Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 48

Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 48
þega megi segja upp með einnar viku fyrirvara þegar eftir afnám gerðardómslaganna.11 Þann 10. ágúst knúðu ísfirskir verkamenn fram 8 stunda vinnudag og grunnkaupshækkun. Þann 12. ágúst hélt trúnaðarráS Dagsbrúnar fund og gerði þar eftirfarandi ályktun, er sýnir greinilega að- stöðuna eins og hún var þá: „Trúnaðarráð Dagsbrúnar staðfestir þá stefnu félags- stjórnarinnar, sem falizt hefur í tilraunum hennar til þess að ná fram nýjum og réttlátum kaupsamningi og í baráttu hennar fyrir afnámi gerðardómslaganna. Trúnaðarráðið lýsir því yfir, að það telur stjórn Vinnuveitendafél. íslands bera ábyrgðina á því, að nýr heildarsamningur skuli enn ekki hafa verið gerður þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir stjórnar Dagsbrúnar í þá átt. Trúnaðarráðið er þeirrar skoðunar, að almenn stytt- ing vinnudagsins í 8 stundir og veruleg grunnkaups- hækkun verkamanna þoli ekki öllu lengri bið, þar sem dýrtíðin vex óðfluga og einstakir vinnuhópar og félög í Reykjavík og víðar hafa náð þessum og öðrum kjara- bótum. Trúnaðarráðið álítur, að vegna andstöðu stjórnar Vinnuveitendafélags Islands geg-i því að gerður verði nýr samningur nú þegar, sé ekki unnt fyrir Vmf. Dags- brún að halda áfram tilraunum til samningaumleitana, heldur verði félagið fyrir sitt leyti að láta þessi mál hafa sinn gang sem að undanförnu, unz því gefst tæki- færi til að velja sér aðrar leiðir til þess að jafna og rétta hlut meðlima sinna.“ Þegar daginn eftir var haldinn fundur með stjórnum Vinnuveitendafélags íslands og Dagsbrúnar. Næsta dag barst neitun Vinnuveitendafélagsins við samningsuppkasti Dagsbrúnar og samningaumleitanir rofnar af þess hálfu. Var með því sýnt, að atvinnu- rekendur vildu á engan hátt stuðla að því, að vinnufrið- ur kæmist á í landinu með frjálsum samningum. Nú var svo komið, að á mörgum vinnustöðvum í Reykjavík og víðsvegar um land var búið að stytta vinnutímann í 8 dagstundir með óskertu dagkaupi. Þetta hafði þó ekki fengizt fram á stærstu vinnustöð Reykjavíkur, hjá Eimskip. Hin fruntalega framkoma atvinnurekenda, er þeir rufu samningaumleitanir, þrátt fyrir gefin loforð, setti spurninguna um kröfur hafnarverkamanna í Reykjavík aftur í brennipunkt baráttunnar, en átök milli hafnar- verkamanna þar og atvinnurekenda skapaði víðtæk vandamál, einnig stjórnmálalegs eðlis. Laugardaginn 15. ágúst lögðu hafnarverkamenn nið- ur vinnu vegna brigðmælgi atvinnurekenda. Að því kom þá, að ríkisstjórnin sá sig tilneydda að skipa fjögurra manna sáttanefnd í deilunni. Voru í henni Brynjólfur Bjarnason, Emil Jónsson og Pétur Magnússon. Samningaumleitanir hófust, en gengu í miklu þófi. Verkamenn hurfu ekki aftur til vinnu sinnar, og 18. ágúst tilkynnti ameríska herstjórnin, að hún myndi taka vöruuppskipunina í sínar hendur. Háværar kröfur komu fram um, að ríkisstjórnin tæki að sér rekstur á afgreiðslu Eimskipafélagsins. Þessa daga, eða nánar tiltekið 20. ágúst, gerði Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, nýja samninga og hækkaði kaup kvenna um 36% og karla um 26%. Loks kom að því, að atvinnurekendur sáu sitt óvænna. Alda samtaka verkalýðsins varð þeim of rishá. Laugardagsmorguninn 22. ágúst kl. 4.30 var undir- ritaður nýr samningur um kaup og kjör milli Dags- brúnar og Vinnuveitendafélags íslands. Samkvæmt honum hækkaði lágmarkskaup verka- manna úr kr. 1.45 í kr. 2.10 og eftir- og helgidagakaup í samræmi við það. Átta stunda vinnudagurinn var við- urkenndur. Orlofsfrumvarp það, er fyrir Alþingi lá, skyldi gilda sem samningur, þar til það yrði að lögum. Margvíslegar aðrar kjarabætur fól þessi samningur í sér. Með samningi þessum hafði íslenzk verkalýðshreyf- ing unnið einn sinn stærsta sigur. Fjórum dögum síðar nam Albingi gerðardómslögin formlega úr gildi. Verkalýðsfélögin gátu sagt upp samn- ingum sínum með viku fyrirvara. Þau gátu aftur á frjálsan hátt barist fyrir kjarabótum fyrir meðlimi sína. Næstu vikur og mánuði notuðu verkalýðssamtökin sér þetta nýfengna frelsi óspart. ☆ Skæruhernaðurinn sumarið 1942 var glæsilegt tákn um vaxandi samtök íslenzka verkalýðsins. Hann var hin víðtækasta launa- og frelsisbarátta, sem alþýða íslands hefur háð. Hann sýndi, hvers verkafólkið er megnugt, þegar það er samhent og sameinað. Hann sýndi hinn ósigrandi kraft, sem býr með ís- lenzkum verkalýð. Á örfáum mánuðum knúði verkalýðsstéttin fram kröfur, sem hún hafði barizt fyrir í áratugi. Verkalýðsstéttin verður að vita af þessu afli, sem hún ræður yfir. Hún verður og að minnast þeirra orða, sem margir atvinnurekendur og þjónar þeirra létu fjúka um, að aftur kæmi atvinnuleysið, og þá yrði verkalýðnum refsað. Claessen bætti því við á einum samninganefnd- arfundi, að „það þyrfti þrælaha!d“. Lærdómar skæruhernaðarins verða að vera stöðug hvatning til verkalýðsins, og ekki sízt til hinna ungu, um, að til þess að geta sótt fram til nýrri sigra, er nauð- synlegt að slaka aldrei til á samheldninni, heldur efla hana sem mest og treysta þá árangra, er náðst hafa. 238 VINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.