Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 68
Útdráttur Bakgrunnur: Streita og kulnun í starfi er algeng á meðal hjúkrunar- fræðinga, sérstaklega í yngri aldurshópum. afleiðingarnar geta leitt til heilsubrests ef ekki er brugðist við vandamálinu snemma. Tilgangur: könnun á streitueinkennum meðal íslenskra hjúkrunar- fræðinga mánuðinn áður en þeir svöruðu spurningalistum um per- sónu-, vinnu- og skjólstæðingstengd kulnunareinkenni og bjargráð við erfiðar aðstæður. Aðferð: Lýsandi þversniðsrannsókn með notkun mælitækjanna Per- ceived Stress Scale (PSS), Copenhagen Burnout inventory (CBi) og Ways of Coping (WOC). rannsóknin er hluti af stærri rannsókn á tveimur íslenskum sjúkrahúsum. Tölfræðileg úrvinnsla var fram- kvæmd á svörum frá 164 þátttakendum. Niðurstöður: Þátttakendur yngri en 40 ára sýndu marktækt meiri streitu en þeir sem voru 40 ára eða eldri (p = 0,001). Þátttakendur sem starfað höfðu 10 ár eða skemur sýndu marktækt alvarlegri streitu en þátttakendur sem starfað höfðu lengur en 10 ár (p = 0,004). Þátt- takendur yngri en 40 ára sýndu marktækt verri kulnunareinkenni en þeir sem eldri voru: persónutengd (p = 0,011), starfstengd (p = 0,018), skjólstæðingstengd (p = 0,017). Marktækur munur var á mati þátt- takenda eftir sviðum á því hvort mönnun væri í góðu lagi á vinnustað, á skurðlækningasviði (60%), á lyflækningasviði (40%) (p < 0,001). Marktæk neikvæð fylgni kom fram á milli streitu, aldurs og starfsaldurs, og á milli kulnunarþátta og aldurs, starfsaldurs, mennt- unar og mönnunar. Marktæk neikvæð fylgni var á milli þess að flýja af hólmi og aldurs, starfsaldurs og þess að sækjast eftir og nýta sér félagslegan stuðning. Marktæk neikvæð fylgni var á milli þess að flýja í huganum og starfsaldurs. Ályktanir: niðurstöðum ber að taka með varúð vegna lítils úrtaks. Þær gefa til kynna að yngri hjúkrunarfræðingar eigi frekar á hættu að finna fyrir streitu og kulnun. Mælitækin PSS og CBi henta í rann- sóknir á streitu og kulnun hjá hjúkrunarfræðingum, en þörf er á frek- ari endurbótum á WOC-spurningalistanum. Lykilorð: Streita, kulnun, bjargráð, bráðalegudeild, hjúkrunarfræð- ingar. Inngangur kulnun er afleiðing af langvarandi áhrifum streitumikils um- hverfis (Maslach og jackson, 1981) og sýnt hefur verið fram á að streita og kulnun meðal heilbrigðisstarfsfólks eru raunveru- legur vandi (khamisa o.fl., 2015). Enn fremur hefur komið fram að streita í starfi hjúkrunarfræðinga hefur forspárgildi fyrir kulnun (happell o.fl., 2013) eftir því sem starfið verður flóknara og kröfur og ábyrgð aukast (rushton o.fl., 2015). helstu álagsþættir í starfi hjúkrunarfræðinga sem taldir eru geta leitt til kulnunar eru léleg samskipti, skyldur starfsins, vandamál tengd skjólstæðingum og jafnvægið milli einkalífs og vinnu (khamisa o.fl., 2015; rushton o.fl., 2015; Zyga o.fl., 2016). Prapanjaroensin o.fl. (2017) hafa bent á að ef hjúkrunar- fræðingar nota árangursrík bjargráð og eiga greiðan aðgang að félagslegum stuðningi jafnt á vinnustað sem og í einkalífi dragi það úr líkum á kulnun og slíkt skili sér í auknu öryggi og gæðum þjónustunnar. Stjórnendur eigi að huga að því að hjúkrunarfræðingar fái viðfangsefni sem þeir ráða við og vinnuaðstæður séu eins góðar og aðstæður leyfa. niðurstöður nýlegra rannsókna hafa samt sem áður gefið ástæðu til að skoða betur hve langan tíma það tekur að verða fyrir kulnun í ljósi þess að yngri hjúkrunarfræðingar sýna frekar merki um streitu og kulnun en þeir sem eldri eru (Lee o.fl., 2015; gómez-urquiza o.fl., 2017). Í sænskri langtíma- rannsókn rudman o.fl. (2014) voru gerðar athuganir á við - horfum nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga til starfsins. niður - 68 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Berglind harpa Svavarsdóttir, dagþjónustu aldraðra, hlymsdölum, Egilsstöðum Elísabet hjörleifsdóttir, háskólanum á akureyri Streita, kulnun og bjargráð á meðal hjúkrunar - fræðinga á bráðalegudeildum Nýjungar: Með þessari rannsókn er í fyrsta sinn skoðuð streita, kulnun og bjargráð hjá íslenskum hjúkrunarfræð- ingum með sérstakri áherslu á aldur og starfsaldur. Hagnýting: niðurstöður gefa skýrt til kynna mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar séu meðvitaðir um einkenni kuln- unar, að stjórnendur þekki til þeirra einkenna og hverjir gætu verið í áhættuhóp, bregðist rétt við og leiti leiða til úrbóta. Þekking: niðurstöður sýna að einkenni streitu og kulnunar eru alvarlegt vandamál á meðal hjúkrunarfræðinga, sérstak- lega í yngri aldurshópum, bregðast þarf skjótt við til að fyrir - byggja að einkenni versni því slíkt getur leitt til algjörrar örmögnunar sé ekkert aðhafst. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Bein tengsl eru á milli streitu og kulnunar og þetta tvennt getur haft áhrif á störf og ábyrgð hjúkrunarfræðinga og leitt til lakari eða jafnvel ófull- nægjandi hjúkrunar og stuðnings. Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.