Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 69

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 69
stöður leiddu í ljós að fimmti hver hjúkrunarfræðingur í 1.417 manna úrtaki hafði í hyggju að hætta störfum og því sterkari sem kulnunin mældist því ákveðnari voru þátttakendur í að hætta störfum. Við þetta bæta Cheval og félagar (2019) í ný - legri rannsókn sinni á nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum að tengsl reyndust annars vegar milli þeirrar tilfinningar að hafa ekki getað veitt sjúklingunum þá hjúkrun sem þeir hefðu viljað veita og hins vegar óánægju í starfi og hugleiðinga um að hætta í hjúkrunarstarfinu. hugmyndafræðilegur rammi rannsóknarinnar er sóttur til kenningar Lazarusar og folkman (1984) og folkman og félaga (1986) um streitu og bjargráð sem skilgreinir bjargráð fólks við streituvaldandi atburðum. kenningin felur í sér að einstak- lingurinn tekur á vandamálinu á skipulegan og hagnýtan hátt (e. problem-solving coping) eða reynir að draga úr tilfinninga- legum viðbrögðum tengdum streitu, s.s. ótta, kvíða, æsingi eða gremju (e. emotion-focused coping) (Dunkel-Schetter o.fl., 1992; Lazarus og folkman, 1984). Mat einstaklingsins á vand- anum byggist á eigin gildismati og fyrri viðbrögðum hans við streitufullum atburðum sem hafa hent hann áður í lífinu og mati hans á hversu skaðlegt eða hættulaust hann telur atvikið vera (folkman o.fl., 1986). niðurstöður í rannsókn Zyga og félaga (2016) endurspegla fyrrgreinda kenningu Lazarusar og folkmans (1984) og sýna að bjargráðin sem virka best gegn streitu í vinnu hjúkrunarfræðinga eru jákvæð nálgun á vanda- málinu, jákvætt endurmat og vinnuskipulag. Þessi rannsókn er hluti af stærri rannsókn. helsti ávinn- ingur rannsóknarinnar, eftir bestu vitund höfunda, er að í fyrsta sinn eru skoðuð streita, kulnun og bjargráð í einni og sömu rannsókninni. gefur það möguleika á að tvinna saman alla þessa þrjá þætti og fá heildarmynd og nýja vitneskju um efnið. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna streitu, kulnun og bjargráð á meðal hjúkrunarfræðinga sem störfuðu á skurð- og lyflækningasviði Landspítalans og Sjúkrahússins á akureyri. Settar voru fram fimm rannsóknarspurningar með hliðsjón af eftirfarandi bakgrunnsbreytum þátttakenda: aldri, fjölskyldu- högum, starfsaldri í hjúkrun, starfsaldri á núverandi vinnustað, vinnustað, menntun ásamt viðhorfi til mönnunar á vinnustað: 1. hvaða bakgrunnsbreytur hafa áhrif á streitu hjúkr- unarfræðinga? 2. hversu stórt hlutfall hjúkrunarfræðinga ber merki um kulnun? 3. hefur aldur áhrif á persónutengda, starfstengda og skjólstæðingstengda kulnun? 4. Er fylgni á milli aldurs, starfsaldurs, menntunar og mats á mönnun og streitu, kulnunar og bjargráða? 5. hver er munur á streitu, kulnun og bjargráðum eftir aldri? Aðferð Rannsóknarsnið og þátttakendur rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn með hentugleika- úrtaki. Skilyrði fyrir þátttöku voru að hafa íslenskt hjúkrunar- leyfi, starfa á bráðalegudeild sjúkrahúss á lyflækninga- eða skurðlækningasviði meðan rannsóknin fór fram og hafa fullan skilning á töluðu og skrifuðu íslensku máli. Matstæki Mælitæki rannsóknarinnar voru þrír spurningalistar: Perceived Stress Scale (PSS), Copenhagen Burnout inventory (CBi) og Ways of Coping (WOC). fyrst var spurt nokkurra lýð fræði - legra spurninga um: aldur, fjölskylduhagi, starfsaldur í hjúkr - un, starfsaldur á núverandi vinnustað, vinnustað, menntun og um viðhorf þátttakenda til mönnunar á viðkomandi deild. Svar - möguleikar voru á raðkvarða frá 1–4 (1 = í góðu lagi, 2 = viðunandi, 3 = óviðunandi og 4 = algerlega óviðunandi). 1. PSS mælir streitueinkenni með 10 spurningum sem bein- ast að tilfinningum og hugsunum þátttakenda eins og þeir meta að þær hafi verið sl. mánuð. Svarmöguleikarnir eru á raðkvarða frá 0–4 frá tíðninni 0 = aldrei í 4 = mjög oft og er eins við allar spurningarnar (Cohen o.fl., 1983). Spurningalistinn hefur verið notaður í íslenskri rannsókn á hjúkrunarfræðingum (Þórey agnarsdóttir o.fl., 2014). Viðmiðunargildið sem notað er fyrir streitu er 13,7 stig (Cohen og Williamsson, 1988). 2. CBi mælir persónutengda og starfstengda kulnun og kulnun tengda skjólstæðingum. Mælitækinu er skipt í flokka, a, B, C og D, eftir styrkleika kulnunareinkenna samkvæmt fyri rframgefnum viðmiðum frá 0–21+: a) Einstaklingurinn ber engin merki um kulnun; B) Einstaklingurinn ætti að vera með vitaður um nokkur einkenni; C) Einstaklingurinn er með kulnunareinkenni sem hann D) Ein stak lingurinn er svo örmagna og útbrunninn að hann ætti að leita sér tafarlaust hjálpar til að breyta stöðu sinni (Borritz og kristensen, 2004). undir hverjum flokki eru þáttunum persónutengd kulnun, starfstengd kulnun og kulnun tengd skjól stæð ingum gefin stig eftir alvarleika kulnunar. Svarmöguleikarnir eru á raðkvarða frá 0 = aldrei í 4 = alltaf eða frá 0 = að mjög litlu leyti í 4 = að mjög miklu leyti. Spurningalistinn hefur einungis verið notað - ur í einni íslenskri rannsókn, á skólastjórnendum á Íslandi (gerður Ólína Steinþórsdóttir o.fl., 2015). 3. WOC sýnir til hvaða bjargráða einstaklingurinn grípur við erfiðar og streituvaldandi aðstæður á vinnustað síðasta árið með 41 spurningu. Það mælir fimm tegundir bjargráða: að sækjast eftir og nýta sér félagslegan stuðning (tilfinningalegan og áþreifanlegan) (e. seeking and using social support); að halda sig til hlés (vitsmunaleg viðleitni til að víkja sér undan eða aðskilja sig frá því sem er að gerast til að draga úr mikil- vægi aðstæðnanna) (e. distancing); að sýna jákvæðni (ígrund - uð viðleitni til að takast á við vandamálið) (e. focusing on the positive); að flýja í huganum (biðja, óska og vonast eftir krafta- verki, beita vitsmunum til að flýja streituvaldinn) (e. cognitive esacape-avoidance); flýja af hólmi (sniðganga aðra, hegða sér á þann hátt að flýja streituvaldinn) (e. behavioural esape-avoid - ance). Svarmöguleikarnir eru á raðkvarða frá 0 = á ekki við/ aldrei í 4 = mjög oft. upphafleg útgáfa spurningalistans (folk- man o.fl., 1986) hefur verið stytt og aðlöguð ákveðnum hópum ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.