Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Page 60

Vinnan - 01.09.1946, Page 60
því fátækrasjúkdómur, og hafa menn einnig veitt því athygli í öðrum löndum. ítalska stjórnin hefur stórlega dregið úr þessari sjúkdómshættu með eftirliti á öllum mais, sem seldur er á markaðinum. Orsökin er þó ekki sú, að maisinn sé slæm vara, heldur hitt, að hann skortir veigamikið efni, sem mennirnir geta ekki án verið, hið svo nefnda B2 vítamín. í Mið- og Suður-Ameríku lifir fjöldi manna svo að segja einvörðungu á mais. Frumheimkynni maisins er sennilega í innlöndum Mexikós. Á þeim tímum, sem Ameríka fannst, frá fyrstu ferð Kólumbusar og tvö hundruð ár fram í tímann, fundu Evrópumenn hvar- vetna, að maisinn var notaður til manneldis. Spánverj- arnir fundu það í Mexikó og Perú, Englendingar í Virginía, Hollendingar við Hudsonsflóann, Frakkar í Kanada og jafnvel Þjóðverjinn Eusebio Kino (Kiihn), sem nam land í Suður-Kaliforníu, rakst þar á mais. Maisinn var brauðkorn hinna fjögurra amerísku menn- ingarþjóða: Mayanna í Mið-Ameríku, Chibchanna í Colombíu, Inkanna í Perú og Aztekanna í Mexikó. Chicome Couatl, hin aztekska gyðja, sem tilsvarar hinni rómversku Ceres, var mynduð með maiskólfa í báðum höndum. Vatnsveitur Inkanna voru til maisræktar, þar sem ekki var nægilegur raki í flj ótsdölunum sjálfum. Allt fyrirkomulag ríkisins og félagsaðstæður voru mið- aðar við maisræktunina. Allt fyrirkomulag ríkisins og félagsaðstæður voru miðað við maisræktunina. I suð- vestur horni Ameríku höfðu Puebloindíánarnir komið upp vatnsveitum, byggt virki og borgir, og maisræktin var grundvöllur alls. Það var maisnum að þakka eða kenna, að fyrstu evrópsku sigurvegararnir héldu velli í Ameríku og menn geta gert sér í hugarlund, hve mikla þýðingu hann hafði fyrir þessa menn af því, að pellagra var lengi vel kölluð „Kólumbusarsýkin“ í Evrópu. Baráttan við Ind- íánana var í raun og veru barátta um maisinn. Og hinir grimmu Irokesar og alls ósiðuðu Apachar hófu veiðar sínar eftir „höfuðleðrum bleiknefjanna“, þegar þessi „bleiku andlit“ höfðu tekið maisekrurnar frá þeim og komið þar upp sínum eigin búum. Maisinn var lengi vel höfuðfæða hvítra manna í Ameríku. George Washington, yfirhershöfðingi ame- rísku herjanna í frelsisstríðinu og fyrsti forseti Banda- ríkjanna, lifði til dauðadags á maisgraut. Hveitibrauð hafði hann aldrei á borðum, nema þegar Evrópugesti bar að garði. Nú á tímum éta ekki aðrir maisgraut en fátækustu daglaunamennirnir í maisræktarhéruðunum, aðallega negrar. Meginhlutinn af maisframleiðslu Bandaríkjanna er hagnýttur á annan hátt. Nú breiða maisekrur Bandaríkjanna úr sér alla leið sunnan frá Mexikó, norður eftir vestursléttunni með hinni frjósöm- ustu gróðurmold. Því lengra, sem dregur til norðaust- urs, því þéttari verða maisekrurnar, og fyrir austan Missouri er allt sléttflæmið eitt óslitið maishaf. í Iowa- fylki, sem liggur milli Mossouri og Mississippi, er meiri maisuppskera en nokkurs staðar annars staðar á jörð- inni. Maisekrur Bandaríkjanna eru hér um bil 45 millj- ónir hektara eða meira en allar hveiti- og rúgekrur Ev- rópu utan Rússlands. Maisframleiðsla Bandaríkjanna er, hvað magn og verðmæti snertir, meiri en öll hveiti-, rúg- bygg-, hafra-, rís- og ávaxtaframleiðslan. Maisinn er þjóðarkorn Ameríku og þjóðarauður hennar. Ameríkumenn nota þetta korn sitt svo mikið, að lítið verður eftir til útflutnings. Útflutningurinn nemur ekki meiru en hundraðasta hluta uppskerunnar. Mestur mais- útflutningur er frá landi, sem framleiðir ekki meira en einn tíunda hluta af maisframleiðslu Bandaríkjanna. Þetta land er Argentína. Þar hafa menn ekki komizt upp á lag með að notfæra sér maisframleiðsluna eins út í æsar. Evrópumenn eru mestu maiskaupendurnir. Maisinn er svo þýðingarmikill fyrir svínarækt Evrópu- manna, að innflutningurinn nemur meiru en á öllum öðrum fóðurtegundum til samans. Við höfum séð hve mismunandi þýðingu maisinn hefur í hinum ýmsu löndum. í Evrópu éta menn enn mais, í Norður-Ameríku éta hvítir menn hann ekki lengur, og loks er eitt land á jörðinni, þar sem menn eru nýlega byrjaðir að leggja sér hann til munns, þar sem menn snúast hrifnir við þessum nýja rétti og hann er „höfðingjamatur“. Þetta er í Afríku. Þar nær mais- inn æ meiri útbreiðslu. A suðurströnd Miðjarðarhafs- ins hefur maisinn lengi átt griðland meðal annarrar akureyrkju. Nú er hann hægt og hægt byrjaður að leggja undir sig álfuna og brjótast suður eftir megin- landinu á ýmsum stöðum. Suður eftir álfunni og í aust- ur-héruðunum er miklu sáð af mais. Hann færir jafnvel út yfirráð sín í vesturhluta álfunnar, og frá Guineafló- anum ryður hann sér braut til suðurs og inn að hjarta álfunnar. Fyrir Afríkumenn hefur maisinn þá þýðingu, að frumbyggjar álfunnar snúa sér æ meir að akuryrkju á hærra stigi. Ef þeir byrja að rækta mais í stað þess að safna og rækta hirse, geta þeir kannske byrjað að éta sig metta eftir þúsund ára sult. í þeim héruðum, sem þessi breyting hefur orðið vex mannfjöldinn hröðum skrefum. En þar með er ekki allt upp talið. Maisinn flytur öllum Afríkuþjóðum sameiginlega, heilsteypta akuryrkjumenningu. Fyrr en hinir ýmsu negraþjóð- flokkar sameinast á þessum grundvelli, fá þeir enga hug- mynd um, að þeir eru af einum og sama þjóðstofni og eiga sameiginleg örlög. Oðlist negrarnir einhvern tíma ,,sjálfsákvörðunarrétt“, þá er það aðeins hugsanlegt á grundvelli maisræktarinnar. — Nytjaplönturnar færa mönnunum ekki aðeins næringu, þær eru líka snar þáttur til þess að tengja þær saman, og oft eru það þær, sem ráða gangi sögunnar. 250 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.