Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Page 7

Vinnan - 01.09.1946, Page 7
Alþýðusamband íslands í dag Nýsköpun og kjarabœtur Frá 17. þingi Alþýðusambandsins haustið 1942, að sameiningarmenn náðu meirihlutaaðstöðu í verkalýðs- samtökunum og skipulagsform hins stéttarlega sjónar- miðs komst í framkvæmd, hefur sambandið einbeitt á- hrifum sínum út á við að því að vekja þjóðina, og þó einkum hinar vinnandi stéttir til skilnings á nauðsyn þess að efla atvinnuvegi landsins, svo stýrt yrði hjá at- vinnuleysi í framtíðinni og að þjóðin gæti staðið föstum fótum í efnahags- og viðskiptalegu tilliti gagnvart um- heiminum. Með þetta fyrir augum hefur sambandinu tekizt s.l. 4 ár að gera atvinnumálin að brennandi hugð- arefni verkalýðssamtakanna, sameina hina vinnandi þjóð um þetta mál á stéttarlegum grundvelli og skapa sterkt almenningsálit í landinu til framdráttar þeirri þjóðmálastefnu, er hrint gæti í framkvæmd þörfum fólksins og óskum um eflingu atvinnuveganna. Með myndun núverandi ríkisstjórnar var merkum áfanga náð á þessari braut, enda hafa þeir hlutir gerzt í atvinnumálum í núverandi stjórnartíð hér á landi, þjóðinni til velfarnaðar, að jafnvel hinir bjartsýn- ustu formælendur nýsköpunarinnar geta eftir atvikum vel við unað og aðstaða vinnandi fólks á mörgum svið- um batnað svo, að slíks eru eigi dæmi í sögu íslenzkra verkalýðssamtaka á svo skömmum tíma, svo ekki sé fjölyrt um hina auknu framtíðarmöguleika, ef áfram er haldið á sömu braut. Á braut nýsköpunarinnar hefur því Alþýðusamband íslands ekki aðeins átt þessi ár sinn mikla þátt í því að bægja óvætti atvinnuleysisins frá garði alþýðunnar, heldur einnig og jafnframt skapað skilyrði, sem annars voru útilokuð, fyrir þeim miklu kjarabótum sem orðið hafa til handa verkalýðnum um land allt á þessu tíma- bili. Kjarabœtur verkalýðsins 1944-1946 Þegar núverandi sambandsstjórn hóf starfstíma sinn höfðu helztu aðiljar um kaup og kjör í landinu, Al- þýðusamband íslands og Vinnuveitendafélag íslands, Þing Alþýðusambandsins árið 1942 markar tíma- mót í sögu þess, með því að þá voru raunveru- lega slitin að fullu hin skipulagslegu tengsl milli Alþýðusambands og Alþýðuflokks og Alþýðusam- band Islands gert að hreinu verkalýðssambandi. A þeim fjórum árum, sem síðan eru liðin, hafa gerzt svo margir og merkilegir atburðir í sögu sambandsins, félagatala þess aukizt stórkostlega og þeir sigrar unnizt í hagsmunabaráttu verka- lýðsins, að vert þykir að Vinnan flytji eitthvað um sambandið eins og það er í dag. gefið yfirlýsingar þess efnis, að ríkisstjórnin gat vænst þess að til áramótanna 1945 og 1946 yrðu ekki veru- legar breytingar á kaupi og kjörum frá því sem var, að öðru leyti en því sem tal’ist gæti til samræmingar og lagfæringa. Fyrir og eftir áramótin 1944—45 fóru fram umræð- ur milli fulltrúa Alþýðusambandsins og Vinnuveitenda- félagsins um heildarsamninga er gilda skyldu til árs- byrjunar 1946, en líkur til samkomulags urðu eigi það góðar, að sambandsstjórn teldi ómaksins vert að leita umboðs hjá sambandsfélögunum til samningsgerðar. Það vandaverk beið því sambandsstjórnar, að gera hvort tveggja í senn: framfylgja kröfum sambandsfé- laga um kjarabætur annars vegar og gæta þess jafn- framt, að stjórnarsamvinna nýsköpunarinnar biði ekki hnekki við hinsvegar. A fyrra helmingi starfstímabilsins (1944—45) eru á vegum sambandsins og félaga þess gerðir milli 60 og 70 kjarasamningar, sem allir færðu viðkomandi verka- fólki mikilvægar kjarabætur. A síðari helmingi starfstímabilsins (1945—46) hafa ýmist verið gerðir eða eru í gangi milli 70 og 80 kjara- samningar á vegum sambandsins og sambandsfélag- anna. A starfstímabilinu öllu hafa því sambandið og félög þess haft með höndum um 150 kjarasamninga. Eru þó ekki hér með taldir taxtar, er skipta tugum á þessu tímabili. Til þess að gefa hugmynd um athafnir heildarsamtak- anna á þessu starfstímabili í launa- og kjaramálunum, VINNAN 197

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.