Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 66
Ákvörðun um meðferðarmarkmið er ævinlega tilefni til heiðarlegra umræðna á milli umönnunaraðila, sjúklings og aðstandenda hans, t.d. á fjölskyldufundum, svo tryggt sé að áframhaldið sé í samræmi við óskir hans. Skýr skráning skiptir máli, t.d. við yfirfærslu sjúklinga á milli deilda eða stofnana. Í ályktun ana og víðar er einnig komið inn á að meðferðaráætlanir þurfa að vera aldursmiðaðar og menningar - miðaðar. Lífsskoðanir fólks og hugmyndir um dauðann eru háðar aldri, búsetu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Skerpum hlutverkið og sýnum frumkvæði hjúkrunarfræðingum finnst hlutverk sitt í umræðu um meðferðarmarkmið ekki skýrt þó að í siðareglum hjúkrunarfræðinga og fyrirliggjandi leiðbeiningum sé gert ráð fyrir virkri þátttöku þeirra eins og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Það er tíma- bært að hjúkrunarfræðingar sjálfir skerpi á því hlutverki, það er engra annarra að gera það. hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig er hægt að standa að því: • Efla hæfni sína í að ræða um meðferðarmarkmið með því að kynna sér klínískar leiðbeiningar. • Efna til umræðu á vinnustöðum sínum um klínískar leið beiningar um með - ferðar markmið, á hvern hátt hjúkrunarfræðingar geta tekið þær til sín og sinnt hlutverki sínu í samvinnu við aðrar stéttir. • Taka afstöðu með sjúklingum sem þeir sinna og hlusta vel eftir hugmyndum þeirra um framvindu sjúkdómsins og óskum ef til þess kemur að þeir verði ófærir um að taka ákvörðun um meðferð sína undir lok lífs sjálfir. • útbúa, staðfæra og innleiða eða nota fyrirliggjandi fræðsluefni fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra sem getur komið að gagni í umræðum um óskir við lífslok. • nýta sér „verkfæri“ eins og viðtalsramma sem geta veitt stuðning í ákvörðunar- ferlinu. • hafa frumkvæði að því að semja og innleiða klínískar leiðbeiningar um með - ferðarmarkmið á vinnustöðum ef þær eru ekki þegar til. • æfa sig í orðavali og að tala frekar um meðferðarmarkmið en meðferðartakmark- anir, t.d.: „Markmiðið núna er að mömmu þinni líði eins vel og kostur er og að forðast að gerðir sem geta valdið henni meiri vanlíðan en ástæða er til.“ Lokaorð af framansögðu má ráða að mikilvægt er að hefja umræðu um hugmyndir fólks við lífslok fyrr en venja hefur verið til. fleira fólk nær háum aldri og lifir lengur með langvinna sjúkdóma en áður gerðist. Með ýmsum aðferðum er hægt að lengja líf en því geta fylgt þverrandi lífsgæði. Með samræðum um meðferðarmarkmið er fólki gefinn kostur á að velta fyrir sér framtíðarhugmyndum sínum og óskum ef til þess kemur að það missi heilsuna og verði sjálft ófært um að taka ákvarðanir. hjúkrunarfræðingar eru vel menntuð stétt, oft í nánu sambandi við fólk sem þeir hjúkra og gjarnan í leiðtogahlutverki á vinnustöðum sínum. Þeir geta nýtt ýmsar leiðir til að efla hæfni sína ef þeim finnst eitthvað skorta á hana til að geta veitt öndvegis - hjúkrun. Stundum þarf kjark til að hefja máls á atriðum í starfi og umhverfi og til að æfa útfærslur þannig að allir njóti góðs af, að sjálfsögðu með sjúklinginn í öndvegi. reynsla mín úr starfi sem hjúkrunarfræðingur á hjúkrunarheimili, lyflækninga- deild og líknardeild hefur kennt mér að í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur skiptir máli að finna til öryggis í hlutverki sínu. Sem aðstandandi við andlát ástvina hef ég notið góðrar þjónustu hjúkrunarfræð- inga og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Við þær aðstæður hef ég fundið á eigin skinni hvað örugg og fumlaus framganga skiptir miklu máli fyrir traust og trú á þeim ákvörðunum sem eru teknar og þeim skrefum sem eru stigin. þorgerður ragnarsdóttir 66 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.