Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 38

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 38
Hvítliðar hafa strengt kaðal yfir bryggjuna göngubrú skipsins og lestarrúm öll. Mikill fjöldi var og af öðru fólki, er kom ýmist fyrir forvitnissakir, eða til að veita lið kaupkúgunarhernum. Þegar ,Nova“ hafði bundið landfestar, lýsti formað- ur Verkamannafélags Akureyrar verkbanni á skipið, nema hvað farþegum og pósti yrði leyft í land. Var nú verkamönnum, sem ráðnir höfðu verið til afgreiðslu skipsins, skipað til vinnu — en lið verkalýðsfélaganna hindraði alla uppskipun. Gerðu þá verkamennirnir ekki fleiri tilraunir til að hefja vinnu, og sat þar við fram yfir hádegi. Fóyetinn hemur á vettvuny Það kom brátt í ljós, að bæjarstjórnin ætlaði ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana, heldur hafði hún safnað að sér liði broddborgara og millistétta bæjarins, og hugðist hrekja verkafólkið úr varðstöðu þess á bryggjunni. Kom þetta lið á vettvang kl. 1 e. h. og var sjálfur bæj arfógetinn í broddi fylkingar. Hóf hann upp raust sína og skipaði verkamönnum, í nafni konungsins, að hefja vinnu, en verkfallsmönnum að hypja sig á brott!!! ella skyldu þeir verra af hljóta. Að sjálfsögðu var ekki tekið mark á þessu máli fó- getans ■— en roskin verkakona, sem stóð rétt hjá hon- um, tók skóhlíf af fæt-i sér og slæmdi henni á vanga fógetans, í viðurkenningarskyni fyrir viðleitni hans. Skipaði þá fógeti liði sínu að hrekja verkfallsmenn af bryggjunni, og laust fylkingunum saman. Beitti fóget- inn og fulltrúi hans göngustöfum sínum, og fleiri höfðu barefli á lofti. Verkfallsmenn hiundu þó árásinni og héldu öllum stöðvum sínum. Varð þá nokkurt hlé á á- tökum um sinn. Fulltrúinn fann rúðið! Bæjarfógetinn hafði nú sem herforingi fengið sig fullreyndan og kom ekki aftur á vígvöllinn, heldur fól fulltrúa sínum forustuna — enda hafði fulltrúanum nú komið mikið snjallræði til hugar. Hafði hann látið sækja kaðal einn mikinn, og var farið með hann fram á bryggjuhausinn. Þar var kaðallinn rakinn í sundur og borinn þvert yfir bryggjuna Raðaði nú fulltrúinn liði sínu á kaðalinn, svo þétt sem verða mátti, og seig fylkingin af stað, upp bryggjuna. Skyldi hún sópa á undan sér verkafólkinu úr varðstöðvum þess, og hreinsa þannig bryggjuna, svo vinna gæti hafizt við skipið. Þegar verkfallsmenn sáu hverju fram fór, hlupu þeir úr varðstöðvum sínum ofar á bryggjuna til móts við fylkingu fulltrúans, og röðuðu sér á kaðalinn gegnt hinum. Urðu þar stimpingar miklar, og tókst verkfalls- mönnum brátt að stöðva lið fulltrúans og síðan að hrekja það aftur á bak. Er ekki víst hvar það hefði stöðvast, ef ekki hefði einn úr liði verkfallsmanna brugðið hnífi sínum og skorið sundur kaðalinn. Riðl- uðust þá fylkingarnar, og varð fulltrúinn frá að hverfa með lið sitt. Framhald deilunnar Þegar ítrekaðar tilraunir burgeisaliðsins til að hrekja verkfallsmenn úr stöðvum sínum, höfðu mistekizt, tóku þeir það ráð, að láta „Novu“ blása til brottferðar. Leysti hún brátt landfestar og hóf ferð sína. Ekki fór hún þó langt í það sinn, því hún lagðist frammi á Polli, og lá þar í fjóra sólarhringa. Hefur víst bæjar- stjórnin haldið, að lið verkfallsmanna mundi ekki þola þá bið, heldur leysast upp og tvístrast, svo færi gæfist á að afgreiða skipið. En þetta fór á allt annan veg. Verkfallsmenn yfir- gáfu að vísu bryggjuna, þegar skipið var farið þaðan. En þeir vissu, að þetta var aðeins fyrsti þáttur barátt- unnar, og sá sigur, sem þeir höfðu fengið, gerði þá enn ákveðnari í því að heyja baráttuna til enda. Voru nú skipaðir verkfallsverðir, og gengu þeir á vaktir, daga 228 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.