Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 58

Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 58
Klakabarið skip Skepnurnar eru hinsvegar allt annarrar skoðunar um rúginn og éta hann með mestu ánægju. Bygg er einkum fyrirtak til svínafóðurs. Fyrir stríðið fluttu Þjóðverjar inn yfir 3 milljónir smálesta af byggi frá Rússlandi, nær einvörðungu til fóðurs, og auk þess yfir 800.000 smálestir af maís. Það kom á daginn, að svínin fitna prýðilega af maís, en vegna vandlátra neytenda, sem ekki vilja alltof feitt flesk, verður að ala svínin á byggi nokkurn tíma áður en þeim er slátrað. Þess vegna verð- ur að ala hina sílskipuðu ensku og dönsku grísi á byggí- Af einni ástæðu væri það líka erfitt fyrir okkur menn- ina að vera án byggs — því að þá yrðum við að vera án öls. Ölbruggarar nota mestan hluta byggsins. Þeir borga það dýru verði en gera líka miklar kröfur til gæð- anna, og því fer fjarri, að þeir séu alltaf ánægðir með rússneska byggið. Maltbygg er aðeins ræktað á vissum stöðum í Rússlandi, því að byggauðugustu héruð lands- ins hafa ekki getað framleitt bygg, sem er hentugt til ölheitu. Maltbygg vex einkum all norðarlega í norð- vestur Ukrainu og Póllandi. Þaðan breiðist það út til Mið-Evrópu. Bezta maltbyggið vex á sömu slóðum og beztu humlarnir: í Bæheimi og á Mæri, hinni núverandi Tékkóslóvakíu. Ungverskt og þýzkt bygg er hér um bil jafn gott og sama máli gegnir um amerísk bygg frá Kaliforníu og norðaustur ríkjunum. Þjóðverúar rækta mikið af maltbyggi, en svo mikið er bruggað af öli í landinu, að framleiðslan hrekkur hvergi nærri alltaf fyrir þörfunum. I stórum dráttum séð, hafa Þjóðverjar þó dregið mjög úr bygginnflutn- ingi sínum eftir heimsstyrj öldina með betri hagnýtingu fóðurmjöls. Árin 1936—37 var bygginnflutningurinn aðeins 141 þúsund smálesta, það er að segja tæpur tuttugasti hluti af innflutningnum fyrir stríð. Minni eftirspurn eftir höfrum Hafrarnir eru hestunum það sama og byggið svínun- um. Hafrar eru föðurmjöl eins og byggið og álíka ó- heppilegir til bökunar, en þeir gefa okkur hin kunnu og ágætu hafragrjón. I engilsaxnesku og skandínavísku löndunum eru hafrar eftirlætis mannamatur, og Skotar fullyrða meira að segja, að höfrunum megi þakka beztu eiginleika þjóðarinnar: viljadug, seiglu og þrek. Sam- kvæmt skozkum heimildum, eiga hafrarnir líka að vera orsök annars og minna þekkts eiginleika, „hjartagæzk- unnar“. Hvað sem þessu líður, þá voru hörkutól eins og Livingston og Gordon aldir upp á hafragrjónum. Gamall enskur málsháttur segir, að hafrarnir „séu mannamatur í Skotlandi en hrossafóður í Englandi“. En Skotarnir svara skætingi og segja: England er líka frægt fyrir hesta og Skotland fyrir mennina.. Þessi lofsöngur um hafrana og hafragrjónin er ekki ástæðulaus. Menn hafa lengi veitt því eftirtekt, að hafr- arnir hafa þann eiginleika að auka lífsþrótt manna og dýra. Á því sviði hafa hafrarnir mikla kosti fram yfir byggið. Menn vita ekki orsök þess, en hitt er fullvíst, að börnum og sjúklingum er alls staðar gefinn hafra- grautur. Allir reyna að ala hesta sína á höfrum, og þeim er ætlað að safna þrótti en ekki fitu. Hafrar gera allra korntegunda minnstar kröfur til jarðvegsins. Þó þrífast þeir hvergi ágætlega nema í röku loftslagi. En þar sem jarðvegur er víða magur í Evrópu og úrkoma næg, er hafraræktin þar meiri en í nokkurri annarri heimsálfu. Fyrir heimsstyrjöldina framleiddi Evrópa, að Rússlandi meðtöldu, tvo þriðju af allri heimsframleiðslunni, Norður-Ameríka hér um bil þriðjung og hinar álfurnar aðeins smávegis. Bandaríkin, Sovétríkin, Þýzkaland og Kanada eru mestu hafraframleiðslulönd heimsins. í Argentínu er fremur lítil hafrarækt, en útflutningurinn er mikill, því að heimanotkunin er hverfandi. Fyrir heimsstyrjöldina fluttu Þjóðverjar dálítið inn, en eru nú orðnir sjálf- bjarga á því sviði og flytja meira að segja út dálítið af 248 VINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.