Stefnir - 01.04.1950, Page 10
s
STEFNIR
Lvggja þátttöku sína í opinl erum
málum.
Þegar stiklað er
Starf nýsköp-, . , , „
a stærstu drattum
unarstiómar- , , ,
íslenzkra stjorn-
innar. ,, , .....
mala s. 1. fjogur
ár er óhjákvæmilegt að minnast
í upphafi á starf og stefnu þeirr-
ar ríkisstjórnar, sem mestur styrr
hefur staðið um af þeim fjórum,
sem setið hafa á þessu tímabili
þótt völdum hennar lyki í upp-
hafi þess. Það er nýsköpunar-
stjórnin svokallaða, sem mynduð
var fyrir frumkvæði Sjálfstæðis-
flokksins haustið 1944 og sat þar
til í febrúarbyrjun árið 1947.
Því verður aldrei neitað að sú
ríkisstjórn vann eitt þýðingar-
mesta og bezta starf, sem nokkur
íslenzk ríkisstjórn hefur unnið.
Ber þá fyrst að nefna það að með
myndun hennar var beinum háska
bægt frá lýðræði og þingræði í
landinu. Utanþingsstjórn hafði þá
annast stjórnarframkvæmdir í
tvö ár án raunverulegrar sam-
vinnu við Alþingi, sem ekki hafði
getað myndað ríkisstjórn að
venjulegum þingræðisleiðum.
Þessari ófremd, sem hlaut óhjá-
kvæmilega að hafa í för með sér
margvíslegan glundroða, var
hrundið með stjórnarmyndun
Ólafs Thors á morgni lýðveldis-
ins. Hitt var þó enn mikilvægara
að jafnframt var lagður grund-
völlurinn að stórfelldustu at-
vinnulífsumbótum, sem nokkurn
tíma hafa verið unnar í þessu
landi. Þrjú hundruð milljónir
króna af erlendum innistæðum
þjóðarinnar, sem þá námu um 500
millj. kr., voru lagðar á sérstak-
an reikning og skyldi þeim ein-
göngu varið til kaupa á nýjum
atvinnutækjum, skipum, verk-
smiðjuvélum, landbúnaðarvélum
o. s. frv.
Þessi áform voru framkvæmd.
Hin nýju atvinnutæki komu inn
í landið. Hinum erlendu inneign-
um, sein nær eingöngu höfðu
safnast vegna gjaldeyriskaupa er-
lendra herja á íslandi á stríðsár-
unum, hafði verið breytt í fram-
leiðslutæki í eigu einstaklinga,
bæjarfélaga og íslenr*’cu þjóðar-
innar í heild.
Þetta er staðreynd, sem ekki er
hægt að sniðganga og talar sjálf
betur máli sínu en nokkur blaða-
skrif. Þess vegna bar myndun og
málefnasamningur nýsköpunar-
stj órnarinnar vott um meiri fram-
sýni og skilning á þörfum ís-
lenzku þjóðarinnar en mvndun
nokkurrar annarar ríkisstjórnar,
sem hér hefur sezt á valdastóla.
Það hefur revnslan þegar sannað.
Hitt er svo annað mál, að auð-
vitað steig þessi ríkisstjórn eins