Vinnan - 01.09.1946, Síða 34
Verkjallsmenn halda vörð við
landganginn frá Dettifossi
á Torfunefsbryggju,
(dagkaup við almenna vinnu var þá kr. 1.25), ef menn
vildu ganga í hvítliðasveitina. Þetta bar þó ekki þann
árangur sem vænzt var. Atvinnurekendur töldu sig ekki
nægilega liðsterka til að leggja til atlögu við verkfalls-
menn og tóku því það til bragðs að láta Dettifoss fara
frá bryggjunni milli kl. 2—3 síðdegis, samtímis því sem
hvíta hernum hafði verið safnað saman á svonefndri
Hoepfnersbryggju, sem er innarlega í bænum. Var ætl-
unin að ginna þannig verkfallsmenn til að hverfa frá
Torfunefsbryggjunni og áleiðis inn áHoepfnersbryggju,
en þá áttu hvítliðarnir að hlaupa upp í bíla, er voru til
reiðu og aka í skyndi út á Torfunefsbryggju. Verkfalls-
menn sáu við þessu bragði og fóru hvergi af Torfunesi,
en voru hinsvegar ekki nægilega liðsterkir til þess að
skipta liðinu og hindra afgreiðslu „Dettifoss“ á Hoepfn-
ersbryggju, en þar var hann afgreiddur með erfiðis-
munum.
„Dettifoss“ var einnig afgreiddur á Siglufirði, í baka-
leiðinni, í skjóli hvítliða. Bæjarfógetinn hafði látið
ganga út herútboð og voru lagðar við sektir, ef menn
mættu ekki. Urðu svo hörð átök á Siglufirði, að slagur-
inn þar er einhver sá hatrammasti, sem háður hefur
verið hér á landi. Oaldarlið bæjarfógetans og at-
vinnurekenda var vopnað gúmíkylfum, íbenholtskylf-
um og trédrumbum og nokkrir hvítliðar höfðu á sér
skammbyssur; einnig hafði lið þetta viðað að sér
grjóti, og hóf lögreglan grjótkast á verkfallsmenn.
Auk þessara vopna notuðu hvítliðarnir hin vélknúnu
slökkviliðstæki bæjarins. Stjórnaði einn af forustu-
mönnum Alþýðusambandsins, Jóhann Guðmundsson, ■
vél slökkvidælunnar, en annar, Kristján Sigurðsson
frá Eyri, stýrði vatnsboganum á verkfallsmenn. Hvít-
liðarnir á Siglufirði beittu einstakri grimmd í þessum
átökum, konur voru t. d. barðar með kylfum niður á
bryggjuna og 4—5 hvítliðar réðust á einn verkamann-
inn og börðu hann í höfuðið með kylfum unz hann hné
niður löðrandi í blóði.
Þó atvinnurekendavaldinu tækist að afgreiða „Lagar-
foss“ á Akureyri og „Dettifoss“ á Akureyri og Siglu-
firði, treysti það sér ekki til að þverskallast lengur við
kröfum verklýðssamtakanna og tjáði sig því reiðubúið
til að ganga til samninga. Voru samningar undirritaðir
á Siglufirði 15. maí af forseta V. S. N., Þóroddi Guð-
mundssyni, f. h. verkalýðsfélagsins á Borðeyri, og Þor-
móði Eyjólfssyni, f. h. Verzlunarfélags Hrútfirðinga.
Aðalatriði samningsins voru þau, að Verzlunarfélag
Hrútfirðinga skuldbatt sig til að greiða taxta verkalýðs-
félagsins og að láta meðlimi þess sitja fyrir vinnu að
%0 hlutum, en verkalýðsfélagið skyldi ráða því sjálft,
hverjir meðlimir þess hlytu vinnuna. Þá var það ákvæði
í lok samningsins, að allar málshöfðanir af beggja
hálfu skyldu niður falla.
Eins og við var að búast af þeim, sem siguðu vopn-
uðu liði á verkfallsmenn að dænii Hitlers, voru þessar
sættir rofnar. Víðtæk réttarhöld hófust á Akureyri og
Siglufirði strax að lokinni deilur.ni, og í kjölfar þeirra
sigldu svo málshöfðanir gegn fjölda manns.
Réttarhöldin afhjúpuðu rækilega spillingu yfirstétt-
Elísabet Eiríksdóttir
224
VINNAN