Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 70

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 70
(Dunkel-Schetter o.fl., 1992). Í þessari rannsókn var íslensk þýðing spurningalistans, sem var forprófuð í rannsókn á ís- lenskum krabbameinssjúklingum (hjörleifsdóttir o.fl., 2006), aðlöguð að rannsókninni. Í lokin var þátttakendum gefið tæki- færi til að koma með skriflega viðbótarlýsingu á reynslu sinni og athugasemdir um uppsetningu og orðalag spurningalistanna. Framkvæmd Valin voru tvö fjölmenn starfssvið innan hjúkrunar, bráðalegu- deildir á lyflækninga- og skurðlækningasviðum á Landspítala og á Sjúkrahúsi akureyrar. Þegar gagnasöfnun fór fram (mars-apríl 2017) voru samkvæmt upplýsingum stjórnenda deilda alls 17 deildir innan þessara sviða á báðum stofnunum, með samtals 425 starfandi hjúkrunarfræðinga. haft var samband við hjúkr- unardeildarstjóra á fyrrgreindum sviðum og rannsóknin kynnt fyrir þeim, í samráði við þá var kynningarbréf um um rannsókn- ina, spurningalistunum og frímerktu svar umslagi dreift til vænt- anlegra þátttakenda. Spurningalistarnir voru lagðir fyrir almenna hjúkrunarfræðinga og stjórnendur hverrar deildar (n = 425). Siðfræði Leyfi fyrir rannsókninni fékkst hjá Siðanefnd stjórnsýslurann- sókna á LSh (erindi nr. 1/2017), framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra hjúkrunar á LSh (tilv.16, LSh 26-17) og framkvæmdastjóra lækninga á Sjúkrahúsinu á akureyri (3. febrúar 2017). að auki samþykktu deildarstjórar bráðalegu- deildanna rannsóknina. allar upplýsingar í rannsókninni voru meðhöndlaðar samkvæmt ströngustu reglum um trúnað og nafnleynd og farið eftir lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (Lög um persónuvernd og meðferð per- sónuupplýsinga nr. 77/ 2000) og lögum um heilbrigðisstarfs- menn (Lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012). Í kynn ingar- bréfinu komu fram markmið og tilgangur rannsóknarinnar, að upplýsingarnar væru nafnlausar og órekjanlegar til svar- enda og fyllsta trúnaðar væri gætt. Tekið var fram að með því að svara spurningalistunum hefði viðkomandi gefið upplýst samþykki sitt til þátttöku en hætta mætti þátttöku hvenær sem væri án nokkurra afleiðinga fyrir þátttakandann. Réttmæti og áreiðanleiki Ekki liggja fyrir íslenskar rannsóknir á áreiðanleika PSS-mæli- tækisins né heldur CBi. Erlendar rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á áreiðanleika PSS (Lee, 2012) með Cronbach-alfa- áreiðanleikastuðul > 0,70 (nunnally og Bernstein, 1994). Sýnt hefur verið fram á áreiðanleika CBi með Cronbach-alfa á bilinu 0,89–0,91 (Sestili o.fl., 2018). forprófun á íslenskri þýðingu WOC-mælitækisins sýndi Cronbach-alfa á bilinu 0,46–0,81 og er það fyllilega í samræmi við erlendar áreiðanleikamælingar á þessu mælitæki (Dunkel-Schetter o.fl., 1992; hjörleifsdóttir o.fl., 2006). Til að auka á réttmæti og innri áreiðanleika mæli- tækjanna í þessari rannsókn voru spurningalistarnir lagðir fyrir sex aðila með ólíkan bakgrunn. Þeir gerðu gagnlegar athuga- semdir um málfar, uppsetningu og innihald spurninganna. Úrvinnsla gagna notað var tölfræðiforritið Statistical Package for the Social Sci- ences (SPSS, 22). Lýsandi tölfræði var notuð við framsetningu gagna. Stuðst var við kí-kvaðratpróf við athugun á mun á hópum, Spearmans-ró var notað til að reikna fylgni á milli breyta og Mann-Withney u-próf til að skoða mun á meðal- tölum tveggja hópa. Marktektarmörk voru sett við p < 0,05 (altman, 1999). Chronbach-alfa-stuðullinn með skilgrein- inguna frá 0 og upp í 1 var hafður sem viðmið um áreiðanleika mælitækjanna (Cronbach, 1951) með viðmiðin 0,90 sem frá- bær og 0,50 eða minna óviðunandi (george and Mallery, 2003). Niðurstöður Bakgrunnur þátttakenda Eins og áður er getið er þessi rannsókn hluti af stærri rann- sókn. Þegar svarhlutfall var komið í 38,6% (n = 164) var unnið að úrvinnslu þeirra gagna. Meirihluti þátttakenda var 40 ára og eldri (54,2%, n = 89). flestir voru giftir eða í sambúð (74,4%, n = 122). fleiri höfðu starfað í 10 ár eða lengur (54,3%, n = 89). fjöldi þátttakenda með starfsaldur fimm ár eða styttri á núverandi vinnustað var 45,7% (n = 75) og 54,3% (n = 89) höfðu starfað lengur en fimm ár. fleiri þátttakendur unnu á lyflækningasviði (67,7%, n = 111). Þeir sem höfðu lokið við - bótarnámi að loknu grunnámi í hjúkrun voru 41 (tafla 1). berglind harpa svavarsdóttir og elísabet hjörleifsdóttir 70 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 n % aldur undir 30 25 (15,2) 30–39 ára 50 (30,5) 40–49 ára 42 (25,6) 50–59 ára 34 (20,7) 60 ára eða eldri 13 (7,9) fjölskylduhagir gift(ur) 73 (44,5) Sambúð 49 (29,9) Býr ein(n) 31 (18,9) annað 4 (2,4) Svarar ekki 7 (4,3) Starfsaldur í hjúkrun 10 ár eða minna 75 (47,5) Meira en 10 ár 89 (54,3) Starfsaldur á núverandi vinnustað 5 ár eða minna 75 (45,7) Meira en 5 ár 89 (54,3) Vinnustaður Lyflækningasvið 111 (67,7) Skurðlækningasvið 53 (32,3) Menntun hjúkrunarpróf 22 (13,4) BS-gráða í hjúkrun 101 (61,6) Diplómagráða í hjúkrun 22 (13,4) MSc-gráða í hjúkrun 19 (11,6) Tafla 1. Bakgrunnur þátttakenda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.