Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 18

Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 18
vöruflutningabanni af verzlun K.E.A. — Auðvitað ans- aði verkfallsstjórnin ekki slíku. Umboðsmenn Iðju voru ávallt reiðubúnir til viðræðu við fulltrúa S.Í.S. En þeg- ar reynzt hafði nauðsynlegt að hefja víðtækt verkfall til þess að knýja þessa háu herra til viðræðu við verka- lýðssamtökin um launakjör viðkomandi verkafólks, höfðu verkalýðssamtökin ekki íengur nokkra ástæðu til að hlíta skilyrðum af þeirra hendi. Stjórn Alþýðusambandsins hafði þó, með mjög loðn- um tilsvörum, gefið undir fótinn í þessu efni. Og erind- reki þess hér var öðru hvoru að þreifa fyrir sér í verk- fallsstjórninni með tilslakanir í þessa átt. Og að kvöldi miðvikudagsins 10. nóv. — þegar verkfallið hafði stað- ið í 9 daga —- fékk hann því til vegar komið, eftir ósk sambandsstjórnar, að verkfallsstj órnin samþykkti að af- létta vöruflutningabanninu af K.E.A. til bráðabirgða. Þessi ákvörðun verkfallsstjórnarinnar var fastbundin þeim fyrirvara, að umboðsmenn S.Í.S. kæmu til samn- inga þá strax um kvöldið, og hetðu fyrir kl. 10 næsta morgun skuldbundið sig til: 1) Að taka aftur í vinnu allt það iðnverkafólk, sem hjá þeim vann, er verkfallið hófst. 2) Að höfða engin mál út af vinnudeilunni. 3) Að hafa ekki eftirleiðis í vinnu í verksmiðjunum annað fólk en það, sem væri í, eða gengi í Iðju. Væri þessum skilyrðum ekki fullnægt, skyldi vöru- flutningabannið hefjast aftur kl. 10 næsta morgun. Enn- fremur fólst í ákvörðun verkfallsstjórnarinnar fyrir- mæli um, að strax og það sýndi sig að fulltrúar S.I.S. ætluðu að draga samningaviðræðurnar á langinn (til þess að þreyta fólkið) án þess að gera boð, sem væru sæmilega aðgengileg fyrir fólkið, skyldi vöruflutninga- bannið hafið á ný og útvíkkað. Persónulega undirstrikaði ég sérstaklega nauðsyn þess að vera á verði gegn þeirri hættu „að fjandinn tæki alla hendina, þegar honum hefði verið réttur litli fingurinn“. En það sýndi sig, að hér urðu straumhvörf í deilunni, verkafólkinu til ófarnaðar. Skilyrði verkfallsstj órnar- innar voru ekki uppfyllt, og þó sátu umboðsmenn Iðju sólarhringum saman í málþófi við fulltrúa S.I.S.,— án þess nokkrar ráðstafanir væru gerðar til að „pressa“ þá til viðunandi samninga — þeim þvert á móti gefið tækifæri til að draga að sér öll þau föng, er fáanleg voru hér á staðnum, og búast þannig við lengri vinnu- stöðvun. Ávöxtur umlanhuldsins Avöxtur þessarar afsláttarpólitíkur og málþófs við umboðsmenn atvinnurekenda kom fram í fyrsta tilboði þeirra, sem rætt var á fundi Iðju að kvöldi laugardags- ins 13. nóv. Um það tilboð þarf ég ekki að fjölyrða hér — svo kunnugt er það orðið. En þegar á það er litið, að atvinnurekendur voru jafn áþreifanlega búnir að reka sig á þann styrkleika samtakanna, sem fyrir hendi var hér á staðnum, verður það smánartilboð þeirra ekki skýrt með öðru en því, að þeir teldu sig hafa undir- tökin á öðrum þýðingarmkilum stöðum. Því hefur verið haldið fram, að örlög þessa tilboðs á Iðju-fundinum (að það var strádrepið) hafi verið afleiðing af „æsingaræðum“ okkar Halldórs Friðjóns- sonar. -—- Þetta er ósköp barnalegur misskilningur. Hvorugur okkar Halldórs talaði fyrr en margir Iðju- félagar höfðu bannfært tilboðið svo rækilega, að erind- rekinn, sem í framsögu sinni reyndi frekar að gylla það, sá nauðsyn þess að snúa við blaðinu. Líklega höfum við Halldór sjaldan talað af minni æsingu en í þetta sinn — fundum að þarna þurfti þess ekki með. Orlög tilboðsins áttu rætur sínar í þess eigin innihaldi — og í meðvitund verksmiðjufólksins sjálfs um mátt samtakanna til að knýja fram miklu meiri kjarabætur. Ræður Iðju-félaganna sjálfra á þessum fundi og at- kvæðagreiðsla þeirra um tilboðið ■— þrátt fyrir tvístig erindrekans (vegna húsbændanna) og meðmæli for- manns félagsins með tilboðinu — var líka skýlaus krafa þeirra um, að þessum samtakarnætti væri beitt á já- kvæðan hátt til fljótrar og verkafólkinu hagkvæmrar lausnar í vinnudeilunni. Keyrir um þverbak En við þessari sjálfsögðu kröfu verksmiðjufólksins var ekki orðið af framkvæmdastjórn deilunnar. I stað þess skipar nú stjórn Alþýðusambandsins erindreka þess hér að kippa úr höndum verkalýðssamtakanna hér á staðnum sterkasta vopninu, sem þau höfðu yfir að ráða. Verkfallsstjórninni var það frá upphafi fyllilega ljóst, að vöruflutningabannið á K.E.A. væri það, sem á skemmri tíma en nokkuð annað mundi knýja atvinnu- rekendur til viðunandi samninga við verksmiðjufólkið. Þegar fleiri sólarhringa málþóf við umboðsmenn at- vinnurekenda sýndi sig að bera ekki þann árangur, sem Iðju-fólkið tæki í mál að sætta sig við, krafðist verk- fallsstj órnin þess, samkvæmt fyrri ákvörðun sinni, að þessu vopni yrði beitt að nýju. Erindreki Alþýðusambandsins svaraði með að lýsa því yfir, að hann mundi slást íyrir því eftir fremsta megni á fundi Iðju þá um kvöldið (15. nóv.) að samn- inganefnd hennar fengi fullt umboð til að gera sérsamn- inga við K.E.A. — á grundvelli þess sama tilboðs, sem Iðju-fundur tveim dögum áður hafði strádrepið — og þar með, eins og áður er sagt, kippa úr höndum verka- lýðssamtakanna hér á staðnum þeirra skæðasta vopni. Um þetta urðu skarpar deilur í verkfallsstj órninni, sem lauk með því, að erindrekinn hafði sitt fram, með 7 atkv. gegn 5 (3 voru fjarverandi). í áframhaldi af þessu flutti erindrekinn málið á Iðju-fundinum um 208 VINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.