannsókna að sumu leyti þversagnarkenndar og það bendir til flókins sam- bands mönnunar, vinnuálags, þekkingar og færni starfsfólks, einkenna sjúklinga og þvingandi meðferðar. Mönn un, vinnu- álag og bráðleiki sjúklinga virðist spila hér saman (Bowers o.fl., 2014; Sharac o.fl., 2010; Staggs, 2013). rannsakendur eru þó fremur á því að þjálfun og menntun starfsfólks sé mikilvægara en fjöldi hjúkrunarfræðinga og annars hjúkrunarstarfsfólks varðandi tíðni ofbeldisatvika og notkun þvingandi meðferðar og að vel þjálfað og menntað starfsfólk dragi úr notkun þving - andi meðferðar (Bowers o.fl., 2014; jón Snorrason og guðrún úlfhildur grímsdóttir, 2019; Putkonen o.fl., 2013). Áhrif umhverfis og aðbúnaðar aðbúnaður sjúklinga og umhverfi deilda hafa áhrif á hversu oft þvingandi meðferð er beitt. hlýlegt umhverfi sem býður upp á góða aðstöðu til næðis, hvíldar og virkni dregur úr þvingandi meðferð (Bowers o.fl., 2014) og þrengsli og tímaskortur virðist auka líkurnar á þvingandi meðferð (Lay o.fl., 2011). notkun sérstakra slökunarherbergja hefur borið góðan árangur við að fækka þeim atvikum sem leiða til þvingandi meðferðar, eins og kvíða, spennu, óróleika og ofbeldi (Cummings, grandfield og Coldwell, 2010; Sivak, 2012). innra skipulag geðdeilda, skýrir verkferlar, góð stjórn un, stuðningur, góð teymisvinna og upplýsingaflæði eru mikilvægir þættir sem draga úr notkun þvingandi meðferðar (Bowers o.fl., 2014; Bowers, nijman, Simpson og jones, 2011; Stewart o.fl., 2015). gott skipulag hefur jákvæð áhrif á líðan starfsfólks og sjúklinga, siða og venja innan geðdeilda og starfsandann (Bowers o.fl., 2014). Mikil starfsmannavelta og slæmur starfsandi geta því valdið því að þvingandi með ferð er oftar beitt á geðdeildum en ella (Papado- poulos, Bowers, Quirk og khanom, 2012; Stewart o.fl., 2015). Samfélag sjúklinga á geðdeildum getur haft áhrif á hve þvingandi meðferð er oft beitt. að sögn Bowers o.fl. (2014) er talið að um fjórðung allra ofbeldisatvika sem leiða til þving - andi meðferðar megi rekja til samskipta milli sjúklinga. Sam- skipti sem einkennast af áreitni, ógnun, samkeppni og stríðni milli sjúklinga eru dæmi um neikvæða hegðun sem geta aukið hættu á notkun þvingandi meðferðar. Einnig getur spenna vegna mikils óróleika sjúklinga haft neikvæð áhrif á aðra sjúk- linga og leitt til atvika eins og þeirra að sjúklingar reyni að strjúka frá deildinni, neiti meðferð eða sýni aðra óæskilega hegðun. Einnig hefur verið sýnt að samskipti milli sjúklinga sem einkennast af hjálpsemi og hvatningu geta dregið úr óæskilegum atvikum. rannsókn Bowers o.fl. (2014) bendir einnig til að ýmislegt sem eigi sér rót utan spítala, eins og áhyggjur af nákomnum, félagslegri stöðu, fréttir af þjóðmálum, áföll eða missir af einhverju tagi, hafi áhrif. fjölmargir þættir utan spítala hafi áhrif á líðan sjúklinga en að um 3% ofbeldis- atvika sem leiði til þvingandi meðferðar megi rekja til þessa. auk þess hafi umgjörð og skipulag deilda áhrif, eins og deildar - reglur og verklag sem gildir á hverri deild. Óskýrar, of strangar eða ósveigjanlegar reglur geti leitt til árekstra sem leiða til þvingandi meðferðar (alexander, 2006). Læstar dyr geðdeilda og frelsis skerðing getur einnig haft neikvæð áhrif og laga - rammi hverrar þjóðar varðandi nauðungarvistun getur haft áhrif bæði til góðs og ills (Bowers o.fl., 2014). eyrún thorstensen og helga bragadóttir 56 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Samskipti sem einkennast af áreitni, ógnun, samkeppni og stríðni milli sjúklinga eru dæmi um neikvæða hegðun sem geta aukið hættu á notkun þvingandi meðferðar. Ljósm. Rudolf Adolfsson.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.