Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 77

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 77
Í Evrópu hefur stór þversniðsrannsókn (EurOaSPirE) á lífsstíl, áhættuþáttum og meðferð kransæðasjúklinga í 27 löndum (n = 8261), sex mánuðum frá útskrift af sjúkrahúsi, sýnt að stór hluti þeirra lifði óheilbrigðu lífi hvað varðar reyk- ingar, mataræði og reglubundna hreyfingu. Stór hluti þeirra var einnig of þungur og með háan blóðþrýsting, blóðfitutrufl- anir og sykursýki (kotseva o.fl., 2019). Minnihluti sjúkling- anna náði þeim meðferðarmarkmiðum sem klínískar leið bein- ingar um annars stigs forvarnir kransæðasjúkdóms kveða á um (Piepoli o.fl., 2016). af þessum niðurstöðum má álykta að sjálfsumönnun kransæðasjúklinga sé ekki eins og best verður á kosið en hún er einn af grundvallarþáttum í meðhöndlun kransæðasjúkdóms (riegel o.fl., 2017). Sjálfsumönnun í langvinnum sjúkdómum hefur verið skil- greind af riegel og félögum (2012) sem ferli þar sem einstak- lingurinn velur heilsueflandi hegðun til að viðhalda og bæta heilsu sína og lágmarka áhrif og afleiðingar sjúkdómsins og meðferðar hans. Sjálfsumönnun felur í sér viðhald heilbrigðis (e. self-care maintenance), eftirlit með einkennum (e. self-care monitoring) og stjórnun sjálfsumönnunar (e. self-care manage- ment) (riegel o.fl., 2012). Dæmi um viðhald heilbrigðis meðal einstaklinga með kransæðasjúkdóm er að borða hollan mat, hreyfa sig reglulega, forðast streitu, taka lyf eins og ráðlagt er og mæta í eftirlit (Dickson o.fl., 2017; Piepoli o.fl., 2016; riegel o.fl., 2017). Dæmi um eftirlit með einkennum og líðan er að fylgjast með og meta þrek, brjóstverki og andlega líðan (Piepoli o.fl., 2016; riegel o.fl., 2017). Eftirlit er brúin á milli við halds heilbrigðis og stjórnunar sjálfsumönnunar sem felur í sér að geta lagt mat á og brugðist við breytingum á einkenn um og líðan og tekið ákvörðun um hvað gera skuli (riegel o.fl., 2012). Dæmi um stjórnun sjálfsumönnunar í kransæða sjúk dómi er að taka nítróglyserín, eða hvíla sig þegar brjóstverkur gerir vart við sig en einnig að geta tekið ákvörðun um hvenær leita skuli aðstoðar, til dæmis með því að hringja á sjúkrabíl þegar einkenni benda til kransæðastíflu (Dickson o.fl., 2017). Til að ná góðri færni í sjálfsumönnun þarf sjúklingurinn að búa yfir þekkingu um sjúkdóminn og meðferð hans, að geta nýtt sér mat og mælingar á einkennum og hafa getu til að taka ákvarð- anir þegar bregðast þarf við einkennum sjúkdómsins. Enn fremur er aðheldni (e. adherence) mikilvægur hluti sjálfs - umönnunar. Þekking ein og sér nægir þó ekki til að breyta hegðun eða bæta árangur meðferðar (riegel o.fl., 2017). Margir aðrir þættir geta haft áhrif á hversu vel tekst til með sjálfs umönnun, svo sem reynsla og færni, áhugi, menning og gildi, sjálfsöryggi, venjur, líkamleg virkni og vitræn geta, stuðningur annarra og aðgengi að heilbrigðisþjónustu (riegel o.fl., 2012). heilbrigðisstarfsfólk getur stutt við sjálfsumönnun sjúklinga með því að veita þeim markvissa fræðslu og stuðning (riegel o.fl., 2012). hins vegar hefur þjálfun í sjálfsumönnun ekki tíðkast í heilbrigðiskerfinu fram til þessa, hvorki fyrir skjól stæðinga né heilbrigðisstarfsfólk (riegel o.fl., 2017) en slíkt er mikilvægt fyrir heilsueflingu sjúklinga og bætta með - ferð langvinnra sjúkdóma. Til að hægt sé að skipuleggja hjúkrunarmeðferð sem styður við sjálfsumönnun íslenskra einstaklinga með kransæðasjúk- dóm er mikilvægt að kanna hvernig sjálfsumönnun þeirra er háttað. Slíkt hefur ekki verið gert á Íslandi svo vitað sé. Til- gangur þessarar rannsóknar var að kanna stöðu áhættuþátta meðal einstaklinga með kransæðasjúkdóm, mat þeirra á eigin sjálfsumönnun og trú á eigin getu til sjálfsumönnunar og tengsl bakgrunnsbreyta við sjálfsumönnun. Aðferð rannsóknin var þversniðsrannsókn. notuð voru gögn úr kranS-rannsókninni um lífsstíl, áhættuþætti og sjálfs umönn - un kransæðasjúklinga (https://www.unak.is/is/rannsoknir/ rannsoknir-vid-ha/The-kranS-study). Rannsóknarsnið og þátttakendur Sjúklingum með staðfestan kransæðasjúkdóm, á aldrinum 18– 79 ára, sem lögðust inn á Landspítala eða Sjúkrahúsið á akur- eyri með brátt kransæðaheilkenni, bráða kransæðastíflu, vegna kransæðavíkkunar eða kransæðahjáveituaðgerðar, á tímabilinu október 2017 til nóvember 2018, var boðið að taka þátt í rann- sókninni. útilokaðir voru þeir sem ekki skildu talað eða ritað íslenskt mál og þeir sem voru með þroskahömlun eða greind - an heilasjúkdóm sem hamlaði getu þeirra til að svara spurn- ingalista rannsóknarinnar. Framkvæmd fyrir útskrift af sjúkrahúsi var leitað eftir samþykki sjúklinga sem uppfylltu þátttökuskilyrði. Þátttakendur svöruðu spurn- ingalista á sjúkrahúsi eða skömmu eftir að heim var komið. rannsakendur gerðu nauðsynlegar mælingar og söfnuðu gögn um úr sjúkraskrá. Mælingar Sjálfsumönnun var metin með mælitækinu „Sjálfsumönnun kransæðasjúklinga“ (Sjálfsumönnun-kranS) sem er íslensk útgáfa af „Self-Care of Coronary heart Disease inventory“ (SC-ChDi) og notað hér í fyrsta sinn. Mælitækið er nýr 22 atriða spurningalisti sem skiptist í þrjá hluta. a-hluti metur viðhald heilbrigðis með 10 spurningum um heilsusamlega hegðun sem kransæðasjúklingum er almennt ráðlögð. B-hluti metur stjórnun sjálfsumönnunar með sex spurningum um vöktun einkenna og viðbrögð við þeim. C-hluti metur trú á eigin getu til sjálfsumönnunar með sex spurningum um sjálfs- öryggi til þess að framkvæma það sem þarf til að takast á við sjúkdóminn. Svarmöguleikar eru á fjögurra og fimm punkta raðkvarða sem gefa ýmist 1–4 stig eða 0–4 stig. Samanlögð stig fyrir hvern hluta fyrir sig (a, B, og C) eru umreiknuð í stöðluð stig (0–100) þar sem fleiri stig þýða betri sjálfsumönnun eða meiri trú á eigin getu. Þátttakandi þarf að hafa svarað meira en helmingi spurninga í hverjum undirlista til að undirlistinn teljist nothæfur. Próffræðilegir eiginleikar spurningalistans hafa verið metnir og reynst fullnægjandi (Dickson o.fl., 2017). ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.