Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 7
TÍMARITIÐ STEFNIR á sér
marga vini frá því hinn snjalli
rithöfundur og gáfumaður, dr.
Magnús Jónsson, prófessor,
gaf það út um 5 ára skeið,
Sjálfstœðisflokknum til fram-
dráttar, lesendum til gagns
og gamans og sjálfum sér til
sóma.
Stefni mun þvi fagnað af
mörgum fornvinum er hann
nú hefur göngu sína að nýju.
En ekki myndi það eitt endast
honum til langlífis, enda er
þess ekki þörf. Útgefandi -
Olafur Thors.
Stefnis er lang fjölmennasta
stjómmálasamband œskulýðsins í landinu, og til ritstjómar hafa
valizt tveir menn, sem að sönnu eru ungir, en þó báðir lands-
kunnir sakir ritsnilldar og stjórnmálaafskipta, þeir Sigurður
Bjamason, forseti neðri deildar Alþingis, og Magnús Jónsson,
lögfrœðingur. Munu menn vœnta sér góðs af ritstjórn þeirra, og
vart verða vonsviknir.
Enn sem fyrr mun Stefnir gerast merkisberi þeirrar þjóðmála-
stefnu, sem ein megnar að tryggja svo og efla hag þjóðarinnar,
að auðið verði að lifa mannsœmandi lífi og halda uppi menn-
ingarríki í þessu fámenna landi. Og enn sem fyrr mun hann
vinna sér hylli vitiborinna og velviljaðra manna.
Miðstjórn Sjálfstœðisflokksins tengir miklar vonir við Stefni
hinn nýja. Leyfi ég mér hér með að beina þeirri eindregnu
áskorun til Sjálfstœðismanna um land allt, að þeir kaupi Stefni,
lesi hann og útbreiði. Með því vinna þeir sjálfum sér og þjóð
sinni ómetanlegt gagn.
ÓLAFUR THORS.