Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Síða 34

Vinnan - 01.09.1946, Síða 34
Verkjallsmenn halda vörð við landganginn frá Dettifossi á Torfunefsbryggju, (dagkaup við almenna vinnu var þá kr. 1.25), ef menn vildu ganga í hvítliðasveitina. Þetta bar þó ekki þann árangur sem vænzt var. Atvinnurekendur töldu sig ekki nægilega liðsterka til að leggja til atlögu við verkfalls- menn og tóku því það til bragðs að láta Dettifoss fara frá bryggjunni milli kl. 2—3 síðdegis, samtímis því sem hvíta hernum hafði verið safnað saman á svonefndri Hoepfnersbryggju, sem er innarlega í bænum. Var ætl- unin að ginna þannig verkfallsmenn til að hverfa frá Torfunefsbryggjunni og áleiðis inn áHoepfnersbryggju, en þá áttu hvítliðarnir að hlaupa upp í bíla, er voru til reiðu og aka í skyndi út á Torfunefsbryggju. Verkfalls- menn sáu við þessu bragði og fóru hvergi af Torfunesi, en voru hinsvegar ekki nægilega liðsterkir til þess að skipta liðinu og hindra afgreiðslu „Dettifoss“ á Hoepfn- ersbryggju, en þar var hann afgreiddur með erfiðis- munum. „Dettifoss“ var einnig afgreiddur á Siglufirði, í baka- leiðinni, í skjóli hvítliða. Bæjarfógetinn hafði látið ganga út herútboð og voru lagðar við sektir, ef menn mættu ekki. Urðu svo hörð átök á Siglufirði, að slagur- inn þar er einhver sá hatrammasti, sem háður hefur verið hér á landi. Oaldarlið bæjarfógetans og at- vinnurekenda var vopnað gúmíkylfum, íbenholtskylf- um og trédrumbum og nokkrir hvítliðar höfðu á sér skammbyssur; einnig hafði lið þetta viðað að sér grjóti, og hóf lögreglan grjótkast á verkfallsmenn. Auk þessara vopna notuðu hvítliðarnir hin vélknúnu slökkviliðstæki bæjarins. Stjórnaði einn af forustu- mönnum Alþýðusambandsins, Jóhann Guðmundsson, ■ vél slökkvidælunnar, en annar, Kristján Sigurðsson frá Eyri, stýrði vatnsboganum á verkfallsmenn. Hvít- liðarnir á Siglufirði beittu einstakri grimmd í þessum átökum, konur voru t. d. barðar með kylfum niður á bryggjuna og 4—5 hvítliðar réðust á einn verkamann- inn og börðu hann í höfuðið með kylfum unz hann hné niður löðrandi í blóði. Þó atvinnurekendavaldinu tækist að afgreiða „Lagar- foss“ á Akureyri og „Dettifoss“ á Akureyri og Siglu- firði, treysti það sér ekki til að þverskallast lengur við kröfum verklýðssamtakanna og tjáði sig því reiðubúið til að ganga til samninga. Voru samningar undirritaðir á Siglufirði 15. maí af forseta V. S. N., Þóroddi Guð- mundssyni, f. h. verkalýðsfélagsins á Borðeyri, og Þor- móði Eyjólfssyni, f. h. Verzlunarfélags Hrútfirðinga. Aðalatriði samningsins voru þau, að Verzlunarfélag Hrútfirðinga skuldbatt sig til að greiða taxta verkalýðs- félagsins og að láta meðlimi þess sitja fyrir vinnu að %0 hlutum, en verkalýðsfélagið skyldi ráða því sjálft, hverjir meðlimir þess hlytu vinnuna. Þá var það ákvæði í lok samningsins, að allar málshöfðanir af beggja hálfu skyldu niður falla. Eins og við var að búast af þeim, sem siguðu vopn- uðu liði á verkfallsmenn að dænii Hitlers, voru þessar sættir rofnar. Víðtæk réttarhöld hófust á Akureyri og Siglufirði strax að lokinni deilur.ni, og í kjölfar þeirra sigldu svo málshöfðanir gegn fjölda manns. Réttarhöldin afhjúpuðu rækilega spillingu yfirstétt- Elísabet Eiríksdóttir 224 VINNAN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.