Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 27

Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 27
þýðusambandsins. Þetta tókst þó ekki þegar ráðstefnan kom saman í nóvember um haustið. Allar tillögur vinstri manna í þá átt voru felldar og var henni stýrt af stjórn Alþýðusambandsins. Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar, sem skipuð var 7 mönnum, bæði vinstri mönnum og hægri mönnum Al- þýðusambandsins, hafði undirbúið fjöldamargar tillög- ur, sem verkalýðsráðstefnan skyldi afgreiða. I aðalmál- efni ráðstefnunnar, óháðu verkalýðssambandi, hafði nefndin auðvitað klofnað. Meiri hluti nefndarinnar lagði fram svofellda tillögu: „Nefndin leggur til, að ekki verði stofnað verkalýðssamband óháð pólitískum flokkum.“ En minni hluti nefndavinnar setti fram sínar tillögur svohljóðandi: 1) Að stofnað verði verkalýðssamband með öllum verkalýðsfélögum í landinu. 2) Að Verkalýðssambandið starfi á grundvelli Rauða alþjóðaverkalýðssambandsins og í náinni samvinnu við byltingasinnaða verkalýðshreyfingu. Tillaga meirihlutans var samþykkt með 43 atkv. gegn 26. Ennfremur hafði undirbúningsnefndin orðið sam- mála um tillögu þess efnis, að hver verkfær maður yfir 14 ára aldur skyldi hafa rétt til þess að ganga í verka- lýðsfélag þess umdæmis, sem hann er búsettur í og ætl- að er mönnum á hans starfssviði, og mega ekki póli- tískar skoðanir hans vera því til íyrirstöðu, enda þrjóti hann ekki lög félagsins. Á ráðstefnunni var útbýtt tillögum frá Héðni Valdi- marssyni og Sigurjóni Á. Ólafssyni um breytingar á lögum Alþýðusambandsins, og lögðu flutningsmenn til, að verkalýðsráðstefnan mælti með því, að tillögur þeirra yrði samþykktar á þingi Alþýðusambandsins, sem halda átti skömmu síðar. Var sú tillaga samþykkt með 39 atkv. gegn 26. Hinn 25. nóv. var 10. þing Alþýðusambandsins háð, eitt hið sögulegasta þing þess, því að þá skildi að fullu og öllu með kommúnistum óg sósíaldemókrötum innan Alþýðusambandsins. Mikilvægasta og afdrifaríkasta til- lagan í tillögum þeim, sem fram höfðu komið á verka- lýðsráðstefnunni, um breyting á lögum Alþýðusam- bandsins, var þessi: „Kjörgengi fulltrúa í fulltrúaráð, á fjórðungsþing, sambandsþing og aðrar ráðstefnur innan sambandsins, svo og í opinberar trúnaðarstöður fyrir sambandsins eða flokksins hönd, er bundið við, að fulltrúinn sé Alþýðuflokksmaður og tilheyri engum öðrum stjórnmálaflokki. Hver fulltrúi er skyldur til, áður en kosning hans er samþykkt í fulltrúaráði, á fjórðungsþingi eða á sambandsþingi, að skrifa nafn sitt undir stefnuskrá Alþýðuflokksins hjá forseta samkom- unnar og skuldbinda sig til að starfa í öllu samkvæmt henni og lúta lögum sambandsins.“ Með samþykkt þessarar tillögu var í raun og veru öllum þeim meðlimum Alþýðusambandsins, sem ekki voru pólitískir skoðanabræður Alþýðuflokksins, sagt stríð á hendur. Að vísu var lögum samkvæmt ekki hægt að neita mönnum um vist í verkalýðsfélagi af pólitísk- um ástæðum, en réttindi pólitískra andstæðinga Al- þýðuflokksins voru að engu gerð, þeim veittist ekki ann- að en skyldan til að greiða iðgjöld sín og halda uppi pólitískri flokksstarfsemi, sem þeir höfðu engan áhuga á. Það hlaut að koma að því, að slíkt flokkslegt einræði í samtökum, þar sem fjöldi manna voru ýmist andstæðir Alþýðuflokknum í stjórnmálum eða afskiptalitlir um stjórnmál, yrði ekki þolað. Og sú stund kom áratug síðar. III Þessi áratugur hófst í heimskreppu og honum lauk í heimsstyrjöld. í íslenzkri stjórnmálasögu hófst þessi áratugur með því, að Alþýðuflokkurinn sagði upp hlut- leysi sínu við Framsóknarflokkinn, og honum lauk með því, að Alþýðuflokkurinn myndaði þjóðstjórn með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. í sann- leika sagt — mjög viðburðaríkur áratugur. — Þegar heimskreppan skall yfir ísland má segja, að hún hafi komið yfirstéttinni og pólitískum forráðamönnum þjóðarinnar mjög að óvörum — og í þeim efnum voru helztu leiðtogar Alþýðusambandsins engin undan- tekning. Vinstri menn Alþýðusambandsins — komm- únistarnir — höfðu hins vegar í miðjum Alþingishá- tíðarglaumnum 1930 bent á óveðursskýin, sem voru þá sem óðast að hylja hinn bláa himin undangenginna veltiára. Framsóknarflokkurinn, sem þá hafði pólitíska forustu í landinu, taldi í fyrstu ísland mundu standa af sér alla storma og vera vel þess megnugt að taka við áföllunum. Þegar sýnt var, að ísland var sízt undir það búið að komast slysalaust út úr fárviðri kreppunnar, svo einhæft sem það var að því er varðaði framleiðslu og markaði, þá huggaði flokkurinn sig við heimspeki og Héðinn Valdimarsson formaður Dagsbrúnar um 13 ára skeið og lengi varaforseti Alþýðusambandsins VINNAN 217
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.