Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Síða 14

Vinnan - 01.09.1946, Síða 14
þessi dýrmæta eining stéttarinnar fær aS eflast að skipulagi og stéttarpólitískum þroska. Þetta hefur sambandsstjórn verið ljóst, enda verið óþreytandi í því, á þessu tímabili harðvítugra átaka milli stj órnmálaflokka, að brýna fyrir sambandsfélög- um að láta eigi slík átök veikja hina stéttarlegu einingu sína. — Þetta sýnir m. a. ályktun miðstjórnar frá 21. sept. s.l. ár, er send var öllum sambandsfélögum. Þar segir: „Með tilliti til kosninga þeirra, sem háðar verða um land allt á næsta ári, og að búast má við sterkum átök- um milli flokka í sambandi við þær, vill miðstjórnin áminna öll sambandsfélög Alþýðusambandsins um það, að standa sem bezt á verði um hina stéttarlegu einingu á grundvelli stéttarlegra sjónarmiða, hvað sem átökum stjórnmálaflokka líður. Þetta má þó engan veginn skilj- ast þannig, að stéttarsamtök verkalýðsins eigi að líta á þessar kosningar sem óviðkomandi mál, þvert á móti. Kosningar þessar eiga verkalýðsfélögin beinlínis að nota til allsherjar liðsöfnunar vinnandi stétta um hags- munamálin. Kemur þá einkum til greina nýsköpun at- vinnuveganna, þ. e. sköpun einingar vinnandi fólks um framkvæmd þeirra stefnumála, sem núverandi stjórnar- samvinna byggist á ■— og stéttarleg eining gegn þeim öflum, sem vilja koma henni á kné-------“ Alþýða landsins, og reyndar öll þjóðin, á mikið í húfi, að hin stéttarlega eining innan verkalýðssamtak- anna ekki bresti. Hlutverk hinnar stéttarlegu einingar er mikilvægt. Hamingja lands og þjóðar liggur við, að það verði giftusamlega af hendi leyst. Vér þurfum að fullkomna enn starfsaðferðir og skipulag heildarsamtakanna til samræmis við kröfur tímans og framtíðarverkefnin, gera stéttarsamtökin að enn öflugra tæki í launabaráttunni og samræma hana hinni almennu hagsmuna- og réttindabaráttu alþýð- unnar á sviði þjóðmálanna. Vér eigum að gera Alþýðusamband íslands að enn sterkara þjóðfélagsafli í þágu hinnar atvinnulegu ný- sköpunar í landinu og knýja hana fram að settu marki. Vér verðum að fá því til leiðar komið, að sigrum verkalýðsins í launabaráttunni verði eigi rænt eftir stjórnmálalegum leiöum, með aukinni dýrtíð á kostnaö hans og að valdhafarnir geri eigi í verðlagsmálunum neitt það, er varðar hagsmuni verkalýðsins, án sam- ráðs við hann og samþykkis stéttarsamtaka hans. Vér þurfum að marka það skýrt stefnuna í dýrtíðar- málum, tryggingarmálum, öryggismálum, húsnæðis- málum o. s. frv., að vinnandi stéttum verði hún það ljós, að þær geti saiíieinast um hana á stéttargrundvelli. Vér verðum að halda áfram liðsöfnuninni með þjóð vorri um sjálfstæðimálið og linna eigi fyrr en Island er sem fullvalda og sjálfstætt ríki, hreinsað af erlendum her. AF ALÞJÓÐAVETTVANGI k----------------------------------------------y Frh. af hls. 196. c) Hin frjálsa verkalýðshreyfing Þýzkalands verður að vera þátttakandi í öllum þeim samtökum er starfa að útrýmingu nazismans. d) Hafa skal vakandi auga á öllum tilraunum nazista til að þrengja sér inn í áhrifastööur og koma í veg fyrir áhrif þeirra á hagkerfi landsins. e) Einnig ber að koma í veg fyrir að nazistum takist að smjúga inn í stjórnarstofnanir og lögreglu, og að hreinsa slíkar stofnanir með öllu af áhrifum þeirra. Samin var ýtarleg ályktun um samskipti Alþjóðasam- bandsins og UNO. Varðandi endurreisn gríska verkalýðssambandsins var samþykkt eftirfarandi: I. Alþjóðasambandið mótmælir harðlega aðförum grísku ríkisstjórnarinnar, er svo freklega skerða frelsi verkalýðshreyfingarinnar. II. Það beinir mótmælum sínum til utanríkisráöherr- anna fjögra, er nú sitja á ráðstefnu í París. III. Það krefst rannsóknar á þessu atferli, og að eiga fulltrúa við þá rannsókn. Alþjóðasambandið krefst fulls frelsis fyrir grísku verkalýðssamtökin. IV. Framkvæmdanefndin heitir grísku verkalýðshreyf- ingunni þeim stuðningi er hún fær í té látið. Þá var samþykkt ályktun varðandi afstöðuna til fas- istastjórnar Franco á Spáni. Aðalritara Alþjóðasambandsins var falið að halda áfram samningum um stofnun „fagdeilda“. Samþykkt var að senda nefnd til Japan, til að kynna sér ástandið þar, og aðstoða við endurreisn verkalýös- samtakanna á lýðræðisgrundvelli. í nefndinni eiga sæti fulltrúar frá Ástralíu, Bretlandi, Sovétríkjunum, Frakk- landi, Kína og Ameríku. Þessari nefnd ber einnig að kynna sér ástandiö í Koreu og gefa skýrslu um það til Alþjóðasambandsins. * Vér þurfum að hefja hina stéttarlegu einingu upp af varnarstigi hinnar faglegu baráttu til sókndjarfrar ein- ingar vinnandi fólks á sviði þjóðmálanna, þar sem flokkaskipting með verkalýðnum er horfin af sviði hinn- ar lifandi sögu. Fagleg og pólitísk eining alþýöunnar þýðir: Þjóð- félagsleg yfirráð vinnandi fólks til sjávar og sveita, lausn hins efnahagslega vandamáls og sjálfstæði íslands. 204 VINNAN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.