Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Side 8

Vinnan - 01.09.1946, Side 8
borið saman við fortíðina, má geta þess, að á næsta starfstímabili á undan voru gerðir um 50 kjarasamn- ingar á vegum sambandsins, og hafa því athafnir sam- bandsins á þessu tímabili þrefaldast á við það sem áður var í bezta lagi eða því sem næst. Frá því er skipulagsbreyting sambandsins varð að veruleika og sameiningarmenn tóku við stjórn þess, til dagsins í dag, hafa því um 200 kjarasamningar verið gerðir á vegum sambandsins, þar af % á síðasta starfs- tímabili. Einstahir hjarasamningar Margir þeirra kjarasamninga, sem gerðir hafa verið, eru hinir mikilvægustu, þótt hér verði eigi nefndir nema örfáir. Vegavinnusamningurinn. — Með honum náði sam- bandið fram öllum helztu atriðunum er 18. sambands- þingið lagði áherzlu á, og ekki höfðu náðzt áður. Forgangsréttur félagsbundinna manna innan Alþýðu- sambandsins er nú samningsbundinn. Aður gilti for- gangsrétturinn aðeins á kjarasvæðium þar sem hann hafði verið samningsbundinn af viðkomandi félagi í héraði. Viðkomandi sambandsfélag getur nú með samningum eða viðurkenndum taxta heima fyrir breytt kaupi og kjörum á kjarasvæði sínu hvenær sem hentugleikar leyfa, án þess að það komi í bága við vegavinnusamn- inginn. Með þessu móti hefur samræmingu launakjar- anna verið rudd braut svo sem raun ber vitni á þessu starfstímabili, í strjálbýlinu. Áður giltu ákvæði vegavinnusamningsins á kjara- svæðum utan félagssvæði, á meðan honum hafði ekki verið sagt upp, þannig að slíkar breytingar þurftu að kosta uppsögn á vegavinnusamningnum öllum. Þá fékkst því einnig til leiðar komið, að vegagerð- inni er ekki lengur heimilt að taka á leigu bifreiðar manna, sem ekki aka þeim sjálfir, á meðan völ er á atvinnubílstjórum á kjarasvæðinu. Fleiri endurbætur fengust á vegavinnukjörunum. Samningur um kaup og kj'ór matreiðslukvenna í vega- og brúagerð er merkilegt nýmæli, enda sá fyrsti, sem gerður hefur verið af því tagi. Með honum hefur matreiðslustúlkum í vega- og brúa- gerð verið í fyrsta skipti tryggður vinnudagur sam- bærilegur öðrum starfsstéttum, fullkomin greiðsla fyrir yfirvinnu, og öryggi gagnvart þeirri ofþrælkun, sem áður þekktist í þessu starfi, auk beinnar launahækkunar. Kjarasamningur Verzlunarmannafélags Vestmanna- eyinga er sérstaklega merkilegur vegna þess, að hann er sá fyrsti, sem gerður er þar og hefur orðið upphaf mikillar stéttarvakningar meðal verzlunarmanna víða um land. Samningur Nótar, félags netavinnufólks er nýmæli, ekki aðeins sakir þess, að með honum fengust meiri kjarabætur en dæmi eru til áður í sögu félagsins, og þótt víðar sé leitað, heldur einnig vegna þess, að í fyrsta skipti þá fæst með samningi milli stétta fullkomið jafn- rétti kvenna og karla í launamálum og lögleg viðurkenn- ing fyrir iðnréttindum netavinnufólksins. Til merkra kjarasamninga mætti, auk þessa, telja samning Félags garðyrkjumanna, Mj ólkurfræðingafé- lags íslands, starfsmannafélagsins „Þórs“, Verkalýðs- félags Austur-Eyjafjallahrepps, Verkamannafélagsins Þróttar, Siglufirði, o. fl., sem hver fyrir sig hafa sína sögulegu þýðingu. Síldveiðisamningarnir sumarið 1945 og farmanna- samningarnir síðustu eru vissulega fyrir margra hluta sakir hinir mikilvægustu, en hefðu án efa getað orðið sjómönnum auðunnari og betri, ef betri samvinna hefði getað tekizt milli einstakra félaga, sem að þeim stóðu, og heildarsamtakanna. Samrceming á kjörum vörubifreiðastjóra. — Á starfs- tímabilinu hefur mikið verið unnið að samræmingu á kjörum vörubifreiðastjóra. Er þessu nú svo á veg kom- ið, að víðast hvar um landið gilda því sem næst sömu kjör og í Reykjavík við tímakeyrslu vörubifreiða, enda hafa víða um land verið stofnaðar deildir vörubifreiða- stjóra í sambandsfélögum. Þann 4. jan. s.l. kallaði sambandið saman ráðstefnu, að tilhlutun Vörubílstjórafél. Þróttar, með fulltrúum vörubifreiðastjóra af Suðurlandsundirlendinu og ná- grenni Faxaflóa. Árangur ráðstefnunnar varð sá, að nú gildir á langleiðum einn og sami taxti í Reykjavík og nærliggjandi sýslurn á Suðvesturlandi. Launadeilur Hinar margvíslegu kjarabætur, sem unnizt hafa með öllum þeim samningum, er gerðir hafa verið á þessu tímabili, má með sanni segja, að fengizt hafi á skömm- um tíma og með tiltölulega lítilli fyrirhöfn, borið saman við það sem áður var. Þetta ber að þakka tvennu: I fyrsta lagi hagkvæmu stjórnmálaástandi, sem telja má árangur réttrar afstöðu heildarsamtakanna til þjóð- málanna síðan á 17. þingi sambandsins, s.I. 4 ár. í öðru lagi sterkari stéttareiningu verkalýðsins en nokkurn tíma áður og fullkomnari baráttuaðferðum hans. Á þessu tímabili hefur vissulega ekki orðið hjá því komizt að til átaka kæmi. — í tugum tilfella hefur ekki dregið til samkomulags fyrr en á enduðum verkfalls- fyrirvara, og allmargar Vinnustöðvanir hafa orðið, sum- ar jafnvel svo vikum skipti. í sumum þessara deilna hefur Sambandið orðið að grípa til víðtækra aðgerða, sem reynt hafa á stéttarþroska sambandsfélaganna og stéttarlegt víðsýni þeirra meira en nokkru sinni áður 198 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.