Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Page 20

Vinnan - 01.09.1946, Page 20
stingur það mjög í augu. hversu samningurinn er langt fyrir neðan hinn setta kauptaxta. Sérstaklega er hinn langi tími — 8—10 ár — sem fólkið er að „vinna sig upp‘ í fullt kaup, alveg óhæfilegu-: samningsgrundvöllur. Þrátt fyrir þetta hefur þó mjög verulegt spor verið stigið til kjarabóta fyrir verksmiðjufólkið, bæði hvað snertir kaup og vinnutíma. Vinnutími hefur, í sumum verksmiðjunum, verið styttur um 1. klst. á dag, í öðr- um um Y2 klst. á dag. — I Gefjunni hefur kaup kvenna hækkað um kr. 136.00 til kr. 187 á ári. Kaup karlmanna, annarra en vefara, hefur þar hækkað frá kr. 228.00 til kr. 450.00 á ári. Kaup karl-vefara hefur hækkað frá kr. 465.00 til kr. 696.00 á ári. I Iðunni hefur kaup kvenna hækkað um kr. 166.00 til kr. 240.00 á ári. Og kaup karlmanna hefur þar hækk- að um kr. 495 til kr. 727.00 á ári. Eins og menn sjá, er hér um all verulega kauphækkun að ræða. Og þó enn skorti mikið á það, sem félagið hafði í upphafi krafizt, og það, sem greitt er annars staðar, er sá munur aðeins greinileg sönnun fyrir því, hversu óhjákvæmilegt var fyrir fólkið að krefjast kjara- bóta — og hvílík fjarstæða það var af forráðamönnum fyrirtækjanna að taka ekki strax slíkar kröfur til greina. Þetta, sem nefnt hefur verið, er hinn fjárhagslegi árangur verksmiðj ufólksins af deilunni. Hitt er þó meira virði — vegna þess, að það skapar grundvöll undir stöðugt vaxandi árangra — að íélagslega hafa stéttar- samtök verksmiðjufólksins hér margfaldazt, og hafa gert sig gildandi sem samningsaðila við fyrirtækin. Það er ekki aðeins að Iðja hafi, í undirbúningi og framkvæmd deilunnar, meira en tvöfaldað meðlimatölu sína, heldur er nú hver meðlimur hennar tvíefldur að félagsþroska og stéttarvitund — að fenginni sinni fyrstu persónulegu reynslu af samtakamætti verkalýðsins. Það, hversu úthaldsgóðir og einbeittir Iðju-félagarnir voru í þessari deilu, lofar líka góðu um það, að þeir muni í framtíðinni hagnýta sér vel þessa reynslu. En ekki aðeins Iðju-félagarniv, heldur allur verka- lýður hefur mikið af þessari deilu að læra, og skal það nú dregið saman. Lærdómarnir Fyrir verkalýð Akureyrar alveg sérstaklega, sem sið- ustu ár hefur verið svo sundraður í stéttarsamtökum sínum — en þó auðvitað um leið fyrir allan verkalýð — er máttur einingarinnar, sem svo áþreifanlega kom í ljós allan fyrri hluta deilunnar, sú staðreynd, sem áhrifaríkastir lærdómar verða af dregnir. Engum verka- manni né verkakonu, sem tók þáít í deilunni, eða fylgd- ist með gangi hennar, gat blandazt hugur um, að eining og bróðurlegt samstarf verkalýðsfélaga bæjarins var fyrst og fremst sá aflgjafi, sem ausið var úr — sá múr- veggur, sem drottnunargirni og ásælni hinna harðvít- ugu atvinnurekenda fékk ekki yfirstigið. Ég veit, að verkalýður þessa bæjar hefur skilið, að án slíkrar einingar hefði árangur þessarar deilu orðið lítill — hefur nú skilið, betur en nokkru sinni fyrr, að félagsleg eining verkalýðsins er grundvallarskilyrði fyr- ir árangursríkri baráttu verkalýðsstéttarinnar — hags- munalega og menningarlega. Og ég vona, að verkalýður Akureyrar, nú á næstunni, und’istriki í verki þennan skilning sinn á mætti og nauðsyn einingarinnar með því að sameina hin klojnu verkalýðsfélög, sem í nýlok- inni vinnudeilu hafa sannað, að meðlimir þeirra geta ágætlega unnið saman. Annar þýðingarmikill lærdómur, sem að vísu alls ekki er nýr, en fékk mj ög greinilega staðfestingu í þess- ari vinnudeilu, er nauðsyn þess, að verkalýðurinn, í vinnudeilum, beiti samtakamætti sínum án nokkurrar „miskunsemi“ í garð atvinnurekenda. Verkalýðurinn er í eðli sínu mjög sanngjarn, og hon- um hættir til að búast við gagnkvæmri sanngirni af hálfu atvinnurekenda. Þess vegna er hann stundum til- reiðanlegur til að láta undan ákveðnum kröfum atvinnu- rekenda, í því trausti, að atvinnurekendur verði þá fús- ari til að uppfylla kröfur verkalýðsins. En það sýnir sig ávallt — og svo fór einnig hér — að atvinnurek- endur virða ekkert annað en vald verkalýðssamtak- anna. Þegar þeir mega til, láta þeir undan. — Sé látið undan þeim, ganga þeir á lagið, svo langt, sem þeir komast. 1 þessu tilfelli þurfti að hefja verkfall til þess að knýja atvinnurekendur til viðrœðu við verkalýðssam- tókin. Eftir að vinnustöðvun var framkvæmd og verka- lýðssamtökin höfðu haft öll ráð þeirra í höndum sér dögum saman, sáu þeir, að þeir urðu að hefja viðræður við verkalýðssamtökin. En þeir vildu enn þreifa fyrir sér, og settu skilyrði fyrir því, að viðræður byrjuðu. Eftir nokkurt þóf var orðið við skilyrðinu —- þeim rétt- ur litli fingurinn — og þá færðu þeir sig auðvitað upp á skaftið — og tóku smám saman alla hendina — vél- uðu í gegn sérsamninginn við K.E.A. Sem sagt: í vinnudeilum dugar engin „góðmennska“ við atvinnurekendur — slíkt launa þeir aðeins með vélabrögðum og ásælni. Það er aðeins óhvikul beiting einhuga og djarfra samtaka, sem dugir. Þá er enn eitt stórt atriði, sem verið hefur ágrein- ingsefni innan íslenzku verkalýðssamtakanna, en sem í þessari vinnudeilu hefur, án efa, mjög skýrzt fyrir verkafólkinu, sem í deilunni stóð, — en það eru áhrif skipulagningar Alþýðusamhandsins (Alþýðuflokksins) á hagsmunaharáttu verkalýðsins. Við kommúnistar höfðum ávallt haldið því fram, að það samkrull af stjórnmálafélögum og fagfélögum, sem nú mynda hvorutveggja í senn: Alþýðuflokkinn og 210 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.