Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Side 56

Vinnan - 01.09.1946, Side 56
J URI SEMJOIVOFF: Btessim kornsm§ Fastheldni rúgsins Rúgurinn er staðbundnari en hveitið. Hann er borg- ari hins gamla heims, og nýlenduvinningar hans hand- an hafanna eru ekki þýðingarmiklir. Rúgurinn er brauSkorn norrænna landa. Vetrarrúg- urinn þolir hinn bitrasta kulda, ef aSeins hvílir snjór yfir frjóteinungunum. Undir þessari ábreiSu geta grænu plönturnar, sem farnar voru aS vaxa um haustiS, þraukaS af hinn harSasta vetur. Rúgurinn þrífst ágæt- lega á ökrum, þar sem allt hveiti mundi eySileggjast, t. d. í súrum mýrarjarSvegi. Hann þarf minni raka og er í einu orSi sagt sterkari, mótstöSumeiri og harSgerS- ari. Svo ágætur er rúgurinn, og þó er rúgmjöliS ódýrara á heimsmarkaSinum, vegna þess aS íbúar borganna vilja heldur hveitibrauS. Þess vegna sáir bóndinn hveiti, hvar sem hann getur komiS því viS. Af þessum ástæSum hefur rúgurinn orSiS aS gera sér aS góSu lökustu héruS Evrópu, — þar sem hveiti- ræktin átti viS allt of mikla örSugleika aS stríSa, aS minnsta kosti fram aS þeim tíma, sem menn fundu upp tilbúinn áburS. Rúgurinn breiddist út frá rómönsku löndunum í SuSur- og SuSvestur-Evrópu til norSaust- urs og varS þar hiS eiginlega brauSkorn. Enn er hann ræktaSur sums staSar í rómönsku löndunum, en sem brauSkorn hefur hann enga þýSingu í þjóSarbúskap þessara landa, hann er ræktaSur sem fóSurmjöl. ítalir byrjuSu fyrst eftir stríSiS aS nota rúg til manneldis. Tvö lönd ■— Þýzkaland og Rússland -— birgSu mik- inn hluta af sínu eigin fólki og öSrum NorSur-Ev- rópumönnum upp meS rúg. Rúgyrkjan stóS á allmiklu hærra stigi í Þýzkalandi en í Rússlandi, þó aS hinir þýzku rúgakrar væru aSeins einn sjöundi hluti hinna rússnesku, aS Póllandi meStöldu, var þó rúguppskera Þýzkalands nær helmingur miSaS viS uppskeru Rúss- lands. í Þýzkalandi óx uppskeran svo hratt, aS hún varS brátt meiri en til landsþarfa. Á öndverSri nítjándu öld keyptu ÞjóSverjar meiri hlutann af útflutningi Rússa. En þegar í byrjun tuttugustu aldar voru þeir orSnir keppinautar Rússa um rúgútflutning til NorSurlanda. Já, meira aS segja var selt mikiS af þýzkum rúgi til landamærahéraSa Rússlands. Heimsstyrjöldin hratt Þýzkalandi um nær öld aftur á bak í rúgyrkju. Eftir aS ÞjóSverjar höfSu orSiS aS láta af hendi 1% milljón hektara, það er aS segja 18% af rúgekrum sínum, til Pólverja, gátu ÞjóSverjar um langt skeiS ekki ræktaS rúg til eigin þarfa. ÁriS 1913 var rúguppskeran 12 milljónir smálesta, en ekki nema 5 milljónir áriS 1920. Bændurnir fóru á hausinn, og inn yfir opin landamærin streymdi tolllaust korn frá öllum löndum. MeSan á stríSinu stóS, og Þýzkaland og Rússland voru hætt aS birgja Holland, Danmörku, Sví- þjóS og Noreg upp meS rúgi, höfSu Bandaríkin, Argen- tína og Kanada óSara hlaupiS í skarSiS. Amerísku bændurnir voru ekki lengi aS finna, hvar feitt var á stykkinu og þrefölduSu rúgsáSlendiS í norSausturríkj- unum. Kanadamenn tuttugufölduSu sína rúguppskeru. Jafnvel þó aS hlutur landanna handan viS höfin sé nú meiri í rúguppskeru heimsins en hann var fyrir stríS- iS, hafa þó hin gömlu rúguppskerulönd, Þýzkaland og Rússland, aftur tekiS sín fornu sæti. Þess gætti aS vísu verulega, aS þriSja rúgyrkjuríkiS hafSi risiS upp viS hliS þeirra, nefnilega Pólland. ÁriS 1922 var þýzka rúgframleiSslan komin upp í 8,4 milljónir smálesta. Pólverjar skáru upp 6 milljónir og Sovétríkin 22 mill- jónir smálesta. Rússar eru stöSugt mestu rúgútflytjend- urnir, enda þó aS útflutningurinn sé stundum undir- orpinn gífurlegum sveiflum. Rúgurinn hefur alltaf ver- iS þýSingarmesta brauSkorniS í þessum löndum. Og þegar sovétstjórnin hefur nú tekiS til þeirra bragSa aS neySa bændurna til þess aS rækta meira hveiti en rúg, hefur árangurinn ekki orSiS annar en sá, aS fólkiS hef- ur hvorki getaS étiS sig mett af hveiti né rúgi. Eins og ég hef áSur bent á, er rúgurinn ekki jafn auSveldur í meSförum og hveitiS. En í þess staS er hann „fastheldnari og tryggari“. BæSi í Þýzkalandi og Rúss- landi er þaS þunga, svarta brauSiS, en ekki hiS létta, hvíta, sem hefur sameinaS ríkin og haldið þeim saman. Bismarek studdist viS rúglandið prússneska, Pétur mikli viS rúgekrur Stóra-Rússland. RúgauSæfi Austurríkis voru jafnvel hverfidepill Habsborgareinvaldanna. Þó að Vínarborg sé fræg fyrir girnilegan hveitibakstur, þá hafa ÞjóSverjar og Austurríkismenn alltaf étiS meira 246 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.