Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Síða 19

Vinnan - 01.09.1946, Síða 19
kvöldið og gekk svo langt, að hann hafði í hótunum við fólkið, ef það ekki gæfi fyrrnefnt umboð — enda fór svo, sem kunnugt er, að það var veitt. Eg geri ráð fyrir, að erindrekanum hafi ekki verið ljúft að viðhafa þessi vinnubrögð. Ég tel víst, að hon- um hafi þá þegar verið Ijóst hverja þýðingu þau mundu hafa fyrir úrslit deilunnar. -—■ En honum var fyrirskip- að af húsbónda sínum, sambandsstjórninni. Stjórn Al- þýðuflokksins átti undir högg að sækja um pólitíska samvinnu við Framsóknarflokkinn. Og hún lét aflur- haldsnaglana í Framsókn hrœða sig til að fórna hags- munum verksmiðjufólksins á Akureyri (og verkalýðs- ins almennt) á altari hrossakaupanna. Mér er kunnugt um, að stjórn A. S. I. lagði slíkt kapp á þetta, að hún jafnvel „lítillækkaði“ sig til að fara á fund Brynjólfs Bjarnasonar og biðja hann að fyrirskipa mér, og Kommúnistaflokksdeildinni hér, að standa ekki gegn þessum sérsamningum við K.E.A. Sérsamningurinn við K.E.A. var gerður 16. nóv. eða þegar vinnustöðvunin hafði staðið hálfan mánuð. Við það róuðust atvinnurekendur svo, að ekkert nýtt tilboð kom frá þeim í heila viku. Af hálfu verkfallsmanna voru heldur engar ráðstafanir, að frátöldum fjárútveg- unum, gerðar þann tíma, nema að vakta verksmiðj- urnar, sem eftir voru — svo og að masa við atvinnu- rekendur um það, hvort þeim fyndist ekki sjálfsagt að borga nú almennilegt kaup við Gefjun og Iðunn fyrst þeir höfðu sloppið svo vel með hinar verksmiðjurnar. Þegar erindreki Alþýðusambandsins var að hamra fram sérsamninginn við K.E.A., lagði hann áherzlu á, að verkalýðssamtökin hefðu eftir sem áður tök á að beita vöruflutningabanninu gegn S.Í.S. — og að Al- þýðusambandið mundi gera það. ef þörf krefði. Samkvæmt kröfu okkar kommúnista var verkfalls- stjórnin kölluð saman sunnudaginn 21. nóv. — eftir að ekki hafði verið fundur í henni nærri vikuthna. Þar heimtuðum við, að Alþýðusambandsstjórnin fram- kvæmdi nú loforð sín um vöruflutningabann á S.I.S., svo endir fengizt sem fyrst á deilunni. Erindrekinn lof- aði að ganga ríkt eftir þessu, og kvöldið eftir hefur Alþýðusambandsstj órnin fund um málið. En hún kemst þar að þeirri niðurstöðu, að hún sjái sér ekki fœrt að verða við þessari kröfu — og við það sat. Tillögnr sáttasemjara Eins og áður er sagt, fóru umboðsmenn atvinnurek- enda sér að engu óðslega, eftir að K.E.A. hafði verið losað úr klípunni, með sérsamningum við það. En þeg- ar liðin var heil vika frá því, og engar nýjar ráðstafanir verið gerðar til að flýta lausn deilunnar, munu þeir, og sáttasemjari, hafa vonað, að fólkið væri orðið svo óþolinmótt, að óhætt mundi að bjóða því öðru sinni tilboð í svipuðum stíl og tilboðið frá 13. nóv., sem þá var strádrepið. -—- Varð því að ráði, að sáttasemjari bæri fram „miðlunartillögu“, og var hún lögð fyrir báða aðila þriðjudaginn 23. nóv. Margir höfðu ætlað, að þó skipaður sáttasemjari væri pólitískur flokksbróðir viðkomandi atvinnurek- enda, þá væri hann svo sanngjarn maður, að hann mundi gera sér far um að þræða sem næst miðja vegu milli tilboðs atvinnurekenda og síðustu krafa umboðs- manna Iðju-fólksins. Svo reyndist þó ekki. I tillögu sinni þræddi sáttasemj ari, í flestum greinum, tilboð at- vinnurekendans, sem 10 dögum áður hafði verið strá- drepið á fundi Iðju. Aðeins vildi hann hækka lítið eitt kaup karlmanna í Iðunni síðari hluta fyrsta starfsárs, og kvenna síðari hluta fyrsta starfsárs og á öðru og þriðja ári — svo kaupið nálgaðist nokkuð það, sem Kvaran hafði borgað í sinni skóverksmiðju. Fannst mönnum eftir þessa framkomu sáttasemjarans, að honum væri bezt lýst með orðum flokksbróður hans, Jónasar Kristjánssonar, á Iðju-fundi 24. nóv. þar sem Jónas sagði um sáttasemjarann, að hann hefði verið „eftir atvikum óhlutdrcegur“. En sáttasemjari og atvinnurekendur misreiknuðu þol og einbeittni Iðju-fólksins. Þrátt fyrir þann óeðlilega drátt, sem orðinn var á deilunni, og undanbrögð Al- þýðusambandsstjórnarinnar, stóðu Iðju-félagarnir „eins og klettur úr hafinu“. — Þessi tillaga sáttasemjara fékk enn verri útreið en tilboð atvinnurekenda frá 13. nóv., því hún var felld með 27. atkv. gegn 3, einn seðill auður. Þessi fyrirmyndar staðfesta Iðju-félaganna, ásamt þoli þeirra við að standa verkfallsvaktir, nætur og daga, alveg til síðustu stundar, átti, úr því sem komið var, drýgstan þáttinn í þeim árangri, sem þó náðist að lok- um. Atvinnurekendur þrjózkuðust að vísu eina viku enn. En þegar samt fannst enginn bilbugur á Iðju-fólkinu, var sáttasemjari enn látinn bera íram nýja tillögu, sem fól í sér talsvert auknar kjarabætur fyrir verkafólk Gefjunar, og var sú tillaga samþykkt af báðum aðilum að kvöldi 1. des. — eftir að vinnustöðvunin hafði staðið réttan mánuð. Þó endalok deilunnar væru ekki í samræmi við undir- búning hennar og upphaf, og árangurinn ekki samboð- inn mætti þeirrar einingar verkalýðsins hér, sem í deil- unni skapaðist, þá verður ekki annað sagt, en allveru- legt spor hafi verið stigið til kjarabóta verksmiðjufólk- inu, og til eflingar hinu unga verkalýðsfélagi þess — og skal nú vikið að því að meta árangurinn. Árangur tlcilunnar Þegar kauptaxti sá, sem Iðja setti áður en kaupdeilan hófst — og kaup það, sem verksmiðjufólki í Reykja- vík hefur verið greitt undanfarið —- er borinn saman við kaupsamninginn, sem að lokum var gerður, þá VINNAN 209
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.