Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 23

Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 23
Sigurjón A. Olafsson jorseti frá 1940 til 1942 bands íslands er megináherzla lögð á hina pólitísku hlið sambandsins, en verkalýðsmál í þrengri merkingu skipa miklu minni sess, svo að jafnvel má þykja um of. En þess er að gæta, að Alþýðusambandið á upphaflega allan sinn styrk í bæjum Suðurlandsins, Reykjavík og Hafnarfirði, og þar voru borgaraflokkarnir óðum að riðlast, er ekkert gekk í sjálfstæðismálinu. Verkamenn og alþýða hlupu á milli hinna gömlu flokka og flokks- brota í pólitísku umkomuleysi, rneð öllu réttindalaus í félagslegum efnum og missti flest sín mannréttindi, ef nokkuð út af brá. Forgöngumenn og höfundar Alþýðu- sambandsins hlutu því að sveigja lög og skipulag þess miklu meir í stj órnmálaátt, en clla hefði orðið. Sam- bandsstjórnin hefur vikið að þessu sambandi milli Al- þýðuflokksins og Alþýðusambandsins í bæklingi, sem gefinn er út 1917: Alþýðuflokkurinn. Nýr stjórnmála- flokkur. Hvað hann er og hvað hann vill. Þar segir svo: Alþýðuflokkurinn táknar þá hliðina á starfsemi sambandsfélaga íslenzkra verkalýðsfélaga —■ Alþýðu-- sambands Islands —, er snýr að stjórnmálunum. Nafn- ið er valið með tilliti til þess, að fulltrúar alþýðufélaga hafa stofnað hann og að gera má ráð fyrir, að megin- þorri þeirra karla og kvenna, er fylkja sér um mál flokksins — en öll mál hans til samans má nefna jafn- aðarstefnuna — verði alþýðumenn og konur . . . Til- gangur þess (þ. e. sambandsins! er að koma á sam- starfi á jafnaðarstefnugrundvelii meðal íslenzkra al- þýðufélaga, eigi aðeins hvað almenn verkalýðsmál snertir heldur einnig til þess að koma fram sem sér- stakur og sjálfstæður stj órnmálaflokkur, með ákveðinni stefnuskrá, er reyni að koma mönnum í bæjarstjórnir, sveitarstjórnir og á þing, er eindregið og í hvívetna fylgi stefnuskrá flokksins. Svo sem kunnugt er risu síðar upp miklar deilur inn- an Alþýðusambandsins um þetta skipulag, svo sem síðar verður vikið að. En ef spurt er, hvort þetta skipulags- form Alþýðusambandsins hafi verið rétt og heppilegt, er það var stofnað, þá verður að svara því hiklaust játandi. Það hefði ekki verið hægt að koma íslenzkri verkalýðshreyfingu svo fljótt á legg sem raun varð á, ef Alþýðusambandið hefði ekki sameinað í skipulagi sínu og starfi faglega og pólitíska baráttu verkalýðsins. Og þetta skipulag afstýrði því, að íslenzk verkalýðs- hreyfing kafnaði í þröngsýni, faglegu félagsnostri, svo sem stundum hefur viljað við brenna með verkalýð ann- arra landa, til að mynda Englands. Hitt er annað mál, að ekki liðu mörg ár áður en þróunin hafði gert þetta skipulagsform Alþýðusambandsins úrelt og skaðlegt, og verður sagt frá því síðar. II Þegar sleppt er frumbýlingsárum Alþýðusambands Islands 1916—20, má skipta sögu þess í tvo meginþætti: frá 1920—1930 er verkalýðshreyfingin var enn óklofin stj órnmálalega, og frá 1930—1910, er vinslit urðu með sósíaldemókrötum, er höfðu nú einir stjórn Alþýðusam- bandsins í sínum höndum, og kommúnistum, er stofn- uðu sérstakan flokk og stóðu utan sambandsins, en áttu þó víða allmikil ítök í verkalýðsfélögum ýmsum, er voru meðlimir Alþýðusambandsms. Þriðji þátturinn í sögu Alþýðusambands Islands hefst síðan árið 1940, er hin mikla skipulagsbreyting var gerð á Alþýðusam- bandinu og skilið var á milli þess og Alþýðuflokksins. Svo sem var að vænta var vöxtur Alþýðusambands- ins ekki ýkjamikill í fyrstu. Á 2. sambandsþingi, sem háð var árið 1918, mættu engir aðrir fulltrúar en frá verkalýðsfélögunum í Reykjavík, sem í sambandinu voru og frá Verkamannafélagi Hafnarfjarðar. Þó óx sambandið nokkuð á þessu þingi, því að borizt höfðu inntökubeiðnir frá verkamannafélögum úr öllum fjórð- ungum landsins og voru þau þessi: Verkamannafélagið Árvakur á Eskifirði, Verkakvennafélagið Fram á Sauð- árkróki, Jafnaðarmannafélagið í Reykjavík, Verka- mannafélagið Baldur á ísafirði, Verkamannafélag Búðaþorps á Fáskrúðsfirði og Verkamannafélag Akur- eyrar. Á þessa lund hafði Alþýðusambandið tekið að festa rætur í kauptúnum og sjávarþorpum úti á landi. GuSgeir Jónsson jorseti 1942 til 1944 VINNAN 213
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.