Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 16

Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 16
um, hafði fengið viðurkenndan þar. Og þar sem kaup- taxti þessi, eins og áður er getið, var mjög miklu hærri en vinnulaun í verksmiðjunum hér, var helzta undan- bragð verksmiðjueigendanna í Reykjavík að vitna í hið óheyrilega lága kaup hér, og þá samkeppnisörðugleika, sem þeim stafaði af því. Það var því sem einn þáttur í kaupgjaldsbaráttu Iðju í Reykjavík, að hún sendi mann hingað norður s.l. haust, Runólf Pétursson, til þess að reyna að koma skriði á starfsemi Iðju hér. Fékk hann í lið með sér erindreka Alþýðusambandsins, Jón Sigurðsson, og leit- aði jafnframt eftir stuðningi verkalýðsfélaga í bænum, ef til vinnudeilu skyldi koma. Tókst nú að vekja all- mikla hreyfingu um málið, og streymdi verksmiðju- fólkið inn í Iðju, svo félagatala hennar hækkaði á skömmum tíma um ca. helming. Leitaði þá Jón Sig- urðsson, f. h. Alþýðusambandsins, enn eftir samningum við forráðamenn verksmiðjanna hér, en þeir fóru und- an í flæmingi og vildu ekki taka upp slíkar viðræður. Setti þá Iðja kauptaxta, sem í höfuðatriðum var snið- inn eftir kauptaxta Iðju í Reykjavík — þeim, sem nú hefur verið sagt upp frá næstu áramótum. Gekk hann í gildi 25. október s.L, en þó var atvinnurekendum enn gefinn frestur til mánaðamóta okt.—nóv. Eftir að kauptaxtinn var auglýstur, skrifaði Jón Sig- urðsson, erindreki Alþýðusambandsins, viðkomandi at- vinnurekendum, enn einu sinni, og tilkynnti þeim, að taxtinn mundi knúinn fram í krafti samtakanna, ef þeir ekki hefðu gengið að honum eða gert launasamning við Iðju fyrir tiltekinn tíma. Eg hef verið svo fjölorður um aðdraganda deilunn- ar, til þess að menn, af nefndmn staðreyndum, gætu sannfærzt um, að vinnustöðvunin er fyrst framkvæmd eftir að margítrekaðar tilraunir til að fá málið leyst á friðsamlegan hátt, hafa reynzt með öllu árangurslausar. Verkafólkið hafði aðeins þessa einu leið eftir, og það er sök viðkomandi atvinnurekenda, að hana varð að fara. Uiidirluiningur vinnustitðvunarinnar Þegar séð varð, að viðkomandi atvinnurekendur mundu ekki láta undan öðru en afli samtakanna, ákvað Iðja að vinnustöðvun skyldi framkvæmd strax úr mán- aðamótum okt.—nóv. Auk þess sem Iðja sjálf hafði eflzt mjög upp á síð- kastið, og vitað var um samhug margs þess verksmiðju- fólks, sem þó var enn ekki komið í félagið, var leitað til annarra verkalýðsfélaga bæjarins um aðstoð — og þau hétu öll eindregnu fylgi sínu Þar sem erindreki Alþýðusambandsins var helzti fyr- irliði Iðju í þessu máli, var reiknað mcð fyllstu aðstoð þess. Til frekari staðfestingar á því sendi þó stjórn Alþýðusambandsins símskeyti til Iðju, áður en vinnu- stöðvunin var framkvæmd, þar sem Iðju var heitið allri nauðsynlegri aðstoð Alþýðusamhandsins og þar með félaga þess um land allt. Verkfallsstjórn var mynduð með tveim fulltrúum frá hverju verkalýðsfélagi bæjarins, sem, samkvæmt beiðni, hafði gerzt aðili að deilunni, og ennfremur erindreka Alþýðusambandsins. Hafði þannig 15 manna nefnd — frá 7 verkalýðsfélögum og stjórn Alþýðusambandsins — stjórn á undirbúningi og framkvæmd verkfallsins. Kom sú nefnd nokkrum sinnum saman, áður en vinnu- stöðvunin var framkvæmd, og var samstarf í henni hið ákjósanlegasta. Skipulagði hún liðssöfnun í hverju verkalýðsfélagi fyrir sig — og fékk loforð um miklu meiri mannafla en nokkurntíma þurfti að nota. Enn- fremur ákvað hún, hvar vinna skyldi stöðvuð og hve- nær, hvernig vöruflutningabanninu skyldi beitt og gerði ráðstafanir til að það yrði framkvæmt á sem auðveldastan hátt. — Utvegaði Verkalýðshúsið sem stöðuga miðstöð fyrir þátttakendur deilunnar og skipu- lagði, að þar væri ávallt á reiðum höndum nauðsynleg hressing fyrir þær margmennu verkfallsvaktir, sem nauðsynlegt var að hafa. Yfir höfuð má fullyrða, að í engri vinnudeilu, sem hér hefur verið háð, hafi fyrirfram verið jafn mikil trygging og nú fyrir því að deilan hlyti að vinnast. Fyrstu tlagar dcilunnar Vinnustöðvunin var framkvæmd í verksmiðjunum Gefjunni og Iðunni að morgni þriðjudagsins 2. nóvem- ber, en í verksmiðjunum í Grófargili og Skóverksmiðju J. S. Kvaran kl. 1 e. h. sama dag. Vinnustöðvunin var framkvæmd á þann hátt, að auk þess starfsfólks verksmiðjanna, sem frá upphafi tók virkan þátt í deilunni, var farið á vettvang með nokkuð af því liði, sem önnur verkalýðsfélög bæjarins höfðu á reiðum höndum. Var liðinu skipað fyrir hinar ýmsu dyr verksmiðjanna og á þann hátt varnað inngöngu því fólki, sem kynni að hafa viljað þóknast atvinnurek- endum með því að vinna í banni verkalýðssamtakanna. Annars gerði ekkert af verkafólkinu minnstu tilraun til þess að „brjótast í gegn“ og fór því vinnustöðvunin fram á mjög rólegan og friðsaman hátt. í þeim tilfell- um, sem forráðamönnum verksmiðjanna hafði tekizt að lokka sumt af verkafólki sínu til að sitja inni í verk- smiðjunum yfir matartímann, var ekki fengizt um það, heldur það látið eiga sig, á meðan það hafði þolinmæði til að hírast inni. Var það gert til þess að forðast meið- ingar og skemmdir, sem gátu hafa orðið, ef fólk þetta hefði verið sótt inn í verksmiðjurnar. Eftir að vinna hafði verið stöðvuð við verksmiðjurn- ar, var settur um þær verkfallsvörður. Var staðinn vörð- ur um allar verksmiðjurnar, daga og nætur, allan þann 206 VINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.